Anda léttar að sjá laxinn á ný í Andakílsá eftir umhverfisslys Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júlí 2020 22:32 Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. Stöðvarhús Andakílsárvirkjunar í baksýn. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var vorið 2017 sem starfsmenn Orku náttúrunnar, sem unnu að viðhaldi stíflu Andakílsárvirkjunar, opnuðu fyrir botnlokur til að hleypa vatni úr inntakslóninu. Við það barst gríðarlegur aur niður farveginn og rústaði veiðistöðum. „Og gerði það að verkum að hér hrundi lífríkið algerlega, - gríðarlegt magn sem kom hingað niður eftir,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. „Síðan höfum við verið í því að lagfæra ána og gera hana veiðihæfa aftur.“ Búið er að moka upp úr hyljum, laga veiðistaði og sleppa miklum fjölda seiða. Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Byrjað var á tilraunaveiði í fyrradag og reyndir veiðimenn sem gjörþekkja ána fengnir til að prófa. Birgir Guðnason frá Akranesi var varla búinn að kasta þegar laxinn beit á agnið, rauða Frances-flugu. En hvernig líst honum á ána? „Ja. Svona þokkalega. Hún hefur lagast mikið frá því þetta skeði.“ -Og það hefur gengið bara vel hjá þér í morgun? „Já, það er búið að ganga vel í morgun, já. Þetta var áttundi laxinn sem við fáum í morgun,“ svarar Birgir. Hann vildi þó skýra þessa góðu veiði aðallega með því að áin hefði verið friðuð í allt sumar. Fleiri laxar bættust við á þeim skamma tíma sem við fylgdumst með og öllum sleppt eftir mælingu og skráningu. Laxarnir voru mældir áður en þeim var sleppt og allir skráðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þótt gránað hefði í Skessuhorn og Skarðsheiði í morgun var sprækt folald, sem hljóp um árbakkann, meiri táknmynd endurreisnar Andakílsár. „Ja, við getum sagt að við öndum svolítið léttar. Eftir mjög mikla vinnu í þrjú ár þá sjáum við að það er kominn þónokkur fiskur í ána. Og það er töluvert sem búið er að taka nú þegar. Þannig að við getum að minnsta kosti vonast til að hún sé að þokast í rétta átt,“ segir Ragnhildur. Birgir hefur veitt í Andakílsá í sextíu ár og þar fékk hann sinn fyrsta lax. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg á. Þægilegt. Ég byrjaði að koma hérna sem krakki, bara með pabba. Hann byrjaði að veiða hérna 1946 og veiddi sinn síðasta lax hérna 95 ára gamall,“ segir Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skorradalshreppur Borgarbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Stangveiði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var vorið 2017 sem starfsmenn Orku náttúrunnar, sem unnu að viðhaldi stíflu Andakílsárvirkjunar, opnuðu fyrir botnlokur til að hleypa vatni úr inntakslóninu. Við það barst gríðarlegur aur niður farveginn og rústaði veiðistöðum. „Og gerði það að verkum að hér hrundi lífríkið algerlega, - gríðarlegt magn sem kom hingað niður eftir,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. „Síðan höfum við verið í því að lagfæra ána og gera hana veiðihæfa aftur.“ Búið er að moka upp úr hyljum, laga veiðistaði og sleppa miklum fjölda seiða. Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Byrjað var á tilraunaveiði í fyrradag og reyndir veiðimenn sem gjörþekkja ána fengnir til að prófa. Birgir Guðnason frá Akranesi var varla búinn að kasta þegar laxinn beit á agnið, rauða Frances-flugu. En hvernig líst honum á ána? „Ja. Svona þokkalega. Hún hefur lagast mikið frá því þetta skeði.“ -Og það hefur gengið bara vel hjá þér í morgun? „Já, það er búið að ganga vel í morgun, já. Þetta var áttundi laxinn sem við fáum í morgun,“ svarar Birgir. Hann vildi þó skýra þessa góðu veiði aðallega með því að áin hefði verið friðuð í allt sumar. Fleiri laxar bættust við á þeim skamma tíma sem við fylgdumst með og öllum sleppt eftir mælingu og skráningu. Laxarnir voru mældir áður en þeim var sleppt og allir skráðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þótt gránað hefði í Skessuhorn og Skarðsheiði í morgun var sprækt folald, sem hljóp um árbakkann, meiri táknmynd endurreisnar Andakílsár. „Ja, við getum sagt að við öndum svolítið léttar. Eftir mjög mikla vinnu í þrjú ár þá sjáum við að það er kominn þónokkur fiskur í ána. Og það er töluvert sem búið er að taka nú þegar. Þannig að við getum að minnsta kosti vonast til að hún sé að þokast í rétta átt,“ segir Ragnhildur. Birgir hefur veitt í Andakílsá í sextíu ár og þar fékk hann sinn fyrsta lax. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg á. Þægilegt. Ég byrjaði að koma hérna sem krakki, bara með pabba. Hann byrjaði að veiða hérna 1946 og veiddi sinn síðasta lax hérna 95 ára gamall,“ segir Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skorradalshreppur Borgarbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Stangveiði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira