Smit með mótefnum ekki lengur talin með í heildarfjölda smita Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 10:20 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Frá og með gærdeginum hafa verið gerðar breytingar á framsetningu gagna frá Sóttvarnalækni á vefnum covid.is. Ekki eru lengur talin með í heildarfjölda smita þau tilvik landamæraskimunar þar sem mótefni hafa mælst gegn veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á covid.is Frá því að skimun hófst á landamærum Íslands hafa upplýsingar um þann fjölda sýna í landamæraskimun sem gefa til kynna að kórónuveiran sé til staðar verið gefnar upp á vefnum. Þeir sem greinst hafa með veiruna hafa verið sendir í mótefnapróf og teljast þeir sem greinast með mótefni í blóði ekki vera lengur veikir af Covid-19 sýkingunni og því ekki smitandi. Átján af þeim 110 einstaklingum sem hafa greinst á landamærunum hafi verið með virk smit en öll jákvæðu sýnin hafa verið skráð sem ný tilvik Covid-19 á Íslandi. Þessu hefur nú verið breytt og eru þeir sem greinast með mótefni nú ekki taldir hafa verið veikir af sjúkdómnum á Íslandi og teljast því ekki til heildarfjölda smitaðra. Þá hefur einnig verið tekið á því að birta tölfræði um fjölda virkra smita síðastliðna fjórtán daga á hverja hundrað þúsund íbúa undir liðnum nýgengni. Slík tölfræði er gefin út af Alþjóðaheilbrigðistofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu og nýta ýmis ríki sér þá tölfræði til þess að ákvarða hvaða ferðalangar þurfa að fara í sóttkví við komuna til þess lands. Til að mynda þurfa Íslendingar sem leggja leið sína til Lettlands eða Eistlands að fara í fjórtán daga sóttkví. Ríkin miða þá ákvörðun sína við það að samkvæmt opinberri tölfræði séu nýgengni smita yfir 16 undanfarnar vikur. Með breytingunum sem gerðar hafa verið verður nýgengni hér á landi einungis 2,54. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Frá og með gærdeginum hafa verið gerðar breytingar á framsetningu gagna frá Sóttvarnalækni á vefnum covid.is. Ekki eru lengur talin með í heildarfjölda smita þau tilvik landamæraskimunar þar sem mótefni hafa mælst gegn veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á covid.is Frá því að skimun hófst á landamærum Íslands hafa upplýsingar um þann fjölda sýna í landamæraskimun sem gefa til kynna að kórónuveiran sé til staðar verið gefnar upp á vefnum. Þeir sem greinst hafa með veiruna hafa verið sendir í mótefnapróf og teljast þeir sem greinast með mótefni í blóði ekki vera lengur veikir af Covid-19 sýkingunni og því ekki smitandi. Átján af þeim 110 einstaklingum sem hafa greinst á landamærunum hafi verið með virk smit en öll jákvæðu sýnin hafa verið skráð sem ný tilvik Covid-19 á Íslandi. Þessu hefur nú verið breytt og eru þeir sem greinast með mótefni nú ekki taldir hafa verið veikir af sjúkdómnum á Íslandi og teljast því ekki til heildarfjölda smitaðra. Þá hefur einnig verið tekið á því að birta tölfræði um fjölda virkra smita síðastliðna fjórtán daga á hverja hundrað þúsund íbúa undir liðnum nýgengni. Slík tölfræði er gefin út af Alþjóðaheilbrigðistofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu og nýta ýmis ríki sér þá tölfræði til þess að ákvarða hvaða ferðalangar þurfa að fara í sóttkví við komuna til þess lands. Til að mynda þurfa Íslendingar sem leggja leið sína til Lettlands eða Eistlands að fara í fjórtán daga sóttkví. Ríkin miða þá ákvörðun sína við það að samkvæmt opinberri tölfræði séu nýgengni smita yfir 16 undanfarnar vikur. Með breytingunum sem gerðar hafa verið verður nýgengni hér á landi einungis 2,54.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent