Lengi lifir í gömlum glæðum – Gyðingahatur í gegn um tíðina Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 22. júlí 2020 13:00 Gyðingahatur á sér langa og vel skjalfesta sögu. Frumheimildir um ofsóknir gegn Gyðingum eru yfir tvö þúsund ára gamlar.1 Í gegn um tíðina hefur þetta lífseiga hatur reglulega blossað upp. Eftir seinni heimsstyrjöld dró úr opinberri tjáningu þess á Vesturlöndum, en fjarri sviðsljósinu lifði það góðu lífi. Undanfarna áratugi hefur Gyðingahatur fyrir opnum tjöldum hins vegar færst í aukana á heimsvísu, og í dag hefur það ekki verið sýnilegra síðan á stríðsárunum.2 Fjölmörg nýleg tilvik voru helsti hvatinn að þessum skrifum og undir lok greinarinnar mun ég minnast á nokkur þeirra. En til að byrja með er vert að útskýra sögulegan bakgrunn Gyðingahaturs í stuttu máli. Gyðingar eru þjóð með eigið tungumál, trú og menningu sem á rætur sínar að rekja til hinnar fornu Júdeu og svæðanna þar í kring. Þetta er gróflega það svæði sem tilheyrir Ísrael og palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum í dag.Þegar Rómverjar réðu svæðinu, háðu þeir nokkur stríð við sjálfstæðishreyfingar Gyðinga sem að lokum leiddu til þess að stór hluti Jerúsalemborgar var rifinn til grunna. Hún var síðar endurbyggð og nefnd Aelia Capitolina og var Gyðingum óheimilt að flytja þangað.3 Nú langar mig að taka fram að hér hef ég ekki verið að vísa í Biblíusögur, enda er sagan um stríðin á milli Gyðinga og Rómverja hvergi í Biblíunni. Það eru forn sagnfræðirit og fornleifar eins og mynt, handritaslitur og veggjaristur sem bera vitni um þessa atburði.4 Í gegn um aldirnar flutti mikill fjöldi Gyðinga frá Júdeu, meðal annars til landanna umhverfis Miðjarðarhafið og til borganna í grennd við Silkiveginn. En hvar sem þeir settust að sættu þeir mismunun og ofbeldi af hálfu yfirvalda og almennings.5,6 Auðvelt reyndist að koma af stað illskeyttum sögusögnum um þennan hóp sem fáir þekktu, og þær urðu að átyllum fyrir ofbeldinu sem Gyðingar voru beittir í gegnum aldirnar. En á tíma iðnbyltingarinnar urðu sögusagnirnar ítarlegri og fjölbreyttari en áður, og þær sögusagnir lögðu að miklu leyti grunninn að Gyðingahatrinu sem við þekkjum í dag. Heimsyfirráð og kynþáttahyggja Án vafa eru „Áætlanir Síonaröldunga“ alræmdustu áróðursskrif allra tíma gegn Gyðingum. Þetta rit var gefið út í Rússneska keisaradæminu skömmu eftir aldamótin 1900 og fjallar um meint áform Gyðinga um heimsyfirráð. Ritið var hins vegar snemma afhjúpað sem ritstuldur. Það er að miklu leyti endursögn af „Samtali í helvíti á milli Machiavelli og Montesqieu“ en það er ádeilurit sem kom út í Frakklandi árið 1864 og fjallar á engan hátt um Gyðinga.7 Þessi fölsun hafði mikil áhrif á andgyðinglegar hugmyndir þýskra nasista. Nýju lífi hefur verið blásið í glæður þessara hugmynda á spjallborðum og samskiptamiðlum Internetsins, þar sem þær geta fengið nánast ótakmarkaða dreifingu. En Gyðingar hafa ekki aðeins verið vændir um að ásælast heimsyfirráð, heldur hefur sjálft ætterni þeirra verið dregið í efa. Hin svokallaða Kasarakenning, sem skaut upp kollinum á 19. öld, byggir á þeirri hugmynd að Askenasí-Gyðingar (sem bjuggu öldum saman í Frakklandi, Þýskalandi og Austur-Evrópu) séu í raun og veru afkomendur tyrkískrar þjóðar sem bjó fyrir rúmum þúsund árum fyrir norðan Kákasusfjöll. Hins vegar hafa engin haldbær sönnunargögn sýnt fram á tengsl þessarar þjóðar við Askenasí-Gyðinga.8 Til að byrja með spilaði Kasarakenningin minni þátt í hatursorðræðu gegn Gyðingum en aðrar kenningar, en þegar leið á 20. öldina fékk hún hljómgrunn meðal kynþáttahyggjumanna í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það var engin tilviljun að þekktir meðlimir Ku Klux Klan samtakanna eins og Wesley Swift og Lothrop Stoddard hafi tekið þessa kenningu upp á sína arma. Þeir töldu Kasara og meinta afkomendur þeirra vera á einhvern hátt erfðafræðilega „óhreina“ og undir því yfirskini leituðust þeir við að jaðarsetja Gyðinga í Bandaríkjunum.9,10 Útbreiðsla Kasarakenningarinnar jókst til muna undir lok 20. aldar og í dag á kenningin sér talsmenn á ýmsum vettvangi. Þeirra á meðal er bandaríski nýnasistinn David Duke, og samsæriskenningamaðurinn David Icke sem er líklega þekktastur fyrir hugmyndir sínar um „eðlufólk“. Samsæriskenningar stangast á Í dag bjóða allar öfgafullar pólitískar stefnur upp á sína eigin útgáfu af Gyðingahatri, og allar eru þær í mótsögn hver við aðra. Hugmyndin um að „Gyðingar séu veikburða og óæðri kynstofn“ stangast á við þá hugmynd að „Gyðingar séu forréttindahópur sem leynilega stjórni heiminum“. Sömuleiðis er fullyrðingin um að „Gyðingar séu marxistar sem grafi undan gömlum og rótgrónum gildum“ í hrópandi mótsögn við fullyrðinguna um að „Gyðingar séu íhaldssamir höfuðpaurar kapítalismans“. Auk þess er augljóst að allar þessar kenningar eru ósannar, einfaldlega vegna þess að þær lýsa þjóð sem telur tæplega fimmtán milljón manns sem einsleitum hópi með algjörlega samstillt markmið. En nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi – „Já, en ég er bara að tala um suma Gyðinga.“ Þetta hefur maður oft heyrt og er eingöngu innantómur fyrirsláttur. Hvers vegna að sífellt taka fram ætterni mótherja sinna, nema vegna þess að viðkomandi líti á sjálft ætternið sem vandamálið? Það má ætla að fyrrnefndar hugmyndir hafi verið helsti hvatinn að þeim hatursglæpum gegn Gyðingum sem hafa verið framdir undanfarna áratugi. Undanfarin tvö ár hafa þrjár skotárásir verið gerðar á samkunduhús þeirra, þar sem samtals fjórtán manns létu lífið og ellefu særðust. Víða var fjallað um þessa atburði í almennum fjölmiðlum, en lítið hefur verið fjallað um önnur tilvik þar sem um var að ræða skemmdarverk eða hatursorðræðu án þess að þeim hafi fylgt mannfall. Í eftirfarandi úttekt er athygli vakin á nokkrum þeirra tilvika sem áttu sér stað undanfarið ár. Haturstjáning úr ólíkum áttum Þann 27. janúar síðastliðinn, á alþjóðlega minningardeginum um helförina, hittust meðlimir finnska nýnasistaflokksins Kohti Vapautta – „Í áttina að frelsi“ – í tveimur borgum Finnlands. Þeir slettu rauðri málningu á samkunduhús Gyðinga í borginni Turku, og á útifundi í borginni Tampere brenndu þeir ísraelska fánann.11 Það sem af er ári hafa skemmdarverk verið unnin á fjölda samkunduhúsa víða um heim. Flest þeirra voru unnin í Bandaríkjunum, en einnig voru skemmdarverk unnin í borgum annarra landa. Þar má nefna Arkhangelsk í Rússlandi, Kherson í Úkraínu, Montreal í Kanada, Trikala í Grikklandi, Wellington á Nýja Sjálandi og í Winnipeg í Kanada.Nýnasistar áttu upptökin að mörgum þessara skemmdarverka.12 En opinbert Gyðingahatur er einnig að finna á útjaðri vinstri vængsins. Fyrir rúmum tveimur vikum hittust andstæðingar Ísraels á útifundi í Mississauga í Kanada. Á upptöku af fundinum má meðal annars heyra að nokkrir gestanna kölluðu: „Falastin bladna wal yahud klabna,“ en það þýðir: „Palestína er landið okkar og Gyðingarnir eru hundarnir okkar.“13,14 Þetta slagorð var ekki fundið upp á staðnum, heldur er þetta þekkt slagorð meðal ákveðinna andstæðinga Ísraels. Notkun orðsins yahud – „Gyðingur“ – í niðrandi merkingu er því miður nokkuð algeng og hún ratar af og til í vestræna fjölmiðla. Orðið var ítrekað þýtt sem „Ísraeli“ í enskum texta sjónvarpsþáttar um Gazasvæðið sem var sýndur á BBC í fyrra, líklega í tilraun til að „milda“ hatursorðræðuna.15 Reyndar hefur BBC farið um víðan völl þegar kemur að því að taka afstöðu gegn Gyðingahatri, því í fyrra var gerð greinargóð úttekt á uppgangi þess í breska verkamannaflokknum í þáttaröðinni Panorama. Eftir að Jeremy Corbyn tók við formannsstöðu breska verkamannaflokksins færðist Gyðingahatur í aukana innan flokksins. Fjöldi fólks fann sig knúinn til að segja skilið við flokkinn í kjölfarið.16 Dæmin hér á undan bera vitni um uggvænlega þróun. Af einhverri ástæðu virðast sumir vera tregari til að fordæma opinbera tjáningu Gyðingahaturs heldur en aðra fordómafulla hegðun. Það væri miður ef Gyðingahatri væri leyft að ná fótfestu í hópum sem annars hafa barist fyrir góðum og gildum málstað. Sjón er sögu ríkari Gríðarlegt magn hatursskrifa gegn Gyðingum hefur safnast upp í gegn um aldirnar og er sarpurinn orðinn svo stór að hann gæti séð fólki ævilangt fyrir lesefni. Vera má að einhverjir kjósi einfaldlega að standa á hliðarlínunni því þeir treysti sér ekki til þess að leggja mat á upplýsingarnar. En það er ekki þar með sagt að það sé ómögulegt að skera úr um áreiðanleika þeirra. Óhætt er að fullyrða að hver sú heimild sem heldur á lofti einhverri af fyrrnefndum samsæriskenningum eða rangfærslum er ekki traustsins verð. En heimildaöflun er ekki eina leiðin til að komast að hinu sanna í málinu. Önnur möguleg leið væri einfaldlega að ferðast til Ísraels (þegar ferðatakmörkunum hefur loks verið aflétt) og kynna sér mannlífið þar. Hvergi í heiminum búa hlutfallslega fleiri Gyðingar, og þar er óhjákvæmilegt að sjá að þeir eru af öllum toga – fátækir og ríkir, hægrisinnaðir og vinstrisinnaðir, trúaðir og trúlausir – rétt eins og fólk er alls staðar annars staðar. Fordómafullar og afbakaðar staðalmyndir eru fljótar að missa mátt sinn undir þeim kringumstæðum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 Levy, Richard S; Antisemitism: A Historical Encyclopedia of Prejudice and Persecution; ABC-CLIO, 2005; bls. 9; bls. 178 2 https://www.washingtonpost.com/news/worldviews/wp/2018/04/11/resurgent-traditional-antisemitism-behind-corrosion-of-jewish-life-report-warns/ 3 Tucker, Spencer C; Middle East Conflicts from Ancient Egypt to the 21st Century: An Encyclopedia and Document Collection, Vol. III; ABC-CLIO, 2019; bls. 1462 4 Horbury, William; Jewish War under Trajan and Hadrian; Cambridge University Press, 2014; bls. 10-19 5 https://katz.sas.upenn.edu/resources/blog/what-do-you-know-dhimmi-jewish-legal-status-under-muslim-rule 6 Levy, Richard S; Antisemitism: A Historical Encyclopedia of Prejudice and Persecution; ABC-CLIO, 2005; bls. xxx-xxxi (formáli) 7 https://www.britannica.com/topic/Protocols-of-the-Elders-of-Zion 8 Fritze, Ronald H; Invented Knowledge: False History, Fake Science and Pseudo-religions; Reaktion Books, 2009; bls. 128-129 9 Lamy, Philip; Millennium Rage: Survivalists, White Supremacists, and the Doomsday Prophecy; Springer, 2011; bls. 131 10 Moore, John Harwell (ritstjóri); Encyclopedia of Race and Racism, Vol. 3; Thomson Gale, 2008; bls. 100 11 https://yle.fi/uutiset/osasto/news/turku_synagogue_vandalised_on_holocaust_remembrance_day/11177638 12 https://momentmag.com/anti-semitism-monitor-2020/ 13 https://globalnews.ca/news/7160399/anti-semitic-chant-mississauga-rally/ 14 https://twitter.com/CIJAinfo/status/1280930877925732353 15 https://www.washingtonexaminer.com/opinion/bbc-defends-decision-to-cover-up-anti-semitism-in-gaza-documentary 16 https://www.youtube.com/watch?v=Z4Qq_M_0RaE Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Gyðingahatur á sér langa og vel skjalfesta sögu. Frumheimildir um ofsóknir gegn Gyðingum eru yfir tvö þúsund ára gamlar.1 Í gegn um tíðina hefur þetta lífseiga hatur reglulega blossað upp. Eftir seinni heimsstyrjöld dró úr opinberri tjáningu þess á Vesturlöndum, en fjarri sviðsljósinu lifði það góðu lífi. Undanfarna áratugi hefur Gyðingahatur fyrir opnum tjöldum hins vegar færst í aukana á heimsvísu, og í dag hefur það ekki verið sýnilegra síðan á stríðsárunum.2 Fjölmörg nýleg tilvik voru helsti hvatinn að þessum skrifum og undir lok greinarinnar mun ég minnast á nokkur þeirra. En til að byrja með er vert að útskýra sögulegan bakgrunn Gyðingahaturs í stuttu máli. Gyðingar eru þjóð með eigið tungumál, trú og menningu sem á rætur sínar að rekja til hinnar fornu Júdeu og svæðanna þar í kring. Þetta er gróflega það svæði sem tilheyrir Ísrael og palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum í dag.Þegar Rómverjar réðu svæðinu, háðu þeir nokkur stríð við sjálfstæðishreyfingar Gyðinga sem að lokum leiddu til þess að stór hluti Jerúsalemborgar var rifinn til grunna. Hún var síðar endurbyggð og nefnd Aelia Capitolina og var Gyðingum óheimilt að flytja þangað.3 Nú langar mig að taka fram að hér hef ég ekki verið að vísa í Biblíusögur, enda er sagan um stríðin á milli Gyðinga og Rómverja hvergi í Biblíunni. Það eru forn sagnfræðirit og fornleifar eins og mynt, handritaslitur og veggjaristur sem bera vitni um þessa atburði.4 Í gegn um aldirnar flutti mikill fjöldi Gyðinga frá Júdeu, meðal annars til landanna umhverfis Miðjarðarhafið og til borganna í grennd við Silkiveginn. En hvar sem þeir settust að sættu þeir mismunun og ofbeldi af hálfu yfirvalda og almennings.5,6 Auðvelt reyndist að koma af stað illskeyttum sögusögnum um þennan hóp sem fáir þekktu, og þær urðu að átyllum fyrir ofbeldinu sem Gyðingar voru beittir í gegnum aldirnar. En á tíma iðnbyltingarinnar urðu sögusagnirnar ítarlegri og fjölbreyttari en áður, og þær sögusagnir lögðu að miklu leyti grunninn að Gyðingahatrinu sem við þekkjum í dag. Heimsyfirráð og kynþáttahyggja Án vafa eru „Áætlanir Síonaröldunga“ alræmdustu áróðursskrif allra tíma gegn Gyðingum. Þetta rit var gefið út í Rússneska keisaradæminu skömmu eftir aldamótin 1900 og fjallar um meint áform Gyðinga um heimsyfirráð. Ritið var hins vegar snemma afhjúpað sem ritstuldur. Það er að miklu leyti endursögn af „Samtali í helvíti á milli Machiavelli og Montesqieu“ en það er ádeilurit sem kom út í Frakklandi árið 1864 og fjallar á engan hátt um Gyðinga.7 Þessi fölsun hafði mikil áhrif á andgyðinglegar hugmyndir þýskra nasista. Nýju lífi hefur verið blásið í glæður þessara hugmynda á spjallborðum og samskiptamiðlum Internetsins, þar sem þær geta fengið nánast ótakmarkaða dreifingu. En Gyðingar hafa ekki aðeins verið vændir um að ásælast heimsyfirráð, heldur hefur sjálft ætterni þeirra verið dregið í efa. Hin svokallaða Kasarakenning, sem skaut upp kollinum á 19. öld, byggir á þeirri hugmynd að Askenasí-Gyðingar (sem bjuggu öldum saman í Frakklandi, Þýskalandi og Austur-Evrópu) séu í raun og veru afkomendur tyrkískrar þjóðar sem bjó fyrir rúmum þúsund árum fyrir norðan Kákasusfjöll. Hins vegar hafa engin haldbær sönnunargögn sýnt fram á tengsl þessarar þjóðar við Askenasí-Gyðinga.8 Til að byrja með spilaði Kasarakenningin minni þátt í hatursorðræðu gegn Gyðingum en aðrar kenningar, en þegar leið á 20. öldina fékk hún hljómgrunn meðal kynþáttahyggjumanna í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það var engin tilviljun að þekktir meðlimir Ku Klux Klan samtakanna eins og Wesley Swift og Lothrop Stoddard hafi tekið þessa kenningu upp á sína arma. Þeir töldu Kasara og meinta afkomendur þeirra vera á einhvern hátt erfðafræðilega „óhreina“ og undir því yfirskini leituðust þeir við að jaðarsetja Gyðinga í Bandaríkjunum.9,10 Útbreiðsla Kasarakenningarinnar jókst til muna undir lok 20. aldar og í dag á kenningin sér talsmenn á ýmsum vettvangi. Þeirra á meðal er bandaríski nýnasistinn David Duke, og samsæriskenningamaðurinn David Icke sem er líklega þekktastur fyrir hugmyndir sínar um „eðlufólk“. Samsæriskenningar stangast á Í dag bjóða allar öfgafullar pólitískar stefnur upp á sína eigin útgáfu af Gyðingahatri, og allar eru þær í mótsögn hver við aðra. Hugmyndin um að „Gyðingar séu veikburða og óæðri kynstofn“ stangast á við þá hugmynd að „Gyðingar séu forréttindahópur sem leynilega stjórni heiminum“. Sömuleiðis er fullyrðingin um að „Gyðingar séu marxistar sem grafi undan gömlum og rótgrónum gildum“ í hrópandi mótsögn við fullyrðinguna um að „Gyðingar séu íhaldssamir höfuðpaurar kapítalismans“. Auk þess er augljóst að allar þessar kenningar eru ósannar, einfaldlega vegna þess að þær lýsa þjóð sem telur tæplega fimmtán milljón manns sem einsleitum hópi með algjörlega samstillt markmið. En nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi – „Já, en ég er bara að tala um suma Gyðinga.“ Þetta hefur maður oft heyrt og er eingöngu innantómur fyrirsláttur. Hvers vegna að sífellt taka fram ætterni mótherja sinna, nema vegna þess að viðkomandi líti á sjálft ætternið sem vandamálið? Það má ætla að fyrrnefndar hugmyndir hafi verið helsti hvatinn að þeim hatursglæpum gegn Gyðingum sem hafa verið framdir undanfarna áratugi. Undanfarin tvö ár hafa þrjár skotárásir verið gerðar á samkunduhús þeirra, þar sem samtals fjórtán manns létu lífið og ellefu særðust. Víða var fjallað um þessa atburði í almennum fjölmiðlum, en lítið hefur verið fjallað um önnur tilvik þar sem um var að ræða skemmdarverk eða hatursorðræðu án þess að þeim hafi fylgt mannfall. Í eftirfarandi úttekt er athygli vakin á nokkrum þeirra tilvika sem áttu sér stað undanfarið ár. Haturstjáning úr ólíkum áttum Þann 27. janúar síðastliðinn, á alþjóðlega minningardeginum um helförina, hittust meðlimir finnska nýnasistaflokksins Kohti Vapautta – „Í áttina að frelsi“ – í tveimur borgum Finnlands. Þeir slettu rauðri málningu á samkunduhús Gyðinga í borginni Turku, og á útifundi í borginni Tampere brenndu þeir ísraelska fánann.11 Það sem af er ári hafa skemmdarverk verið unnin á fjölda samkunduhúsa víða um heim. Flest þeirra voru unnin í Bandaríkjunum, en einnig voru skemmdarverk unnin í borgum annarra landa. Þar má nefna Arkhangelsk í Rússlandi, Kherson í Úkraínu, Montreal í Kanada, Trikala í Grikklandi, Wellington á Nýja Sjálandi og í Winnipeg í Kanada.Nýnasistar áttu upptökin að mörgum þessara skemmdarverka.12 En opinbert Gyðingahatur er einnig að finna á útjaðri vinstri vængsins. Fyrir rúmum tveimur vikum hittust andstæðingar Ísraels á útifundi í Mississauga í Kanada. Á upptöku af fundinum má meðal annars heyra að nokkrir gestanna kölluðu: „Falastin bladna wal yahud klabna,“ en það þýðir: „Palestína er landið okkar og Gyðingarnir eru hundarnir okkar.“13,14 Þetta slagorð var ekki fundið upp á staðnum, heldur er þetta þekkt slagorð meðal ákveðinna andstæðinga Ísraels. Notkun orðsins yahud – „Gyðingur“ – í niðrandi merkingu er því miður nokkuð algeng og hún ratar af og til í vestræna fjölmiðla. Orðið var ítrekað þýtt sem „Ísraeli“ í enskum texta sjónvarpsþáttar um Gazasvæðið sem var sýndur á BBC í fyrra, líklega í tilraun til að „milda“ hatursorðræðuna.15 Reyndar hefur BBC farið um víðan völl þegar kemur að því að taka afstöðu gegn Gyðingahatri, því í fyrra var gerð greinargóð úttekt á uppgangi þess í breska verkamannaflokknum í þáttaröðinni Panorama. Eftir að Jeremy Corbyn tók við formannsstöðu breska verkamannaflokksins færðist Gyðingahatur í aukana innan flokksins. Fjöldi fólks fann sig knúinn til að segja skilið við flokkinn í kjölfarið.16 Dæmin hér á undan bera vitni um uggvænlega þróun. Af einhverri ástæðu virðast sumir vera tregari til að fordæma opinbera tjáningu Gyðingahaturs heldur en aðra fordómafulla hegðun. Það væri miður ef Gyðingahatri væri leyft að ná fótfestu í hópum sem annars hafa barist fyrir góðum og gildum málstað. Sjón er sögu ríkari Gríðarlegt magn hatursskrifa gegn Gyðingum hefur safnast upp í gegn um aldirnar og er sarpurinn orðinn svo stór að hann gæti séð fólki ævilangt fyrir lesefni. Vera má að einhverjir kjósi einfaldlega að standa á hliðarlínunni því þeir treysti sér ekki til þess að leggja mat á upplýsingarnar. En það er ekki þar með sagt að það sé ómögulegt að skera úr um áreiðanleika þeirra. Óhætt er að fullyrða að hver sú heimild sem heldur á lofti einhverri af fyrrnefndum samsæriskenningum eða rangfærslum er ekki traustsins verð. En heimildaöflun er ekki eina leiðin til að komast að hinu sanna í málinu. Önnur möguleg leið væri einfaldlega að ferðast til Ísraels (þegar ferðatakmörkunum hefur loks verið aflétt) og kynna sér mannlífið þar. Hvergi í heiminum búa hlutfallslega fleiri Gyðingar, og þar er óhjákvæmilegt að sjá að þeir eru af öllum toga – fátækir og ríkir, hægrisinnaðir og vinstrisinnaðir, trúaðir og trúlausir – rétt eins og fólk er alls staðar annars staðar. Fordómafullar og afbakaðar staðalmyndir eru fljótar að missa mátt sinn undir þeim kringumstæðum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 Levy, Richard S; Antisemitism: A Historical Encyclopedia of Prejudice and Persecution; ABC-CLIO, 2005; bls. 9; bls. 178 2 https://www.washingtonpost.com/news/worldviews/wp/2018/04/11/resurgent-traditional-antisemitism-behind-corrosion-of-jewish-life-report-warns/ 3 Tucker, Spencer C; Middle East Conflicts from Ancient Egypt to the 21st Century: An Encyclopedia and Document Collection, Vol. III; ABC-CLIO, 2019; bls. 1462 4 Horbury, William; Jewish War under Trajan and Hadrian; Cambridge University Press, 2014; bls. 10-19 5 https://katz.sas.upenn.edu/resources/blog/what-do-you-know-dhimmi-jewish-legal-status-under-muslim-rule 6 Levy, Richard S; Antisemitism: A Historical Encyclopedia of Prejudice and Persecution; ABC-CLIO, 2005; bls. xxx-xxxi (formáli) 7 https://www.britannica.com/topic/Protocols-of-the-Elders-of-Zion 8 Fritze, Ronald H; Invented Knowledge: False History, Fake Science and Pseudo-religions; Reaktion Books, 2009; bls. 128-129 9 Lamy, Philip; Millennium Rage: Survivalists, White Supremacists, and the Doomsday Prophecy; Springer, 2011; bls. 131 10 Moore, John Harwell (ritstjóri); Encyclopedia of Race and Racism, Vol. 3; Thomson Gale, 2008; bls. 100 11 https://yle.fi/uutiset/osasto/news/turku_synagogue_vandalised_on_holocaust_remembrance_day/11177638 12 https://momentmag.com/anti-semitism-monitor-2020/ 13 https://globalnews.ca/news/7160399/anti-semitic-chant-mississauga-rally/ 14 https://twitter.com/CIJAinfo/status/1280930877925732353 15 https://www.washingtonexaminer.com/opinion/bbc-defends-decision-to-cover-up-anti-semitism-in-gaza-documentary 16 https://www.youtube.com/watch?v=Z4Qq_M_0RaE
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun