Klopp segir Lampard verða að læra og frábiður sér tal um hroka Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 12:45 Jürgen Klopp var ekki ánægður með hvernig Frank Lampard lét á miðvikudaginn. VÍSIR/GETTY Það virðist anda frekar köldu á milli knattspyrnustjóra Chelsea og Liverpool eftir rimmu liðanna í vikunni þar sem Englandsmeistarar Liverpool unnu 5-3 sigur. Tapið þýðir að Chelsea á enn á hættu að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, fari svo að liðið tapi gegn Wolves á morgun en Leicester nái í stig gegn Manchester United. Eftir leikinn á miðvikudag sakaði Frank Lampard þjálfarateymi Liverpool um að hafa sýnt sér hroka, og hann stóð við þær fullyrðingar á fréttamannafundi í gær. Hann kvaðst þó sjá eftir því að hafa látið ljót orð falla á meðan á leik stóð, en það náðist á myndband þegar Lampard sagði Liverpool-mönnum ítrekað að fara til fjandans (e. fuck off). „Menn geta ekki slengt einhverju svona framan í mig – eða mitt þjálfarateymi – því við erum ekki hrokafullir,“ sagði Jürgen Klopp en reiði Lampards virtist að miklu leyti beinast að Pepijn Lijnders, aðstoðarmanni Klopp hjá Liverpool. „Keppnisskapið var mikið hjá Klopp og ég ber virðingu fyrir því. Hvað mig varðar mega menn segja nánast hvað sem er þegar staðan er þannig. En þegar leiknum lýkur þá á þessu að ljúka alveg. Ég hef sagt margt í gegnum tíðina vegna þess að tilfinningarnar eru svo miklar. Hann kom hingað til að ná í stig og tryggja sig í Meistaradeild Evrópu. Ég ber mikla virðingu fyrir því.“ „En hann verður að læra að þegar lokaflautið gellur þá er þetta búið, en þannig var það ekki hjá honum. Að tala svona eftir leik er ekki í lagi. Frank verður að læra. Hann hefur mikinn tíma til að læra því hann er ungur þjálfari. En hann verður að læra. Þegar á leik stendur falla orð, og það er ekkert vandamál, en allt það sem hann sagði eftir lokaflautið… við erum ekki hrokafullir. Við erum í raun andstæðan við það að vera hrokafullir á svona stundu,“ sagði Klopp. Of langt gengið að glotta lengi til manns Lampard virtist aðallega skjóta á Lijnders þegar hann ræddi málið í gær. „Ég tel að hroki sé mikilvægur hæfileiki þegar maður tekst á við fótbolta sem leikmaður, og sem knattspyrnustjóri. Það eru heilmiklar væntingar í kringum mann og ef maður er ekki með ákveðið mikinn hroka þá hefur það neikvæð áhrif á mann.“ „Þegar maður talar um hroka þá tengist það virðingu. Mér fannst „bekkurinn“ hjá Liverpool, eða sérstaklega einn maður, fara langt yfir strikið og vera hrokafullur gagnvart mér.“ „Hver er línan? Margir stjórar kalla eftir ákvörðunum dómara og geta haft rétt eða rangt fyrir sér. Síðan tala þeir við hvorn annan. En þegar menn stökkva upp af bekknum og vilja tala beint við mann, og glotta svo í góða stund, þá finnst mér þeir fara yfir strikið,“ sagði Lampard. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00 Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Það virðist anda frekar köldu á milli knattspyrnustjóra Chelsea og Liverpool eftir rimmu liðanna í vikunni þar sem Englandsmeistarar Liverpool unnu 5-3 sigur. Tapið þýðir að Chelsea á enn á hættu að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, fari svo að liðið tapi gegn Wolves á morgun en Leicester nái í stig gegn Manchester United. Eftir leikinn á miðvikudag sakaði Frank Lampard þjálfarateymi Liverpool um að hafa sýnt sér hroka, og hann stóð við þær fullyrðingar á fréttamannafundi í gær. Hann kvaðst þó sjá eftir því að hafa látið ljót orð falla á meðan á leik stóð, en það náðist á myndband þegar Lampard sagði Liverpool-mönnum ítrekað að fara til fjandans (e. fuck off). „Menn geta ekki slengt einhverju svona framan í mig – eða mitt þjálfarateymi – því við erum ekki hrokafullir,“ sagði Jürgen Klopp en reiði Lampards virtist að miklu leyti beinast að Pepijn Lijnders, aðstoðarmanni Klopp hjá Liverpool. „Keppnisskapið var mikið hjá Klopp og ég ber virðingu fyrir því. Hvað mig varðar mega menn segja nánast hvað sem er þegar staðan er þannig. En þegar leiknum lýkur þá á þessu að ljúka alveg. Ég hef sagt margt í gegnum tíðina vegna þess að tilfinningarnar eru svo miklar. Hann kom hingað til að ná í stig og tryggja sig í Meistaradeild Evrópu. Ég ber mikla virðingu fyrir því.“ „En hann verður að læra að þegar lokaflautið gellur þá er þetta búið, en þannig var það ekki hjá honum. Að tala svona eftir leik er ekki í lagi. Frank verður að læra. Hann hefur mikinn tíma til að læra því hann er ungur þjálfari. En hann verður að læra. Þegar á leik stendur falla orð, og það er ekkert vandamál, en allt það sem hann sagði eftir lokaflautið… við erum ekki hrokafullir. Við erum í raun andstæðan við það að vera hrokafullir á svona stundu,“ sagði Klopp. Of langt gengið að glotta lengi til manns Lampard virtist aðallega skjóta á Lijnders þegar hann ræddi málið í gær. „Ég tel að hroki sé mikilvægur hæfileiki þegar maður tekst á við fótbolta sem leikmaður, og sem knattspyrnustjóri. Það eru heilmiklar væntingar í kringum mann og ef maður er ekki með ákveðið mikinn hroka þá hefur það neikvæð áhrif á mann.“ „Þegar maður talar um hroka þá tengist það virðingu. Mér fannst „bekkurinn“ hjá Liverpool, eða sérstaklega einn maður, fara langt yfir strikið og vera hrokafullur gagnvart mér.“ „Hver er línan? Margir stjórar kalla eftir ákvörðunum dómara og geta haft rétt eða rangt fyrir sér. Síðan tala þeir við hvorn annan. En þegar menn stökkva upp af bekknum og vilja tala beint við mann, og glotta svo í góða stund, þá finnst mér þeir fara yfir strikið,“ sagði Lampard.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00 Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00
Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00