Reina fór mikinn er Aston Villa hélt sér uppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 11:00 Það brutust út mikil fagnaðarlæti er lokaflautið gall. James Griffiths/Getty Images Aston Villa gerði 1-1 jafntefli við West Ham United í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar. Með því hélt liðið sér upp í deild þeirra bestu en liðið endaði með stigi meira en Bournemouth sem féll. Raunar hefði liðin átt að vera með jafn mörg stig en Aston Villa fékk ótrúlegt stig gegn Sheffield United í fyrsta leiknum eftir að deildin hófst að nýju sökum kórónufaraldursins. Þá greip Ørjan Håskjold Nyland, markvörður liðsins, boltann en fór með hann yfir marklínuna. Það hafði gleymst að kveikja á marklínutækninni og dómarar leiksins sáu ekki atvikið nægilega vel. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og segja má að það stig hafi haldið Aston Villa uppi. Reyndar var liðið með betri markatölu en Bournemouth en aðeins munaði einu marki á liðunum. Það virtist þó sem þetta stig myndi ekki spila stóran þátt en liðið var í fallsæti þegar aðeins fjórar umferðir voru eftir. Þá hafði liðið tapað fjórum af síðustu fimm leikjum og ekki unnið leik síðan 21. janúar. Í síðustu fjórum leikjum Aston Villa gekk hins vegar allt upp en liðið vann Crystal Palace og Arsenal ásamt því að gera jafntefli við Everton og West Ham United. Þegar leikurinn í gær var flautaður af braust út mikil gleði eins og má sjá á myndinni hér að ofan og hefur hann eflaust haldið áfram fram á rauða nótt. Pepe Reina, sem var fenginn til að leysa hinn meidda Tom Heaton af hólmi, skemmti sér allavega konunglega eins og myndbandið hér að neðan sýnir. Eflaust hafa stuðningsmenn Aston Villa á Íslandi stigið svipaðan dans. #avfc pic.twitter.com/9MOJOxrUw5— No Context AVFC (@NoContextAVFC_) July 26, 2020 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Aston Villa gerði 1-1 jafntefli við West Ham United í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar. Með því hélt liðið sér upp í deild þeirra bestu en liðið endaði með stigi meira en Bournemouth sem féll. Raunar hefði liðin átt að vera með jafn mörg stig en Aston Villa fékk ótrúlegt stig gegn Sheffield United í fyrsta leiknum eftir að deildin hófst að nýju sökum kórónufaraldursins. Þá greip Ørjan Håskjold Nyland, markvörður liðsins, boltann en fór með hann yfir marklínuna. Það hafði gleymst að kveikja á marklínutækninni og dómarar leiksins sáu ekki atvikið nægilega vel. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og segja má að það stig hafi haldið Aston Villa uppi. Reyndar var liðið með betri markatölu en Bournemouth en aðeins munaði einu marki á liðunum. Það virtist þó sem þetta stig myndi ekki spila stóran þátt en liðið var í fallsæti þegar aðeins fjórar umferðir voru eftir. Þá hafði liðið tapað fjórum af síðustu fimm leikjum og ekki unnið leik síðan 21. janúar. Í síðustu fjórum leikjum Aston Villa gekk hins vegar allt upp en liðið vann Crystal Palace og Arsenal ásamt því að gera jafntefli við Everton og West Ham United. Þegar leikurinn í gær var flautaður af braust út mikil gleði eins og má sjá á myndinni hér að ofan og hefur hann eflaust haldið áfram fram á rauða nótt. Pepe Reina, sem var fenginn til að leysa hinn meidda Tom Heaton af hólmi, skemmti sér allavega konunglega eins og myndbandið hér að neðan sýnir. Eflaust hafa stuðningsmenn Aston Villa á Íslandi stigið svipaðan dans. #avfc pic.twitter.com/9MOJOxrUw5— No Context AVFC (@NoContextAVFC_) July 26, 2020
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira