Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, gæti verið frá í allt að fjórar vikur vegna kinnsbeinsbrot en þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld.
Hólmfríður meiddist á æfingu Selfoss á sunnudaginn en landsliðskonan fyrrverandi er einn mikilvægasti hlekkurinn í liði bikarmeistarana.
„Ég hitti bæklunarlækni á morgun en ég held að þetta verði allavega fjórar vikur,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi í dag.
„Beinið þarf allt að gróa en ég fæ að vita meira eftir læknisskoðunina á morgun,“ sagði svekkt Hólmfríður.
Selfoss var fyrir leik kvöldsins gegn ÍBV með tíu stig eftir sex leiki en Selfyssingar leiða 2-0 í Eyjum er þetta er skrifað.
Hólmfríður skoraði sjö mörk í fjórtán leikjum á síðustu leiktíð en hefur ekki komist á blað í fyrstu fimm leikjunum í ár.