Henry lagði Guðlaug Victor í einelti en bauð honum svo í heimsókn Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 11:30 Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu mótsleikjum, sem hægri bakvörður. Hér er hann á ferðinni gegn Andorra. VÍSIR/VILHELM Guðlaugur Victor Pálsson reif eitt sinn kjaft við knattspyrnugoðsögnina Thierry Henry þegar þeir voru liðsfélagar í New York. Frakkinn lagði Victor í einelti vikurnar á eftir. Guðlaugur Victor segir frá þessu í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar ræddu þeir meðal annars um þættina The Last Dance á Netflix, og hugarfar Michael Jordan sem minnti Guðlaug Victor um margt á Henry og árið sem þeir léku saman 2012. „Maður hugsaði oft bara; hvernig nennirðu að vera svona? Þú ert kominn til New York 35 ára gamall, einn besti „striker“ frá upphafi, búinn að vinna allt, hvernig nennirðu að vera svona,“ segir Guðlaugur Victor og á þá við hversu brjálaður Henry var á hverri einustu æfingu. Íslenski landsliðsmaðurinn ætlaði einu sinni að láta Henry heyra það, en fékk að finna fyrir því að það væri ekki góð ákvörðun. Í tvær vikur var ég fórnarlambið hans „Ég svaraði honum einu sinni og hann lét mig finna fyrir því í tvær vikur á eftir. Alltaf þegar ég var með boltann þá reyndi hann að tækla mig upp í hné – hann tók mig af lífi. Í þessar tvær vikur var ég „victim-ið“ hans. Hann tók mig alltaf fyrir; í hvaða fötum ég var, hvað ég gerði á æfingum og fleira. Hann rústaði mér,“ segir Guðlaugur Victor, sem segist þó hafa átt það skilið hvernig Henry lét. Eftir að Henry hafði kennt Guðlaugi Victori sína lexíu bauð hann honum heim til sín að horfa á vináttuleik Íslands og Frakklands sem fór fram á þessum tíma. Hann kveðst þó ekki vita hvort það hafi verið vegna þess hvernig Henry hafði látið vikurnar á undan. „Hann býður mér heim til sín að horfa á leikinn, þannig að við vorum bara tveir saman að horfa á Ísland - Frakkland... og mér fannst þetta náttúrulega geggjað að fá að vera þarna með honum að horfa á leikinn.... Hann lét mig læra „the hard way“, en ég átti það líka skilið. Þessar tvær vikur voru alveg eftirminnilegar.“ Guðlaugur Victor, sem fékk samning hjá Liverpool aðeins 17 ára gamall, fer yfir víðan völl í þættinum en hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan. MLS Fótbolti Vinnustaðamenning Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson reif eitt sinn kjaft við knattspyrnugoðsögnina Thierry Henry þegar þeir voru liðsfélagar í New York. Frakkinn lagði Victor í einelti vikurnar á eftir. Guðlaugur Victor segir frá þessu í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar ræddu þeir meðal annars um þættina The Last Dance á Netflix, og hugarfar Michael Jordan sem minnti Guðlaug Victor um margt á Henry og árið sem þeir léku saman 2012. „Maður hugsaði oft bara; hvernig nennirðu að vera svona? Þú ert kominn til New York 35 ára gamall, einn besti „striker“ frá upphafi, búinn að vinna allt, hvernig nennirðu að vera svona,“ segir Guðlaugur Victor og á þá við hversu brjálaður Henry var á hverri einustu æfingu. Íslenski landsliðsmaðurinn ætlaði einu sinni að láta Henry heyra það, en fékk að finna fyrir því að það væri ekki góð ákvörðun. Í tvær vikur var ég fórnarlambið hans „Ég svaraði honum einu sinni og hann lét mig finna fyrir því í tvær vikur á eftir. Alltaf þegar ég var með boltann þá reyndi hann að tækla mig upp í hné – hann tók mig af lífi. Í þessar tvær vikur var ég „victim-ið“ hans. Hann tók mig alltaf fyrir; í hvaða fötum ég var, hvað ég gerði á æfingum og fleira. Hann rústaði mér,“ segir Guðlaugur Victor, sem segist þó hafa átt það skilið hvernig Henry lét. Eftir að Henry hafði kennt Guðlaugi Victori sína lexíu bauð hann honum heim til sín að horfa á vináttuleik Íslands og Frakklands sem fór fram á þessum tíma. Hann kveðst þó ekki vita hvort það hafi verið vegna þess hvernig Henry hafði látið vikurnar á undan. „Hann býður mér heim til sín að horfa á leikinn, þannig að við vorum bara tveir saman að horfa á Ísland - Frakkland... og mér fannst þetta náttúrulega geggjað að fá að vera þarna með honum að horfa á leikinn.... Hann lét mig læra „the hard way“, en ég átti það líka skilið. Þessar tvær vikur voru alveg eftirminnilegar.“ Guðlaugur Victor, sem fékk samning hjá Liverpool aðeins 17 ára gamall, fer yfir víðan völl í þættinum en hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
MLS Fótbolti Vinnustaðamenning Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira