Hertar aðgerðir koma illa niður á tónlistarfólki og skemmtistöðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 21:30 Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar segir stöðuna leiðinlega en treystir stjórnvöldum. ARNAR HALLDÓRSSON Allar línur hafa verið rauðglóandi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar eftir að tíðindi bárust um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Félagsmenn eru áhyggjufullir, sérstaklega þeir sem eru með starfsemi á landsbyggðinni. „Það eru náttúrulega vonbrigði að það hafi þurft að grípa til svona harðra aðgerða sérstaklega þetta snemma. Ég átti nú kannski von á því að til þess myndi koma í haust en þetta er fyrr en við áttum von á,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Hann telur að mikil röskun verði á starfsemi veitinga- og skemmtistaða og að takmarkanir munu valda fjárhagslegu tjóni þar. „Þetta eykur á vanda fyrirtækja að því leyti og mun þá ekki hjálpa til við það að fólk verði endurráðið eða takist að halda störfunum,“ sagði Jóhannes. Steinþór Einarsson er skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.ARNAR HALLDÓRSSON Takmarka þarf fjölda fólks í sundlaugar frá og með hádegi á morgun. Sóttvarnir verða efldar og hugsanlega verður einhverjum heitum pottum lokað. „Þegar mestu takmarkanirnar voru þá tókum við úr umferð annan hvern skáp og það er líklega það sem við þurfum að gera í fyrstu en við sjáum til,“ sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag, en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju.STÖÐ2 „Þetta er búið að vera alveg hrikalega erfitt og ekki neitt öryggisnet fyrir þennan hóp þannig hljóðið er þungt,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar. Hefðir þú viljað sjá annars konar aðgerðir? „Ég er ekki dómbær á það. Ég treysti sóttvarnarlækni alveg hundrað prósent og ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisráðherra og stjórnvöldum almennt í þessu máli. Það er búið að gera ýmsar tilraunir í þessu máli, það gengur ekkert alltaf allt upp en ég treysti þessu fólki,“ Sagði Ásgeir. Tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem átti að fara fram um helgina, hefur verið aflýst. „Við vorum búin að selja 80% af miðunum sem er gott þannig það gekk ótrúlega vel að skipuleggja innipúkann og mikil stemning alveg þangað til klukkan ellefu í morgun,“ sagði Ásgeir. Þeir sem áttu miða á hátíðina geta farið fram á endurgreiðslu. „Eða óski þeir þess ekki þá rennur öll sú innkoma beint til þeirra listamanna sem áttu að koma fram,“ sagði Ásgeir. Innipúkinn fer ekki fram í ár.Mynd/Brynjar Snær Kom ekki til greina að takmarka tónleikana við hundrað manns og skylda fólk til að bera grímur? „Nei það myndi ekki borga sig. Þá hefðum við skipuleggjendur þurft að borga þann brúsa. Auk þess beindi Víðir því til okkar skipuleggjenda að vera ekki í því að hólfa svæðið niður eða slíkt. Þannig að okkar ábyrgð er að aflýsa strax og vera ekkert í neinum leikjum um hópamyndun,“ sagði Ásgeir. Hann hvetur fólk til að styðja við bakið á listamönnum á tímum sem þessum. „Ég hvet mína þjóð til að kaupa íslenska tónlist, lesa íslensk ritverk. Kaupa íslenska myndlist og grafík. Það er kominn tími til að við styðjum almennilega við okkar fólk.“ „Þessir listamenn eru það dýrmætasta sem við eigum og það er enginn sérstakur tilgangur í því að lækna og mennta „kúltúrlausa“ þjóð,“ sagði Ásgeir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Allar línur hafa verið rauðglóandi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar eftir að tíðindi bárust um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Félagsmenn eru áhyggjufullir, sérstaklega þeir sem eru með starfsemi á landsbyggðinni. „Það eru náttúrulega vonbrigði að það hafi þurft að grípa til svona harðra aðgerða sérstaklega þetta snemma. Ég átti nú kannski von á því að til þess myndi koma í haust en þetta er fyrr en við áttum von á,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Hann telur að mikil röskun verði á starfsemi veitinga- og skemmtistaða og að takmarkanir munu valda fjárhagslegu tjóni þar. „Þetta eykur á vanda fyrirtækja að því leyti og mun þá ekki hjálpa til við það að fólk verði endurráðið eða takist að halda störfunum,“ sagði Jóhannes. Steinþór Einarsson er skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.ARNAR HALLDÓRSSON Takmarka þarf fjölda fólks í sundlaugar frá og með hádegi á morgun. Sóttvarnir verða efldar og hugsanlega verður einhverjum heitum pottum lokað. „Þegar mestu takmarkanirnar voru þá tókum við úr umferð annan hvern skáp og það er líklega það sem við þurfum að gera í fyrstu en við sjáum til,“ sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag, en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju.STÖÐ2 „Þetta er búið að vera alveg hrikalega erfitt og ekki neitt öryggisnet fyrir þennan hóp þannig hljóðið er þungt,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar. Hefðir þú viljað sjá annars konar aðgerðir? „Ég er ekki dómbær á það. Ég treysti sóttvarnarlækni alveg hundrað prósent og ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisráðherra og stjórnvöldum almennt í þessu máli. Það er búið að gera ýmsar tilraunir í þessu máli, það gengur ekkert alltaf allt upp en ég treysti þessu fólki,“ Sagði Ásgeir. Tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem átti að fara fram um helgina, hefur verið aflýst. „Við vorum búin að selja 80% af miðunum sem er gott þannig það gekk ótrúlega vel að skipuleggja innipúkann og mikil stemning alveg þangað til klukkan ellefu í morgun,“ sagði Ásgeir. Þeir sem áttu miða á hátíðina geta farið fram á endurgreiðslu. „Eða óski þeir þess ekki þá rennur öll sú innkoma beint til þeirra listamanna sem áttu að koma fram,“ sagði Ásgeir. Innipúkinn fer ekki fram í ár.Mynd/Brynjar Snær Kom ekki til greina að takmarka tónleikana við hundrað manns og skylda fólk til að bera grímur? „Nei það myndi ekki borga sig. Þá hefðum við skipuleggjendur þurft að borga þann brúsa. Auk þess beindi Víðir því til okkar skipuleggjenda að vera ekki í því að hólfa svæðið niður eða slíkt. Þannig að okkar ábyrgð er að aflýsa strax og vera ekkert í neinum leikjum um hópamyndun,“ sagði Ásgeir. Hann hvetur fólk til að styðja við bakið á listamönnum á tímum sem þessum. „Ég hvet mína þjóð til að kaupa íslenska tónlist, lesa íslensk ritverk. Kaupa íslenska myndlist og grafík. Það er kominn tími til að við styðjum almennilega við okkar fólk.“ „Þessir listamenn eru það dýrmætasta sem við eigum og það er enginn sérstakur tilgangur í því að lækna og mennta „kúltúrlausa“ þjóð,“ sagði Ásgeir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira