LeBron tryggði sigur í toppslagnum þegar NBA hófst að nýju Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 07:30 LeBron James á ferðinni gegn LA Clippers í nótt. VÍSIR/GETTY Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. LeBron James gerði gæfumuninn fyrir LA Lakers í lokin á toppslagnum við LA Clippers sem Lakers unnu 103-101. James skoraði síðustu stig Lakers eftir að hafa náð frákastinu eftir eigin skot, og stóð svo vörnina vel í lokasókn Clippers sem endaði með erfiðu skoti Paul George. Anthony Davis var þó atkvæðamestur hjá Lakers með 34 stig en James og Dwight Howard skoruðu 16 stig hvor. James tók auk þess 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 28 stig. Alls eru 22 lið mætt til Disney World og mun hvert þeirra leika átta leiki áður en að 16 liða úrslitakeppni hefst. Fjögur sæti eru enn laus í úrslitakeppninni. Lakers hefur svo gott sem tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar eftir sigurinn í nótt en liðið er með 50 sigra og eru Clippers í 2. sæti með 44 sigra. Leikmenn og þjálfarar krupu á hné Það hefur mikið gengið á frá því að spilað var síðast í NBA-deildinni og auk kórónuveirufaraldursins hefur Black Lives Matter hreyfingin verið áberandi. Leikmenn og þjálfarar létu ekki sitt eftir liggja í nótt og sýndu meðal annars samstöðu með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik. Leikmenn sýndu stuðning við Black Lives Matter hreyfinguna.VÍSIR/GETTY Engir áhorfendur voru á leikjunum og leikmenn þurfa að hlíta ströngum reglum til að fyrirbyggja að upp komi smit hjá einhverju liðanna. Williamson með á ný en lokaskot Ingram geigaði Í hinum leik næturinnar vann Utah Jazz 106-104 sigur á New Orleans Pelicans sem tefldi á ný fram Zion Williamson en hann spilaði 15 mínútur og skoraði 13 stig. Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Jazz með 23 stig Pelicans glutruðu niður 16 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Brandon Ingram fékk tækifæri til að tryggja þeim sigur með flautukörfu. Boltinn rúllaði á hringnum en fór ekki ofan í. Körfubolti NBA Black Lives Matter Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. LeBron James gerði gæfumuninn fyrir LA Lakers í lokin á toppslagnum við LA Clippers sem Lakers unnu 103-101. James skoraði síðustu stig Lakers eftir að hafa náð frákastinu eftir eigin skot, og stóð svo vörnina vel í lokasókn Clippers sem endaði með erfiðu skoti Paul George. Anthony Davis var þó atkvæðamestur hjá Lakers með 34 stig en James og Dwight Howard skoruðu 16 stig hvor. James tók auk þess 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 28 stig. Alls eru 22 lið mætt til Disney World og mun hvert þeirra leika átta leiki áður en að 16 liða úrslitakeppni hefst. Fjögur sæti eru enn laus í úrslitakeppninni. Lakers hefur svo gott sem tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar eftir sigurinn í nótt en liðið er með 50 sigra og eru Clippers í 2. sæti með 44 sigra. Leikmenn og þjálfarar krupu á hné Það hefur mikið gengið á frá því að spilað var síðast í NBA-deildinni og auk kórónuveirufaraldursins hefur Black Lives Matter hreyfingin verið áberandi. Leikmenn og þjálfarar létu ekki sitt eftir liggja í nótt og sýndu meðal annars samstöðu með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik. Leikmenn sýndu stuðning við Black Lives Matter hreyfinguna.VÍSIR/GETTY Engir áhorfendur voru á leikjunum og leikmenn þurfa að hlíta ströngum reglum til að fyrirbyggja að upp komi smit hjá einhverju liðanna. Williamson með á ný en lokaskot Ingram geigaði Í hinum leik næturinnar vann Utah Jazz 106-104 sigur á New Orleans Pelicans sem tefldi á ný fram Zion Williamson en hann spilaði 15 mínútur og skoraði 13 stig. Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Jazz með 23 stig Pelicans glutruðu niður 16 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Brandon Ingram fékk tækifæri til að tryggja þeim sigur með flautukörfu. Boltinn rúllaði á hringnum en fór ekki ofan í.
Körfubolti NBA Black Lives Matter Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira