Zlatan segist vera eins og Benjamin Button nema að einu leyti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 22:30 Zlatan Ibrahimovic verður væntanlega áfram hjá AC Milan. getty/Stefano Guidi Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, segist vera eins og Benjamin Button, persónan sem eldist aftur á bak. Svíinn segir að einn stór munur sé þó á sér og persónunni sem kom fyrst fram í smásögu F. Scotts Fitzgerald sem var svo færð á hvíta tjaldið 2008. Brad Pitt fór þar með hlutverk Buttons. „Ég er eins og Benjamin Button, nema ég hef alltaf verið ungur, aldrei gamall,“ sagði Zlatan við sjónvarpsstöð Milan. Þrátt fyrir að vera á 39. aldursári er Zlatan enn í fullu fjöri og sýndi það svo sannarlega í leik Milan og Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 1-4 sigri Milan. Zlatan hefur skorað 50 deildarmörk í búningi Milan. Hann er eini leikmaðurinn sem hefur skorað 50 mörk eða fleiri fyrir bæði stóru liðin í Mílanó, Inter og AC Milan. Zlatan kom aftur til Milan um áramótin. Hann lék áður með liðinu á árunum 2010-12 og varð ítalskur meistari með því 2011. Á þessu tímabili hefur Zlatan skorað níu mörk og gefið fimm stoðsendingar í sautján deildarleikjum. Milan vill halda Zlatan og samkvæmt Gazzetta dello Sport hefur félagið boðið honum eins árs samning með möguleika á árs framlengingu. Milan, sem er taplaust eftir að keppni hófst á ný í síðasta mánuði, tekur á móti Cagliari í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar annað kvöld. Sama hvernig leikurinn fer er ljóst að Milan endar í 6. sæti. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, segist vera eins og Benjamin Button, persónan sem eldist aftur á bak. Svíinn segir að einn stór munur sé þó á sér og persónunni sem kom fyrst fram í smásögu F. Scotts Fitzgerald sem var svo færð á hvíta tjaldið 2008. Brad Pitt fór þar með hlutverk Buttons. „Ég er eins og Benjamin Button, nema ég hef alltaf verið ungur, aldrei gamall,“ sagði Zlatan við sjónvarpsstöð Milan. Þrátt fyrir að vera á 39. aldursári er Zlatan enn í fullu fjöri og sýndi það svo sannarlega í leik Milan og Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 1-4 sigri Milan. Zlatan hefur skorað 50 deildarmörk í búningi Milan. Hann er eini leikmaðurinn sem hefur skorað 50 mörk eða fleiri fyrir bæði stóru liðin í Mílanó, Inter og AC Milan. Zlatan kom aftur til Milan um áramótin. Hann lék áður með liðinu á árunum 2010-12 og varð ítalskur meistari með því 2011. Á þessu tímabili hefur Zlatan skorað níu mörk og gefið fimm stoðsendingar í sautján deildarleikjum. Milan vill halda Zlatan og samkvæmt Gazzetta dello Sport hefur félagið boðið honum eins árs samning með möguleika á árs framlengingu. Milan, sem er taplaust eftir að keppni hófst á ný í síðasta mánuði, tekur á móti Cagliari í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar annað kvöld. Sama hvernig leikurinn fer er ljóst að Milan endar í 6. sæti.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira