Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 14:25 Kepa á bekknum gegn Wolves í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á dögunum. Craig Mercer/Getty Images Talið er að Frank Lampard ætli sér að stokka upp í leikmannahópi sínum fyrir næstu leiktíð. Fyrsti maðurinn sem virðist vera á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea er spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga en hann er dýrasti markvörður í heimi. Spánverjinn hefur hins vegar lítið heillað þau tvö ár sem hann hefur spilað í Englandi. Kepa var hvorki í marki Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins né í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef Willy Caballero stendur milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins klukkan 16:30 í dag – í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport – er ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. Caballero verður samningslaus nú þegar leiktíðinni lýkur og Lampard því að senda skýr skilaboð ef Kepa hefur leik á varamannabekknum. Talið er að Lampard hafi augastað á landa sínum Dean Henderson hjá Manchester United, sem hefur þó verið á láni hjá Sheffield United undanfarin tvö ár. David Preece – fyrrum markvörður Keflavíkur og núverandi markmannsþjálfari Östersund – telur að aðrir ódýrari kostir séu einnig í stöðunni. Hann nefnir þar André Onana, markvörð Ajax í Hollandi. Honum líður vel með boltann við fætur sér og tekur mikinn þátt í uppspili. Einnig er hann góður að hreinsa upp fyrir aftan vörnina sem er eitthvað sem Lampard gæti viljað. Talið er að Onana gæti kostað 30 milljónir punda en Chelsea pungaði út 72 milljónum punda í Kepa fyrir aðeins tveimur árum síðan. Svo ef Kepa byrjar gegn Arsenal og á stórleik þá eru mögulega allar þessar vangaveltur óþarfi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool Sjá meira
Talið er að Frank Lampard ætli sér að stokka upp í leikmannahópi sínum fyrir næstu leiktíð. Fyrsti maðurinn sem virðist vera á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea er spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga en hann er dýrasti markvörður í heimi. Spánverjinn hefur hins vegar lítið heillað þau tvö ár sem hann hefur spilað í Englandi. Kepa var hvorki í marki Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins né í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef Willy Caballero stendur milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins klukkan 16:30 í dag – í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport – er ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. Caballero verður samningslaus nú þegar leiktíðinni lýkur og Lampard því að senda skýr skilaboð ef Kepa hefur leik á varamannabekknum. Talið er að Lampard hafi augastað á landa sínum Dean Henderson hjá Manchester United, sem hefur þó verið á láni hjá Sheffield United undanfarin tvö ár. David Preece – fyrrum markvörður Keflavíkur og núverandi markmannsþjálfari Östersund – telur að aðrir ódýrari kostir séu einnig í stöðunni. Hann nefnir þar André Onana, markvörð Ajax í Hollandi. Honum líður vel með boltann við fætur sér og tekur mikinn þátt í uppspili. Einnig er hann góður að hreinsa upp fyrir aftan vörnina sem er eitthvað sem Lampard gæti viljað. Talið er að Onana gæti kostað 30 milljónir punda en Chelsea pungaði út 72 milljónum punda í Kepa fyrir aðeins tveimur árum síðan. Svo ef Kepa byrjar gegn Arsenal og á stórleik þá eru mögulega allar þessar vangaveltur óþarfi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti