Gengur um með tönnina hans Floyd Mayweather um hálsinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 13:00 Tönnin og svo mynd frá bardaga þeirra Floyd Mayweather Jr. og Marcos Maidana frá árinu 2014. Samsett mynd/Instgram&Getty/Ethan Miller Bandaríski hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather Jr. lagði boxhanskana á hilluna árið 2015 án þess að hafa tapað í hringnum og vann meðal annars alla 26 titilbardaga sína. Mayweather er því margfaldur heimsmeistari í sínum þyngdarflokki og bardagatölfræðin hans er 50-0. Floyd Mayweather vann sér líka inn gríðarlega mikinn pening á þessum sigursæla ferli hans og hann hefur líka verið óhræddur við að monta sig af tekjunum. Eitthvað af þessum peningum hefur þó farið í það að endurnýja eina af tönnunum hans ef marka má orð hnefaleikamannsins Marcos Maidana. Marcos Maidana vann nefnilega smá sigur í tapinu á móti Floyd Mayweather í hringnum fyrir sex árum síðan. Maidana sagði stoltur frá „minningargrip“ sínum frá bardaganum. "I did a terrific job. I did enough to win, but what can I say? The judges like a runner." ?? https://t.co/iWAxU7uxbi— SPORTbible (@sportbible) August 1, 2020 Marcos Maidana er 37 ára Argentínumaður sem náði á sínum tíma að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Hann mætti Floyd Mayweather tvisvar sinnum en tapaði í bæði skiptin. Kapparnir börðust í seinna skiptið í MGM Grand Arena í Las Vegas árið 2014. Floyd Mayweather náði að rota Maidana í hvorugt skiptið en vann báða bardagana á stigum. Maidana náði einum góðum króki í þriðju lotunni og það var ekki annað að sjá á endursýningunum en að Mayweather hafi þar misst eina tönn. Það fór ekki framhjá Marcos Maidana sem fann tönnina eftir bardagann og gengur nú með hana um hálsinn. Hann sagði frá þessu á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Það fylgir sögunni að Floyd Mayweather hafi neitað því eftir bardagann að hafa misst tönn við höggið og sagði líka að það hefði komið eftir að bjallan gall. „Nei hann sló ekki út neina tönn hjá mér. Alls ekki. Hann er sterkur strákur með góð högg en það er ekkert til í því að það vanti í mig eina tönn,“ var haft eftir Floyd Mayweather eftir bardagann. Marcos Maidana heldur aftur á móti öðru fram. View this post on Instagram Cuanto me dará el ratón Pérez ?@floydmayweather A post shared by Marcos "chino" Maidana (@chinomaidana.1) on Apr 10, 2020 at 12:14am PDT Box Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Sjá meira
Bandaríski hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather Jr. lagði boxhanskana á hilluna árið 2015 án þess að hafa tapað í hringnum og vann meðal annars alla 26 titilbardaga sína. Mayweather er því margfaldur heimsmeistari í sínum þyngdarflokki og bardagatölfræðin hans er 50-0. Floyd Mayweather vann sér líka inn gríðarlega mikinn pening á þessum sigursæla ferli hans og hann hefur líka verið óhræddur við að monta sig af tekjunum. Eitthvað af þessum peningum hefur þó farið í það að endurnýja eina af tönnunum hans ef marka má orð hnefaleikamannsins Marcos Maidana. Marcos Maidana vann nefnilega smá sigur í tapinu á móti Floyd Mayweather í hringnum fyrir sex árum síðan. Maidana sagði stoltur frá „minningargrip“ sínum frá bardaganum. "I did a terrific job. I did enough to win, but what can I say? The judges like a runner." ?? https://t.co/iWAxU7uxbi— SPORTbible (@sportbible) August 1, 2020 Marcos Maidana er 37 ára Argentínumaður sem náði á sínum tíma að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Hann mætti Floyd Mayweather tvisvar sinnum en tapaði í bæði skiptin. Kapparnir börðust í seinna skiptið í MGM Grand Arena í Las Vegas árið 2014. Floyd Mayweather náði að rota Maidana í hvorugt skiptið en vann báða bardagana á stigum. Maidana náði einum góðum króki í þriðju lotunni og það var ekki annað að sjá á endursýningunum en að Mayweather hafi þar misst eina tönn. Það fór ekki framhjá Marcos Maidana sem fann tönnina eftir bardagann og gengur nú með hana um hálsinn. Hann sagði frá þessu á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Það fylgir sögunni að Floyd Mayweather hafi neitað því eftir bardagann að hafa misst tönn við höggið og sagði líka að það hefði komið eftir að bjallan gall. „Nei hann sló ekki út neina tönn hjá mér. Alls ekki. Hann er sterkur strákur með góð högg en það er ekkert til í því að það vanti í mig eina tönn,“ var haft eftir Floyd Mayweather eftir bardagann. Marcos Maidana heldur aftur á móti öðru fram. View this post on Instagram Cuanto me dará el ratón Pérez ?@floydmayweather A post shared by Marcos "chino" Maidana (@chinomaidana.1) on Apr 10, 2020 at 12:14am PDT
Box Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða