Hvert einasta mark Alexis Sanchez kostaði United meira en milljarð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 14:30 Alexis Sanchez fékk ótrúleg laun hjá Manchester United en brást félaginu algjörlega inn á vellinum. Getty/Matthew Peters Það er erfitt að finna verri félagsskipti í sögu Manchester United en þegar félagið fékk til sín Alexis Sanchez fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Manchester United taldi sig vera að fá stórstjörnu framtíðarinnar þegar liðið skipti við Arsenal á Alexis Sanchez og Henrikh Mkhitaryan í janúar 2018. Alexis Sanchez hafði farið á kostum í mörg ár með Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni og var ein af stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann fann sig aftur á móti aldrei í búningi Manchester United, glímdi við meiðsli og var mjög ósannfærandi þegar hann spilaði. Alexis Sanchez gekk illa að vinna sér sæti í liðinu og var á endanum ýtt til hliðar. Hann fór síðan á láni til Internazionale sem fékk hann síðan á frjálsri sölu í dag. Þessi mistök að fá Alexis Sanchez voru allt annað en ódýr fyrir Manchester United eins og sést vel hér fyrir neðan. Alexis Sanchez's United career:Per goal: £6.12MPer assist: £3.4MPer game: £680K pic.twitter.com/RMkcbqnYzo— B/R Football (@brfootball) August 6, 2020 Alexis Sanchez fékk nefnilega fjögurra og hálfs árs samning við Manchester United og var að fá 400 þúsund pund í laun á viku sem gerir meira en 71 milljón íslenskra króna á sjö daga fresti. Alexis Sanchez lék alls 45 leiki fyrir Manchester United í öllum keppnum og skoraði í þeim fimm mörk. Hann var með 3 mörk í 32 leik í ensku úrvalsdeildinni. Bleacher Report lék sér að því að taka saman hversu dýrt hvert mark, hver stoðsending og hver leikur hjá Alexis Sanchez var fyrir United. Manchester United borgaði í raun 6,12 milljónir punda fyrir hvert mark, 3,4 milljónir punda fyrir hverja stoðsendingu og 680 þúsund pund fyrir hvern spilaðan leik. Hver einasti leikur Alexis Sanchez kostaði United því 121 milljón íslenska króna, hver stoðsending kostaði 606 milljónir króna og hvert mark hans fyrir Manchester United kostaði félagið milljarð og 91 milljón betur. Alexis Sanchez - PL careerFor Arsenal:60 goals in 122 PL apps24 PL goals in 16-17 (only Kane & Lukaku scored more)25 PL assists - only Ozil (39) had more for Arsenal whilst he was thereFor Man Utd:3 goals, 6 assists in 32 PL appsNo goals in final 14 PL apps (5 starts) pic.twitter.com/OQ5SMopG2i— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Það er erfitt að finna verri félagsskipti í sögu Manchester United en þegar félagið fékk til sín Alexis Sanchez fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Manchester United taldi sig vera að fá stórstjörnu framtíðarinnar þegar liðið skipti við Arsenal á Alexis Sanchez og Henrikh Mkhitaryan í janúar 2018. Alexis Sanchez hafði farið á kostum í mörg ár með Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni og var ein af stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann fann sig aftur á móti aldrei í búningi Manchester United, glímdi við meiðsli og var mjög ósannfærandi þegar hann spilaði. Alexis Sanchez gekk illa að vinna sér sæti í liðinu og var á endanum ýtt til hliðar. Hann fór síðan á láni til Internazionale sem fékk hann síðan á frjálsri sölu í dag. Þessi mistök að fá Alexis Sanchez voru allt annað en ódýr fyrir Manchester United eins og sést vel hér fyrir neðan. Alexis Sanchez's United career:Per goal: £6.12MPer assist: £3.4MPer game: £680K pic.twitter.com/RMkcbqnYzo— B/R Football (@brfootball) August 6, 2020 Alexis Sanchez fékk nefnilega fjögurra og hálfs árs samning við Manchester United og var að fá 400 þúsund pund í laun á viku sem gerir meira en 71 milljón íslenskra króna á sjö daga fresti. Alexis Sanchez lék alls 45 leiki fyrir Manchester United í öllum keppnum og skoraði í þeim fimm mörk. Hann var með 3 mörk í 32 leik í ensku úrvalsdeildinni. Bleacher Report lék sér að því að taka saman hversu dýrt hvert mark, hver stoðsending og hver leikur hjá Alexis Sanchez var fyrir United. Manchester United borgaði í raun 6,12 milljónir punda fyrir hvert mark, 3,4 milljónir punda fyrir hverja stoðsendingu og 680 þúsund pund fyrir hvern spilaðan leik. Hver einasti leikur Alexis Sanchez kostaði United því 121 milljón íslenska króna, hver stoðsending kostaði 606 milljónir króna og hvert mark hans fyrir Manchester United kostaði félagið milljarð og 91 milljón betur. Alexis Sanchez - PL careerFor Arsenal:60 goals in 122 PL apps24 PL goals in 16-17 (only Kane & Lukaku scored more)25 PL assists - only Ozil (39) had more for Arsenal whilst he was thereFor Man Utd:3 goals, 6 assists in 32 PL appsNo goals in final 14 PL apps (5 starts) pic.twitter.com/OQ5SMopG2i— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira