Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 15:31 Vel gekk að ná tökum á hópsýkingunni sem rakin er til veitingastaðar í miðbænum. Vísir/vilhelm Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. Þar greindust sex til sjö einstaklingar sem allir reyndust hafa sótt veitingastað í miðborg Reykjavíkur sama dag í júlí. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna í samtali við Vísi. „Þegar þessi hópsmit bæði voru til umfjöllunar var alltaf verið að segja að við hefðum ekki fundið uppruna þeirra. En nú erum við búin að finna staðinn þar sem fólkið [í annarri hópsýkingunni] kom saman, óskylt,“ segir Jóhann. Sá staður er, líkt og áður segir, veitingastað í miðbænum. „Og þar er einhver snertiflötur,“ segir Jóhann. Fólkið, sem allt er í yngri kantinum, var ekki allt saman á veitingstaðnum heldur kom þar í nokkrum hópum. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví vegna þessarar hópsýkingar. Þá tókst nokkuð fljótt að ná utan um sýkinguna og tryggja að hún færi ekki lengra. Faraldur kórónuveiru sækir nú í sig veðrið hér á landi. Sautján greindust með veiruna innanlands í dag og þá liggur nú einn á gjörgæslu í öndunarvél með Covid-sýkingu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að líklegt væri að gripið yrði til hertari veiruaðgerða á næstu dögum. Uppfært kl. 16:30 Samkvæmt fyrstu upplýsingum sem bárust frá almannavörnum var um bar að ræða. Við nánari eftirgrennslan er ljóst að nákvæmara sé að tala um veitingastað í þessu samhengi. Orðalag fréttarinnar hefur verið lagfært að því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Sjá meira
Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. Þar greindust sex til sjö einstaklingar sem allir reyndust hafa sótt veitingastað í miðborg Reykjavíkur sama dag í júlí. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna í samtali við Vísi. „Þegar þessi hópsmit bæði voru til umfjöllunar var alltaf verið að segja að við hefðum ekki fundið uppruna þeirra. En nú erum við búin að finna staðinn þar sem fólkið [í annarri hópsýkingunni] kom saman, óskylt,“ segir Jóhann. Sá staður er, líkt og áður segir, veitingastað í miðbænum. „Og þar er einhver snertiflötur,“ segir Jóhann. Fólkið, sem allt er í yngri kantinum, var ekki allt saman á veitingstaðnum heldur kom þar í nokkrum hópum. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví vegna þessarar hópsýkingar. Þá tókst nokkuð fljótt að ná utan um sýkinguna og tryggja að hún færi ekki lengra. Faraldur kórónuveiru sækir nú í sig veðrið hér á landi. Sautján greindust með veiruna innanlands í dag og þá liggur nú einn á gjörgæslu í öndunarvél með Covid-sýkingu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að líklegt væri að gripið yrði til hertari veiruaðgerða á næstu dögum. Uppfært kl. 16:30 Samkvæmt fyrstu upplýsingum sem bárust frá almannavörnum var um bar að ræða. Við nánari eftirgrennslan er ljóst að nákvæmara sé að tala um veitingastað í þessu samhengi. Orðalag fréttarinnar hefur verið lagfært að því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Sjá meira