Nagelsmann hafnaði Real þegar Lopetegui var ráðinn Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2020 15:15 Nagelsmann á hliðarlínunni. vísir/getty Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, segist hafa hafnað Real Madrid árið 2018 er félagið var í leit að nýjum stjóra eftir að Zinedine Zidane hætti. Zidane stýrði liðinu frá janúarmánuði árið 2016 og til sumarsins 2018 en þá hætti hann. Því hófu Madrídingar leit og ofarlega á listanum virðist nafn Nagelsmann hafa verið. Hann hafnaði því hins vegar og Madrídingar réðu Julen Lopetegui. Hann entist einungis fjóra mánuði í starfi, Santiago Solari í næstu fimm áður en Zidane var svo mættur aftur og er þar enn. „Við töluðum saman í síma en ég tók ákvörðun um þetta að lokum. Mér fannst þetta ekki rétta skrefið að fara til Real Madrid,“ sagði Nagelsmann í samtali við Marca. „Ég var einn af þeim sem kom til greina og listinn var ekki langur. Það var mikilvægt. Ég átti gott samtal við Jose Angel Sanchez [framkvæmdastjóra Real] og við ákváðum að þetta væri ekki rétta skrefið.“ Nagelsmann varð yngsti þjálfarinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar er hann tók við Hoffenheim 28 ára gamall árið 2018 en hann tók svo við Leipzig síðasta sumar. „Við ákváðum að tala aftur saman í framtíðinni ef Real vantaði þjálfara og ég væri á lausu.“ Leipzig er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar en þeir mæta hinu Madrídar-liðinu, Atletico, á fimmtudagskvöldið í Portúgal. Julian Nagelsmann claims he turned down Real Madrid offer in 2018 ahead of Champions League clash with rivals Atletico https://t.co/qIc833tMVr— MailOnline Sport (@MailSport) August 9, 2020 Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, segist hafa hafnað Real Madrid árið 2018 er félagið var í leit að nýjum stjóra eftir að Zinedine Zidane hætti. Zidane stýrði liðinu frá janúarmánuði árið 2016 og til sumarsins 2018 en þá hætti hann. Því hófu Madrídingar leit og ofarlega á listanum virðist nafn Nagelsmann hafa verið. Hann hafnaði því hins vegar og Madrídingar réðu Julen Lopetegui. Hann entist einungis fjóra mánuði í starfi, Santiago Solari í næstu fimm áður en Zidane var svo mættur aftur og er þar enn. „Við töluðum saman í síma en ég tók ákvörðun um þetta að lokum. Mér fannst þetta ekki rétta skrefið að fara til Real Madrid,“ sagði Nagelsmann í samtali við Marca. „Ég var einn af þeim sem kom til greina og listinn var ekki langur. Það var mikilvægt. Ég átti gott samtal við Jose Angel Sanchez [framkvæmdastjóra Real] og við ákváðum að þetta væri ekki rétta skrefið.“ Nagelsmann varð yngsti þjálfarinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar er hann tók við Hoffenheim 28 ára gamall árið 2018 en hann tók svo við Leipzig síðasta sumar. „Við ákváðum að tala aftur saman í framtíðinni ef Real vantaði þjálfara og ég væri á lausu.“ Leipzig er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar en þeir mæta hinu Madrídar-liðinu, Atletico, á fimmtudagskvöldið í Portúgal. Julian Nagelsmann claims he turned down Real Madrid offer in 2018 ahead of Champions League clash with rivals Atletico https://t.co/qIc833tMVr— MailOnline Sport (@MailSport) August 9, 2020
Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira