Sjáðu Redondo-tilþrif Rasmus Falk gegn United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2020 23:16 Rasmus Falk býr sig undir að plata Brandon Williams upp úr skónum. getty/Lars Ronbog Manchester United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, eftir framlengingu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var í Köln. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Karl-Johan Johnsson, frábær markvörður FCK, kom engum vörnum við í það skiptið. Hann varði hin þrettán skotin sem United átti á mark FCK í leiknum. Tilþrif leiksins átti samt Rasmus Falk á 65. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Guillermo Varela, og lék að endalínunni hægra megin. Fred og Brandon Williams virtust hafa króað Falk af en hann setti boltann þá með hælnum framhjá Williams og hljóp hinum megin við hann. Falk sendi boltann á Jonas Wind sem færði hann svo yfir á Bryan Oviedo sem átti skot í Aaron Wan-Bissaka. Tilþrif Falks minntu um margt á takta sem argentínski miðjumaðurinn Fernando Redondo sýndi í leik Manchester United og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir 20 árum. Redondo plataði Henning Berg, varnarmann United, þá upp úr skónum með svipaðri gabbhreyfingu og Falk og sendi boltann á Raúl sem skoraði af stuttu færi. Real Madrid vann leikinn 3-2 og fór svo alla leið og varð Evrópumeistari eftir 3-0 sigur á Valencia í úrslitaleik. Tilþrifin, bæði hjá Falk og Redondo, má sjá hér fyrir neðan. Falk, sem er 28 ára, kom til FCK frá OB fyrir fjórum árum. Hann hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með Kaupmannahafnarliðinu. Falk hefur leikið einn leik fyrir danska landsliðið. United mætir annað hvort Wolves eða Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í Düsseldorf eftir viku. Wolves og Sevilla eigast við í Duisburg annað kvöld. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58 Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Sjá meira
Manchester United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, eftir framlengingu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var í Köln. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Karl-Johan Johnsson, frábær markvörður FCK, kom engum vörnum við í það skiptið. Hann varði hin þrettán skotin sem United átti á mark FCK í leiknum. Tilþrif leiksins átti samt Rasmus Falk á 65. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Guillermo Varela, og lék að endalínunni hægra megin. Fred og Brandon Williams virtust hafa króað Falk af en hann setti boltann þá með hælnum framhjá Williams og hljóp hinum megin við hann. Falk sendi boltann á Jonas Wind sem færði hann svo yfir á Bryan Oviedo sem átti skot í Aaron Wan-Bissaka. Tilþrif Falks minntu um margt á takta sem argentínski miðjumaðurinn Fernando Redondo sýndi í leik Manchester United og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir 20 árum. Redondo plataði Henning Berg, varnarmann United, þá upp úr skónum með svipaðri gabbhreyfingu og Falk og sendi boltann á Raúl sem skoraði af stuttu færi. Real Madrid vann leikinn 3-2 og fór svo alla leið og varð Evrópumeistari eftir 3-0 sigur á Valencia í úrslitaleik. Tilþrifin, bæði hjá Falk og Redondo, má sjá hér fyrir neðan. Falk, sem er 28 ára, kom til FCK frá OB fyrir fjórum árum. Hann hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með Kaupmannahafnarliðinu. Falk hefur leikið einn leik fyrir danska landsliðið. United mætir annað hvort Wolves eða Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í Düsseldorf eftir viku. Wolves og Sevilla eigast við í Duisburg annað kvöld. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58 Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58
Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37