„Ég hata þessa veiru!“ Íris Róbertsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:30 Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð og sömuleiðis viðbragðsstjórn hjá Vestmannaeyjabæ. Sendar hafa verið út samræmdar leiðbeiningar fyrir leikskóla og frístundaver og heimsóknareglur hafa verið hertar á Hraunbúðum og Sambýlinu. Síðasta laugardag voru allir þeir sem komnir voru í sóttkví boðaðir í skimun á vegum HSU og í gær, mánudag, fóru rúmlega 500 manns til viðbótar í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Þetta eru um 14 % íbúa í Eyjum. Þetta skiptir máli! Það var ekki síst mjög víðtæk skimun sem hjálpaði okkur út úr þeim vanda sem var hér í vetur. Við bregðumst eins við núna. Svekkjandi endurtekning Já, það er meira en lítið svekkjandi að við, Íslendingar allir, séum aftur komin í þá stöðu að veiran hefur tekið stjórnina á svo ótrúlega mörgu í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið á okkur í vetur og vor til að halda henni í skefjum í okkar samfélagi. En þetta er staðan og við þurfum að takast á við hana. Við getum bara fylgt þeim tilmælum sem við fáum frá okkar færasta fólki og sérfræðingum. Það skiptir miklu máli að fylgja þeim í þessu ferli eins og við gerðum svo vel í vetur. Það ætlar sér engin að veikjast eða smita aðra. Við vorum komin í sumargírinn, en nú er alvaran tekin við aftur. En það virkar ekki ef bara sumir fylgja fyrirmælum; við þurfum öll að gera það. Við getum þetta saman, við hjálpumst að, leiðbeinum hvert öðru og styðjum hvert annað. Símtal til vina og ættingja í sóttkví er góð hugmynd og hvatning, sömuleiðis að aðstoða þá sem eru einir. Upplýsingaflæði mikilvægt Það er afar mikilvægt að veita íbúum skjótar og greinargóðar upplýsingar um stöðu faraldursins. Það hefur verið gert hér í Eyjum og reyndist okkur mjög vel í vetur. Fólk er þá alltaf vel upplýst um stöðu mála í sínu nærumhverfi auk þess sem gott upplýsingaflæði heldur fólki á tánum varðandi eigin smitvarnir og ábyrgð í þeim efnum. Ég held að það færi vel á því að fleiri sveitarfélög gerðu þetta með sama hætti, þótt þau tilheyri stórum lögregluumdæmum með mörgum sveitarfélögum. Staðbundnar upplýsingar geta hjálpað til í baráttunni og aukið vitund fólks um eigin ábyrgð. Kæru Eyjamenn! Ég veit að þetta er fúlt og við „nennum þessu ekki aftur''. En við eigum ekkert val og við erum þekkt fyrir að sýna samstöðu þegar takast þarf á við sameiginleg og erfið verkefni. Þetta er eitt af þeim og það er risastórt. Þetta hlýtur að taka enda en á meðan verðum við að læra að lifa með veirunni. Það erum bara við sjálf, hvert og eitt, sem getum snúið þessu við. Það gerum við með þvi að taka þetta alvarlega og fara að fyrirmælum. Það eru lífsgæði að geta sótt vinnu og skóla, heimsótt og faðmað vini okkar, farið á tónleika og horft á íþróttaleiki. Við viljum öll hafa þessi lífsgæði. Við „hötum“ veiruna en við þurfum samt að takast á við lífið með henni. Í bili! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íris Róbertsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð og sömuleiðis viðbragðsstjórn hjá Vestmannaeyjabæ. Sendar hafa verið út samræmdar leiðbeiningar fyrir leikskóla og frístundaver og heimsóknareglur hafa verið hertar á Hraunbúðum og Sambýlinu. Síðasta laugardag voru allir þeir sem komnir voru í sóttkví boðaðir í skimun á vegum HSU og í gær, mánudag, fóru rúmlega 500 manns til viðbótar í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Þetta eru um 14 % íbúa í Eyjum. Þetta skiptir máli! Það var ekki síst mjög víðtæk skimun sem hjálpaði okkur út úr þeim vanda sem var hér í vetur. Við bregðumst eins við núna. Svekkjandi endurtekning Já, það er meira en lítið svekkjandi að við, Íslendingar allir, séum aftur komin í þá stöðu að veiran hefur tekið stjórnina á svo ótrúlega mörgu í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið á okkur í vetur og vor til að halda henni í skefjum í okkar samfélagi. En þetta er staðan og við þurfum að takast á við hana. Við getum bara fylgt þeim tilmælum sem við fáum frá okkar færasta fólki og sérfræðingum. Það skiptir miklu máli að fylgja þeim í þessu ferli eins og við gerðum svo vel í vetur. Það ætlar sér engin að veikjast eða smita aðra. Við vorum komin í sumargírinn, en nú er alvaran tekin við aftur. En það virkar ekki ef bara sumir fylgja fyrirmælum; við þurfum öll að gera það. Við getum þetta saman, við hjálpumst að, leiðbeinum hvert öðru og styðjum hvert annað. Símtal til vina og ættingja í sóttkví er góð hugmynd og hvatning, sömuleiðis að aðstoða þá sem eru einir. Upplýsingaflæði mikilvægt Það er afar mikilvægt að veita íbúum skjótar og greinargóðar upplýsingar um stöðu faraldursins. Það hefur verið gert hér í Eyjum og reyndist okkur mjög vel í vetur. Fólk er þá alltaf vel upplýst um stöðu mála í sínu nærumhverfi auk þess sem gott upplýsingaflæði heldur fólki á tánum varðandi eigin smitvarnir og ábyrgð í þeim efnum. Ég held að það færi vel á því að fleiri sveitarfélög gerðu þetta með sama hætti, þótt þau tilheyri stórum lögregluumdæmum með mörgum sveitarfélögum. Staðbundnar upplýsingar geta hjálpað til í baráttunni og aukið vitund fólks um eigin ábyrgð. Kæru Eyjamenn! Ég veit að þetta er fúlt og við „nennum þessu ekki aftur''. En við eigum ekkert val og við erum þekkt fyrir að sýna samstöðu þegar takast þarf á við sameiginleg og erfið verkefni. Þetta er eitt af þeim og það er risastórt. Þetta hlýtur að taka enda en á meðan verðum við að læra að lifa með veirunni. Það erum bara við sjálf, hvert og eitt, sem getum snúið þessu við. Það gerum við með þvi að taka þetta alvarlega og fara að fyrirmælum. Það eru lífsgæði að geta sótt vinnu og skóla, heimsótt og faðmað vini okkar, farið á tónleika og horft á íþróttaleiki. Við viljum öll hafa þessi lífsgæði. Við „hötum“ veiruna en við þurfum samt að takast á við lífið með henni. Í bili! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun