Skoðun

Meðvitund

Kári Stefánsson skrifar

Meðvitundin er þess eðlis eins og svo margt annað að þú getur ekki misst hana nema þú hafir hana. Það er kannski þess vegna sem það lítur út fyrir að Ólafur Hauksson taki ekki roti. Munurinn á honum fyrir og eftir er einfaldlega of lítill til þess að hann sjáist með berum augum:

Hann heldur því fram í grein á visir.is að ástæðan fyrir því að hætt var að skima fólk sem kom frá öruggu löndunum hafi verið sú að Íslensk erfðagreining hætti að skima og Landspítalinn tók við. Þetta gerir hann þrátt fyrir að að ég væri búinn að benda honum á eftirfarandi:

Skimunarafköstin minnkuðu ekki þegar Landspítalinn tók við heldur jukust þau til muna og hefur Spítalinn skimað allt að 3500 sýni á dag. Okkur var aldrei ætlað að skima fleiri en 2000. Þar af leiðandi hafði sú ákvörðun að hætta skimun á fólki frá öruggu löndunum ekkert með flutning á skimun frá Íslenskri erfðagreiningu til Landspítalans að gera.

Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×