Merkileg tengsl fallliðs Stoke City og Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 16:30 Eric Maxim Choupo-Moting fagnar sigurmarki sínu með Neymar í leik PSG á móti Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. EPA-EFE/David Ramos / POOL Eric Maxim Choupo-Moting var hetja Paris Saint Germain í gærkvöldi þegar hann skaut Parísarliðinu áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Fyrir aðeins tveimur árum féll hann með liði Stoke City úr ensku úrvalsdeildinni. Breski blaðamaðurinn Richard Jolly benti líka á aðra merkilega staðreynd um tengsl þessa fallliðs Stoke City og undanúrslita Meistardeildarinnar. Jolly, sem hefur skrifað fyrir miðla eins og the Guardian, the Observer, the Independent og the Daily Telegraph svo eitthvað sé nefnt. If Eric Maxim Choupo-Moting plays in the next round, it will mean the relegated Stoke squad of 2017-18 had players who played in the 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2016, 2019 & 2020 Champions League semi-finals.— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020 Richard Jolly lagðist í smá rannsóknarvinnu og komst að því, að eftir að ljóst varð að Eric Maxim Choupo-Moting kæmist í undanúrslitin með Paris-Saint Germain í gær, að 2017-18 liðið hjá Stoke City hafi verið skipað leikmönnum sem hafa spilað í ellefu af síðustu sextán undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Stoke City hefur aldrei verið nálægt því að komast í Meistaradeildina en safnaði að sér stórum nöfnum þetta umrædda tímabil. Stoke féll og endaði í fimmtánda sæti í ensku b-deildinni á nýloknu tímabili. Leikmennirnir sem spiluðu með Stoke 2017-18 og hafa verið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á ellefu af síðustu sextán tímabilum eru Ibrahim Afellay, Peter Crouch, Darren Fletcher, Bojan, Xherdan Shaqiri, Jesé og loks Eric Maxim Choupo-Moting. Það dugði þó ekki til að bjarga Stoke liðinu frá falli vorið 2018. Liðið endaði í 19. sæti með aðeins 7 sigra í 38 leikjum og markatölu upp á -33. Stoke var þremur stigum á eftir Southampton sem sat í síðasta örugga sætinu. Xherdan Shaqiri var markahæstur hjá Stoke liðinu með átta mörk, Mame Biram Diouf skoraði sex mörk og þeir Eric Maxim Choupo-Moting og Peter Crouch voru með fimm mörk hvor. 2005 Johnson2007 Crouch2008 Fletcher2009 Fletcher2010 Bojan2011 Fletcher2013 Shaqiri2015 Jese2016 Jese2019 Shaqiri2020 Choupo-Moting https://t.co/V118ZzE0uI— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020 Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Eric Maxim Choupo-Moting var hetja Paris Saint Germain í gærkvöldi þegar hann skaut Parísarliðinu áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Fyrir aðeins tveimur árum féll hann með liði Stoke City úr ensku úrvalsdeildinni. Breski blaðamaðurinn Richard Jolly benti líka á aðra merkilega staðreynd um tengsl þessa fallliðs Stoke City og undanúrslita Meistardeildarinnar. Jolly, sem hefur skrifað fyrir miðla eins og the Guardian, the Observer, the Independent og the Daily Telegraph svo eitthvað sé nefnt. If Eric Maxim Choupo-Moting plays in the next round, it will mean the relegated Stoke squad of 2017-18 had players who played in the 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2016, 2019 & 2020 Champions League semi-finals.— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020 Richard Jolly lagðist í smá rannsóknarvinnu og komst að því, að eftir að ljóst varð að Eric Maxim Choupo-Moting kæmist í undanúrslitin með Paris-Saint Germain í gær, að 2017-18 liðið hjá Stoke City hafi verið skipað leikmönnum sem hafa spilað í ellefu af síðustu sextán undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Stoke City hefur aldrei verið nálægt því að komast í Meistaradeildina en safnaði að sér stórum nöfnum þetta umrædda tímabil. Stoke féll og endaði í fimmtánda sæti í ensku b-deildinni á nýloknu tímabili. Leikmennirnir sem spiluðu með Stoke 2017-18 og hafa verið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á ellefu af síðustu sextán tímabilum eru Ibrahim Afellay, Peter Crouch, Darren Fletcher, Bojan, Xherdan Shaqiri, Jesé og loks Eric Maxim Choupo-Moting. Það dugði þó ekki til að bjarga Stoke liðinu frá falli vorið 2018. Liðið endaði í 19. sæti með aðeins 7 sigra í 38 leikjum og markatölu upp á -33. Stoke var þremur stigum á eftir Southampton sem sat í síðasta örugga sætinu. Xherdan Shaqiri var markahæstur hjá Stoke liðinu með átta mörk, Mame Biram Diouf skoraði sex mörk og þeir Eric Maxim Choupo-Moting og Peter Crouch voru með fimm mörk hvor. 2005 Johnson2007 Crouch2008 Fletcher2009 Fletcher2010 Bojan2011 Fletcher2013 Shaqiri2015 Jese2016 Jese2019 Shaqiri2020 Choupo-Moting https://t.co/V118ZzE0uI— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira