Útköllum vegna hávaða í heimahúsum fjölgar milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:00 Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. Samkvæmt tölum sem fréttastofa óskaði eftir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru útköll vegna hávaða ríflega 1360 talsins árið 2017. Þau voru öllu fleiri árin 2018 og 2019 eða rétt ríflega sextán hundruð. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur lögregla sinnt um 1350 útköllum. Áberandi flest útköll eru vegna hávaða innandyra og mest er um slík útköll á sumrin. Séu sumarmánuðirnir skoðaðir sérstaklega kemur bersýnilega í ljós að útköllum hefur farið jafnt og þétt fjölgandi en árið í ár sker sig úr. Í maí til júlí 2017 bárust samanlagt 300 útköll vegna hávaða, 480 árið 2018 og í fyrra voru útköllin 523. Í maí til júní á þessu ári hafa útköllin verið 825, þar af 288 vegna hávaða utandyra en 537 vegna hávaða innandyra. „Ef að skemmtistaðir eru lokaðir þá var það svo sem fyrirséð að fólk var að gera meira heima hjá sér og það væru fleiri partý og svoleiðis,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann brýnir fyrir fólki að sýna tillitssemi. „Þessi útköll í heimahús, þó að einhver sofi klukkutíma skemur þá verður honum yfirleitt ekki meint til frambúðar af því. Þannig að lögreglan er alveg sátt við þessi skipti, ef að það eru færri líkamsárásir en fleiri útköll vegna hávaða í heimahús ef það fylgir ekki eitthvað annað brot með,“ segir Ásgeir. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. Samkvæmt tölum sem fréttastofa óskaði eftir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru útköll vegna hávaða ríflega 1360 talsins árið 2017. Þau voru öllu fleiri árin 2018 og 2019 eða rétt ríflega sextán hundruð. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur lögregla sinnt um 1350 útköllum. Áberandi flest útköll eru vegna hávaða innandyra og mest er um slík útköll á sumrin. Séu sumarmánuðirnir skoðaðir sérstaklega kemur bersýnilega í ljós að útköllum hefur farið jafnt og þétt fjölgandi en árið í ár sker sig úr. Í maí til júlí 2017 bárust samanlagt 300 útköll vegna hávaða, 480 árið 2018 og í fyrra voru útköllin 523. Í maí til júní á þessu ári hafa útköllin verið 825, þar af 288 vegna hávaða utandyra en 537 vegna hávaða innandyra. „Ef að skemmtistaðir eru lokaðir þá var það svo sem fyrirséð að fólk var að gera meira heima hjá sér og það væru fleiri partý og svoleiðis,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann brýnir fyrir fólki að sýna tillitssemi. „Þessi útköll í heimahús, þó að einhver sofi klukkutíma skemur þá verður honum yfirleitt ekki meint til frambúðar af því. Þannig að lögreglan er alveg sátt við þessi skipti, ef að það eru færri líkamsárásir en fleiri útköll vegna hávaða í heimahús ef það fylgir ekki eitthvað annað brot með,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira