Gerður festist í vítahring brjóstaaðgerða Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2020 10:30 Gerður opnaði sig um þær aðgerðir sem hún hefur farið í frá sautján ára aldri. Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. Gerður fór í sína fyrstu brjóstaaðgerð fyrir þrettán árum, þá sautján ára gömul. Hún segist vera komin í algjöran vítahring og hvetur ungar stelpur til þess að sleppa því að fara í slíkar aðgerðir. Eva Laufey Kjaran hitti Gerði á dögunum í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra hennar sögu. „Ég fer fyrst í aðgerð sem kallast brjóstaleiðrétting. Þetta er aðgerð sem er niðurgreidd af tryggingarstofnun og flokkast í raun sem fæðingargalli. Á þessum tíma var ég í rauninni bara með eitt brjóst. Annað óx en hitt ekki,“ segir Gerður en þá eru settar fyllingar í bæði brjóstin, misstórar til að jafna þau út. Gerður segir að fræðslan á þessum tíma hafi ekki verið nægilega mikil. „Ég get ekki sagt það. Ég var boðuð í viðtal hjá lækni sem var rosalega mikið inn á út viðtal. Hann sagði að þetta væri rosalega lítið mál og ég upplifði að af því að honum þætti þetta svona lítið mál ætti mér að finnast það. Ég sem sautján ára barn var ekkert að spá í því hvað myndi síðan gerast eftir tíu ár.“ Glímdi alltaf við sama misræmið Gerður segir að með tímanum heldur annað brjóstið áfram að stækka. „Það fylgir þessu þegar maður er með þetta misræmi, þá er vaxtarkirtillinn í öðru brjóstinu miklu virkari. Ég lét setja fyllingar í bæði brjóstin en annað brjóstið hélt áfram að stækka en hitt ekki, svo ég var komin í sama pakkann,“ segir Gerður sem ákvað þarna að bíða með aðra aðgerð því sú aðgerð yrði ekki greidd af ríkinu. „Tíu árum eftir fyrstu aðgerðina mína fer ég í minnkun og lagfæringu. Það var rosalega fínt í nokkra mánuði þangað til að það fer að gerast það nákvæmlega sama. Ég var alltaf að eltast við sama vandamálið,“ segir Gerði sem fer þá í þriðju aðgerðina og þá er kirtillinn tekinn og klofinn. „Það er gert til að koma í veg fyrir það að brjóstið haldi áfram að stækka. Sú aðgerð heppnaðist ótrúlega vel en eftir hana léttist ég um einhver tuttugu kíló og þá fannst mér brjóstin alltof stór. Ég fer þá í mína fjórðu aðgerð, núna nýlega. Ég ætla ekki að segja að hún hafi verið nauðsynleg en mér fannst þau of stór og mig langaði aðeins að láta laga þetta.“ Gerður segist hafa fest í vítahring aðgerða og má hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. Gerður fór í sína fyrstu brjóstaaðgerð fyrir þrettán árum, þá sautján ára gömul. Hún segist vera komin í algjöran vítahring og hvetur ungar stelpur til þess að sleppa því að fara í slíkar aðgerðir. Eva Laufey Kjaran hitti Gerði á dögunum í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra hennar sögu. „Ég fer fyrst í aðgerð sem kallast brjóstaleiðrétting. Þetta er aðgerð sem er niðurgreidd af tryggingarstofnun og flokkast í raun sem fæðingargalli. Á þessum tíma var ég í rauninni bara með eitt brjóst. Annað óx en hitt ekki,“ segir Gerður en þá eru settar fyllingar í bæði brjóstin, misstórar til að jafna þau út. Gerður segir að fræðslan á þessum tíma hafi ekki verið nægilega mikil. „Ég get ekki sagt það. Ég var boðuð í viðtal hjá lækni sem var rosalega mikið inn á út viðtal. Hann sagði að þetta væri rosalega lítið mál og ég upplifði að af því að honum þætti þetta svona lítið mál ætti mér að finnast það. Ég sem sautján ára barn var ekkert að spá í því hvað myndi síðan gerast eftir tíu ár.“ Glímdi alltaf við sama misræmið Gerður segir að með tímanum heldur annað brjóstið áfram að stækka. „Það fylgir þessu þegar maður er með þetta misræmi, þá er vaxtarkirtillinn í öðru brjóstinu miklu virkari. Ég lét setja fyllingar í bæði brjóstin en annað brjóstið hélt áfram að stækka en hitt ekki, svo ég var komin í sama pakkann,“ segir Gerður sem ákvað þarna að bíða með aðra aðgerð því sú aðgerð yrði ekki greidd af ríkinu. „Tíu árum eftir fyrstu aðgerðina mína fer ég í minnkun og lagfæringu. Það var rosalega fínt í nokkra mánuði þangað til að það fer að gerast það nákvæmlega sama. Ég var alltaf að eltast við sama vandamálið,“ segir Gerði sem fer þá í þriðju aðgerðina og þá er kirtillinn tekinn og klofinn. „Það er gert til að koma í veg fyrir það að brjóstið haldi áfram að stækka. Sú aðgerð heppnaðist ótrúlega vel en eftir hana léttist ég um einhver tuttugu kíló og þá fannst mér brjóstin alltof stór. Ég fer þá í mína fjórðu aðgerð, núna nýlega. Ég ætla ekki að segja að hún hafi verið nauðsynleg en mér fannst þau of stór og mig langaði aðeins að láta laga þetta.“ Gerður segist hafa fest í vítahring aðgerða og má hlusta á viðtalið við hana hér að neðan.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira