Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957, og einn af umsjónarmönnum Brennslunnar á FM957 las upp ljótar athugasemdir um sjálfan sig á netinu í þættinum í morgun.
Fyrirmyndin er liðurinn Mean Tweets hjá Jimmy Kimmel og þá hefst upplesturinn:
„Þetta er svo ógeðslega ýktur og leiðinlegur karakter sem treður sér í allt sem heitir athygli. Hvernig væri bara að grenna sig og halda kjafti. Það hefur enginn áhuga á því að fylgjast með enn einu átakinu.“
„Ömurlegir þættir með mesta feik gæja sem er til í bransanum. Gubbaði eftir fyrsta þátt.“
„Til hvers er hann að auglýsa einhver átök sín fyrir alþjóð? Það skiptir ekki máli hvort hann sé grannur eða feitur. Jafn leiðinlegur og ljótur hvort sem er.“
„Veiii. Auddi wannabe sem er reyndar leiðinlegri en hann sjálfur og átti það ekki að vera hægt. Það er ákveðið afrek. Vel gert.“
