Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu, sem vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.
Í fréttatímanum sýnum við líka frá Golden Globe verðlaunahátíðinni, en þar hlaut Hildur Guðnadóttir í nótt verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, fyrst kvenna í nærri tuttugu ár.
Þá verðum við í beinni útsendingu frá Þrettándagleði, skoðum hver eru eftirsóttustu fiskimiðin við Ísland og ræðum við veðurfræðing vegna yfirvofandi óveðurs.
Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
