Mikil aukning í samtölum við Hjálparsímann 1717: Atburðir í samfélaginu eins og óveðrið í desember hafði áhrif á kvíða fólks Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. janúar 2020 18:45 Mun fleiri höfðu samband við Hjálparsímann 1717 á síðasta ári en árið þar á undan. Vandi fólks snýr að félags- og fjárhagsvanda sem og húsnæðisvanda. Þá eru sjálfsvígssamtöl orðin alvarlegri. Atburðir í samfélaginu, eins og óveðrið í desember, hafa aukið kvíða hjá fólki. Hjálparsíma Rauða krossins á Íslandi, 1717, berast að jafnaði 14-15 þúsund símtöl á ári og hefur sá fjöldi haldist að bestu óbreyttur með smávægilegum breytingum á milli ára. Álagstími Hjálparsímans er ávallt í kringum hátíðir og segir ráðgjafi að jólahátíðin sem senn er á enda engin undantekning. „Það er svona þegar að það ríkir mikil gleði í samfélaginu almennt þá oft eykst álagið hjá okkur,“ segir Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717. Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717.Vísir/Stöð 2 Alvarlegum sjálfsvígssamtölum fjölgar Tilfelli sem sjálfboðaliðar takast á við snúa að sjálfsvígshugsunum, einmanaleika, fjárhagserfiðleikum og vanrækslu barna. Á undanförnum þremur árum hefur verið stöðug aukning í sjálfsvígssamtölum sem rakin eru meðal annars til aukinnar umfjöllunar um geðheilbrigðismál og sjálfsvíg. Mikil aukning var á milli áranna 2018 og 2019 en á síðasta ári bárust hátt í eitt þúsund símtöl vegna sjálfsvíga sem er tæplega 30% aukning frá árinu áður. Á milli áranna 2017 og 2018 var aukningin undir 10%. „Við sjáum mjög mikla aukningu á milli 2018 og 2019 í sjálfsvígssímtölum. Eðli þeirra hefur líka verið að breytast. Það er orðið meira um alvarlegri sjálfsvígssamtöl,“ segir Berglind. Tilfellum er snúa að félags- og fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og vanrækslu barna fjölgar Einnig hefur samtölum er varða félagslegan- og fjárhagslegan vanda aukist töluvert á síðasta ári. Samtölum er varða atvinnuleysi hefur fjölgað um 56%, fjárhagsvanda um 46% og húsnæðisvanda 51%. Þá er 30% aukning í samtölum er snúa að vanrækslu barna Berglind segir að aldurshópurinn sem hafi samband sé mjög breiður en mest fjölgar hjá fólki undir 25 ára. „Í rauninni eru þetta ellefu til tólf ára börn og upp í eldra fólk,“ segir Berglind. Það hefur samtölum vegna atburða í samfélaginu einnig aukist, nú síðast í byrjun desember. „Það er eins og óveðrið sem var núna seinast. Það kemur bara upp ákveðinn ótti og kvíði. Fólk upplifir bara mikinn kvíða. Hvað mun gerast, hvernig mun þetta fara?“ segir Berglind.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Mun fleiri höfðu samband við Hjálparsímann 1717 á síðasta ári en árið þar á undan. Vandi fólks snýr að félags- og fjárhagsvanda sem og húsnæðisvanda. Þá eru sjálfsvígssamtöl orðin alvarlegri. Atburðir í samfélaginu, eins og óveðrið í desember, hafa aukið kvíða hjá fólki. Hjálparsíma Rauða krossins á Íslandi, 1717, berast að jafnaði 14-15 þúsund símtöl á ári og hefur sá fjöldi haldist að bestu óbreyttur með smávægilegum breytingum á milli ára. Álagstími Hjálparsímans er ávallt í kringum hátíðir og segir ráðgjafi að jólahátíðin sem senn er á enda engin undantekning. „Það er svona þegar að það ríkir mikil gleði í samfélaginu almennt þá oft eykst álagið hjá okkur,“ segir Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717. Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717.Vísir/Stöð 2 Alvarlegum sjálfsvígssamtölum fjölgar Tilfelli sem sjálfboðaliðar takast á við snúa að sjálfsvígshugsunum, einmanaleika, fjárhagserfiðleikum og vanrækslu barna. Á undanförnum þremur árum hefur verið stöðug aukning í sjálfsvígssamtölum sem rakin eru meðal annars til aukinnar umfjöllunar um geðheilbrigðismál og sjálfsvíg. Mikil aukning var á milli áranna 2018 og 2019 en á síðasta ári bárust hátt í eitt þúsund símtöl vegna sjálfsvíga sem er tæplega 30% aukning frá árinu áður. Á milli áranna 2017 og 2018 var aukningin undir 10%. „Við sjáum mjög mikla aukningu á milli 2018 og 2019 í sjálfsvígssímtölum. Eðli þeirra hefur líka verið að breytast. Það er orðið meira um alvarlegri sjálfsvígssamtöl,“ segir Berglind. Tilfellum er snúa að félags- og fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og vanrækslu barna fjölgar Einnig hefur samtölum er varða félagslegan- og fjárhagslegan vanda aukist töluvert á síðasta ári. Samtölum er varða atvinnuleysi hefur fjölgað um 56%, fjárhagsvanda um 46% og húsnæðisvanda 51%. Þá er 30% aukning í samtölum er snúa að vanrækslu barna Berglind segir að aldurshópurinn sem hafi samband sé mjög breiður en mest fjölgar hjá fólki undir 25 ára. „Í rauninni eru þetta ellefu til tólf ára börn og upp í eldra fólk,“ segir Berglind. Það hefur samtölum vegna atburða í samfélaginu einnig aukist, nú síðast í byrjun desember. „Það er eins og óveðrið sem var núna seinast. Það kemur bara upp ákveðinn ótti og kvíði. Fólk upplifir bara mikinn kvíða. Hvað mun gerast, hvernig mun þetta fara?“ segir Berglind.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira