Sjálfstæðisflokkurinn fær tvo starfsmenn til viðbótar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 16:24 Guðfinnur og Vigdís hafa þegar hafið störf. Sjálfstæðisflokkurinn Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur og Vigdís Häsler lögfræðingur hafa verið ráðin starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa þegar hafið störf eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að um hreina viðbót við starfslið flokksins sé að ræða og sé í samræmi við áætlun sem unnin hafi verið eftir á Alþingi undanfarin tvö ár varðandi að auka aðstoð við þingflokkana. Þannig hafi allir flokkar um síðustu áramót fengið einn starfsmann til viðbótar en um þessi áramót fari viðbótin eftir stærð flokkanna á þingi. Alls er um að ræða fjölgun um sautján starfsmenn fyrir þingflokkana sem bætast við á þriggja ára tímabili og nemur kostnaður ríkisins um 200 milljónum króna á ári. Verkefni Guðfinns og Vigdísar verða alhliðaraðstoð við þingmenn í þeirra störfum, til dæmis við undirbúning þingmála og aðstoð við nefndarstörf. Guðfinnur Sigurvinsson hefur starfað við almanna- og fjárfestatengsl og fjölmiðlun. Hann var síðast samskiptastjóri Sýnar hf. móðurfélags Vodafone, Stöðvar 2 og tengdra fjölmiðla. Þar áður starfaði hann sem upplýsingafulltrúi og teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Guðfinnur starfaði í áratug sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Guðfinnur lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2013 og MPA prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2018. Guðfinnur er fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og situr jafnframt í umhverfisnefnd. Vigdís Häsler var áður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra en undanfarið hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hún hefur sinnt undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp og önnur þingmál og tók þátt í samskiptum við Alþingi. Einnig annaðist hún lögfræðilega ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna. Vigdís starfaði áður sem lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka. Hún lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006, meistaraprófi 2008 og ári seinna hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Árið 2013 lauk hún LLM prófi í alþjóðlegum refsirétti frá University of Sussex í Bretlandi. Vigdís hefur setið í stjórn Félags kvenna í lögmennsku. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur og Vigdís Häsler lögfræðingur hafa verið ráðin starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa þegar hafið störf eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að um hreina viðbót við starfslið flokksins sé að ræða og sé í samræmi við áætlun sem unnin hafi verið eftir á Alþingi undanfarin tvö ár varðandi að auka aðstoð við þingflokkana. Þannig hafi allir flokkar um síðustu áramót fengið einn starfsmann til viðbótar en um þessi áramót fari viðbótin eftir stærð flokkanna á þingi. Alls er um að ræða fjölgun um sautján starfsmenn fyrir þingflokkana sem bætast við á þriggja ára tímabili og nemur kostnaður ríkisins um 200 milljónum króna á ári. Verkefni Guðfinns og Vigdísar verða alhliðaraðstoð við þingmenn í þeirra störfum, til dæmis við undirbúning þingmála og aðstoð við nefndarstörf. Guðfinnur Sigurvinsson hefur starfað við almanna- og fjárfestatengsl og fjölmiðlun. Hann var síðast samskiptastjóri Sýnar hf. móðurfélags Vodafone, Stöðvar 2 og tengdra fjölmiðla. Þar áður starfaði hann sem upplýsingafulltrúi og teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Guðfinnur starfaði í áratug sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Guðfinnur lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2013 og MPA prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2018. Guðfinnur er fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og situr jafnframt í umhverfisnefnd. Vigdís Häsler var áður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra en undanfarið hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hún hefur sinnt undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp og önnur þingmál og tók þátt í samskiptum við Alþingi. Einnig annaðist hún lögfræðilega ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna. Vigdís starfaði áður sem lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka. Hún lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006, meistaraprófi 2008 og ári seinna hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Árið 2013 lauk hún LLM prófi í alþjóðlegum refsirétti frá University of Sussex í Bretlandi. Vigdís hefur setið í stjórn Félags kvenna í lögmennsku.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira