Sportpakkinn: Espanyol freistar þess að vinna granna sína í fyrsta sinn síðan 2009 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2020 16:30 Barcelona hefur ekki tapað fyrir Espanyol í 30 leikjum í röð. vísir/ap Keppni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í kvöld eftir jólafrí. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Sevilla er í 3. sæti og getur náð Real Madrid að stigum með sigri á Athletic Bilbao. Sevilla vann 2-0 þegar liðin mættust í Andalúsíu í lok síðustu leiktíðar en Bilbao vann Sevilla tvisvar á síðustu leiktíð, 2-0 í deildinni og 1-0 í bikarkeppninni á Ramón Sánchez Pizjuán, heimavelli Sevilla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stórleikur 19. umferðarinnar verður grannaslagurinn í Katalóníu þegar Espanyol fær Barcelona í heimsókn. Það er óhætt að segja að himin og haf skilji liðin að; Espanyol er í neðsta sæti með tíu stig en Barcelona er í 1. sæti með 39. Espanyol hefur aðeins unnið tvo leiki, þann seinni í lok október 1-0 gegn Levante. Sex tapleikir og tvö jafntefli er uppskeran síðan þá og liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í 18 leikjum. Barcelona er ósigrað í sjö síðustu leikjum og hefur unnið fimm þeirra. Barcelona vann 4-0 á heimavelli Espanyol á síðustu leiktíð. Lionel Messi skoraði tvö markanna og þeir Luis Suárez og Ousmane Dembélé hin mörkin. Barcelona vann á Nývangi, 2-0, með tveimur mörkum frá Messi. Síðasti sigur Espanyol á Barcelona kom í nóvember 2009; 2-1 urðu úrslitin. Barcelona hefur ekki tapað í 30 síðustu leikjum gegn grönnum sínum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig fimm. Gamli varnarmaðurinn hjá Barcelona, Abelardo Fernández, tók við Espanyol í lok desember. Hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á leiktíðinni. David Gallego var rekinn 7. október og Pablo Machín 22. desember. Leikurinn er annað kvöld klukkan 20:00, beint á Stöð 2 Sport 2. Þegar sá leikur byrjar gæti Real Madrid verið komið á toppinn. Real fer í stutta ferð til Getafe. Real hefur oft farið illa með granna sína en liðin gerðu markalaust jafntefli á síðustu leiktíð. Getafe hefur spjarað sig vel í deildinni á leiktíðinni, er í 6. sæti, sjö stigum á eftir Real Madríd. Þeir töpuðu ekki í sjö leikjum í röð þar til í síðustu umferð þegar Villarreal vann 1-0. Leikur Getafe og Real Madríd hefst klukkan 15:00 á laugardag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jafnteflin hjá Atlético Madrid gætu reynst afdrifarík í lok leiktíðar. Í 18 leikjum í deildinni eru jafnteflin átta. Sem fyrr er varnarleikurinn traustur. Liðið hefur aðeins fengið á sig ellefu mörk, fæst allra liða í deildinni. Það gengur verr að skora. Liðið hefur aðeins skorað 20 mörk en til samanburðar hefur Barcelona skorað 47 mörk í deildinni í vetur. Atletico mætir Levante klukkan 17:30 á morgun á Stöð 2 Sport 4. Á þarsíðustu leiktíð vann Atletico Madríd 5-0 á útivelli og 3-0 á heimavelli en á síðustu leiktíð gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Levante en Madrídarliðið marði sigur á heimavelli 1-0, þá skoraði Antoine Grizeman úr vítaspyrnu. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Borgarslagur í Barselóna Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira
Keppni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í kvöld eftir jólafrí. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Sevilla er í 3. sæti og getur náð Real Madrid að stigum með sigri á Athletic Bilbao. Sevilla vann 2-0 þegar liðin mættust í Andalúsíu í lok síðustu leiktíðar en Bilbao vann Sevilla tvisvar á síðustu leiktíð, 2-0 í deildinni og 1-0 í bikarkeppninni á Ramón Sánchez Pizjuán, heimavelli Sevilla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stórleikur 19. umferðarinnar verður grannaslagurinn í Katalóníu þegar Espanyol fær Barcelona í heimsókn. Það er óhætt að segja að himin og haf skilji liðin að; Espanyol er í neðsta sæti með tíu stig en Barcelona er í 1. sæti með 39. Espanyol hefur aðeins unnið tvo leiki, þann seinni í lok október 1-0 gegn Levante. Sex tapleikir og tvö jafntefli er uppskeran síðan þá og liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í 18 leikjum. Barcelona er ósigrað í sjö síðustu leikjum og hefur unnið fimm þeirra. Barcelona vann 4-0 á heimavelli Espanyol á síðustu leiktíð. Lionel Messi skoraði tvö markanna og þeir Luis Suárez og Ousmane Dembélé hin mörkin. Barcelona vann á Nývangi, 2-0, með tveimur mörkum frá Messi. Síðasti sigur Espanyol á Barcelona kom í nóvember 2009; 2-1 urðu úrslitin. Barcelona hefur ekki tapað í 30 síðustu leikjum gegn grönnum sínum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig fimm. Gamli varnarmaðurinn hjá Barcelona, Abelardo Fernández, tók við Espanyol í lok desember. Hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á leiktíðinni. David Gallego var rekinn 7. október og Pablo Machín 22. desember. Leikurinn er annað kvöld klukkan 20:00, beint á Stöð 2 Sport 2. Þegar sá leikur byrjar gæti Real Madrid verið komið á toppinn. Real fer í stutta ferð til Getafe. Real hefur oft farið illa með granna sína en liðin gerðu markalaust jafntefli á síðustu leiktíð. Getafe hefur spjarað sig vel í deildinni á leiktíðinni, er í 6. sæti, sjö stigum á eftir Real Madríd. Þeir töpuðu ekki í sjö leikjum í röð þar til í síðustu umferð þegar Villarreal vann 1-0. Leikur Getafe og Real Madríd hefst klukkan 15:00 á laugardag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jafnteflin hjá Atlético Madrid gætu reynst afdrifarík í lok leiktíðar. Í 18 leikjum í deildinni eru jafnteflin átta. Sem fyrr er varnarleikurinn traustur. Liðið hefur aðeins fengið á sig ellefu mörk, fæst allra liða í deildinni. Það gengur verr að skora. Liðið hefur aðeins skorað 20 mörk en til samanburðar hefur Barcelona skorað 47 mörk í deildinni í vetur. Atletico mætir Levante klukkan 17:30 á morgun á Stöð 2 Sport 4. Á þarsíðustu leiktíð vann Atletico Madríd 5-0 á útivelli og 3-0 á heimavelli en á síðustu leiktíð gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Levante en Madrídarliðið marði sigur á heimavelli 1-0, þá skoraði Antoine Grizeman úr vítaspyrnu. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Borgarslagur í Barselóna
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira