Ríflega hundrað hross drápust í hamfaraveðrinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 12:06 Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu eftir aftakaveðrið í desember. Freyja komst lífs af og var öll að braggast þegar Vísir ræddi við Magnús 12. desember. Samsett/Aðsend Nú liggur fyrir að ríflega hundrað hross drápust í hamfaraveðrinu sem gekk yfir Norðurland vestra dagana 10.-12. desember 2019. Þetta eru mestu afföll á hrossum í áratugi og svarar til um 0,5% þeirra 20 þúsund hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landssvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Hross fórust á 46 bæjum, þar af 61 hross á 29 bæjum í Austur-Húnavatnssýslu. Tuttugu hross fórust á níu bæjum í Vestur-Húnavatnssýslu og 22 hross á átta bæjum í Skagafirði.Sjá einnig: Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Oftast var um að ræða eitt til fjögur hross á hverjum bæ, sem gerir að meðaltali tvö hross á bæ. Í tilkynningu segir að dreifingin endurspegli að afföllin verði ekki rakin til óviðunandi aðbúnaðar eða undirbúnings á einstaka bæjum „[…] en ljóst má vera að veðrið kom mishart niður á svæðum innan landshlutans. Hross á öllum aldri fórust í óverðinu; 29 folöld, 34 trippi og 30 hryssur, en einnig drápust fimmtán hestar, flestir fullorðnir. Hryssurnar voru sömuleiðis í flestum tilfellum í eldri kantinum og því má segja að elstu og yngstu aldurshóparnir hafi orðið verst úti í óveðrinu.“ Algengast var að hross hefði hrakið undan veðri í skurði, girðingar eða aðrar hættur en einnig fennti hross sem stóðu í skjóli, þ.m.t. hross sem rekin höfðu verið sérstaklega í skjól og gefið þar. „Dæmi voru um tveggja metra snjódýpt niður á hræin, en gríðarlegir skaflar mynduðust hvar sem skjól var að finna. Almennt séð var harðara á hrossum á jörðum nærri ströndinni á meðan hross sem stóðu hærra í landinu sluppu mun betur, líklega vegna þess að þar var kaldara og ekki hlóðst á þau ís með sama hætti,“ segir í tilkynningu. „Afar óvenjulegt er að saman fari svo hart norðan áhlaup með mikilli úrkomu og hitastigi við frostmark. Veðurskilyrðin leiddu til þess að slydda lagðist á hrossin og fraus þar. Hrossin urðu klömbruð og þung sem gerði þeim erfiðara fyrir að standa af sér þá langvarandi stórhríð sem á eftir fylgdi þar sem veðurhæðin náði styrk fellibyls á köflum. Skjól kom ekki að gagni þar sem aðstæður voru verstar og átti það jafnt við um manngerða skjólveggi og náttúrulegt skjól. Hross voru alla jafna í góðu standi fyrir áhlaupið enda hafði haustið verið hagfellt hrossum á útigangi.“ Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Björguðu ellefu hrossum úr snjónum Þrír björgunarsveitarmenn sem eru félagar í björgunarsveitinni Brák héldu norður í Húnavatnssýslu í gær til þess að aðstoða félaga sína við að sinna verkefnum sem safnast hafði upp vegna óveðursins. 12. desember 2019 20:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Nú liggur fyrir að ríflega hundrað hross drápust í hamfaraveðrinu sem gekk yfir Norðurland vestra dagana 10.-12. desember 2019. Þetta eru mestu afföll á hrossum í áratugi og svarar til um 0,5% þeirra 20 þúsund hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landssvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Hross fórust á 46 bæjum, þar af 61 hross á 29 bæjum í Austur-Húnavatnssýslu. Tuttugu hross fórust á níu bæjum í Vestur-Húnavatnssýslu og 22 hross á átta bæjum í Skagafirði.Sjá einnig: Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Oftast var um að ræða eitt til fjögur hross á hverjum bæ, sem gerir að meðaltali tvö hross á bæ. Í tilkynningu segir að dreifingin endurspegli að afföllin verði ekki rakin til óviðunandi aðbúnaðar eða undirbúnings á einstaka bæjum „[…] en ljóst má vera að veðrið kom mishart niður á svæðum innan landshlutans. Hross á öllum aldri fórust í óverðinu; 29 folöld, 34 trippi og 30 hryssur, en einnig drápust fimmtán hestar, flestir fullorðnir. Hryssurnar voru sömuleiðis í flestum tilfellum í eldri kantinum og því má segja að elstu og yngstu aldurshóparnir hafi orðið verst úti í óveðrinu.“ Algengast var að hross hefði hrakið undan veðri í skurði, girðingar eða aðrar hættur en einnig fennti hross sem stóðu í skjóli, þ.m.t. hross sem rekin höfðu verið sérstaklega í skjól og gefið þar. „Dæmi voru um tveggja metra snjódýpt niður á hræin, en gríðarlegir skaflar mynduðust hvar sem skjól var að finna. Almennt séð var harðara á hrossum á jörðum nærri ströndinni á meðan hross sem stóðu hærra í landinu sluppu mun betur, líklega vegna þess að þar var kaldara og ekki hlóðst á þau ís með sama hætti,“ segir í tilkynningu. „Afar óvenjulegt er að saman fari svo hart norðan áhlaup með mikilli úrkomu og hitastigi við frostmark. Veðurskilyrðin leiddu til þess að slydda lagðist á hrossin og fraus þar. Hrossin urðu klömbruð og þung sem gerði þeim erfiðara fyrir að standa af sér þá langvarandi stórhríð sem á eftir fylgdi þar sem veðurhæðin náði styrk fellibyls á köflum. Skjól kom ekki að gagni þar sem aðstæður voru verstar og átti það jafnt við um manngerða skjólveggi og náttúrulegt skjól. Hross voru alla jafna í góðu standi fyrir áhlaupið enda hafði haustið verið hagfellt hrossum á útigangi.“
Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Björguðu ellefu hrossum úr snjónum Þrír björgunarsveitarmenn sem eru félagar í björgunarsveitinni Brák héldu norður í Húnavatnssýslu í gær til þess að aðstoða félaga sína við að sinna verkefnum sem safnast hafði upp vegna óveðursins. 12. desember 2019 20:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11
Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45
Björguðu ellefu hrossum úr snjónum Þrír björgunarsveitarmenn sem eru félagar í björgunarsveitinni Brák héldu norður í Húnavatnssýslu í gær til þess að aðstoða félaga sína við að sinna verkefnum sem safnast hafði upp vegna óveðursins. 12. desember 2019 20:57