Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2020 06:27 Fjórar konur hafa nú tilkynnt Kristján Gunnar um meint kynferðisbrot. vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun og eru meint brot réttargæslumannanna sögð felast í viðtölum sem þeir veittu fjölmiðlum og að þeir hafi þannig rofið þagnarskyldu. Málið hafi verið á viðkvæmu stigi á þeim tíma - þegar sakborningur hafi verið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Í frétt Fréttablaðsins segir að nýlegt dómafordæmi Hæstaréttar hafi hins vegar orðið til þess að lögregla hafi fallið frá því að krefjast þess að réttargæslumönnunum yrði vikið frá og nýir skipaðir í staðinn.Sjá einnig:Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristjáni Gunnari var sleppt úr haldi lögreglu á fimmtudag eftir að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar, en farið var fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Fjórar konur hafa nú tilkynnt Kristján Gunnar um meint kynferðisbrot. Hann var handtekinn á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var svo sleppt að lokinni yfirheyrslu og síðar handtekinn aftur að morgni jóladags vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum. Eins og áður sagði hafnaði hins vegar dómari kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun og eru meint brot réttargæslumannanna sögð felast í viðtölum sem þeir veittu fjölmiðlum og að þeir hafi þannig rofið þagnarskyldu. Málið hafi verið á viðkvæmu stigi á þeim tíma - þegar sakborningur hafi verið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Í frétt Fréttablaðsins segir að nýlegt dómafordæmi Hæstaréttar hafi hins vegar orðið til þess að lögregla hafi fallið frá því að krefjast þess að réttargæslumönnunum yrði vikið frá og nýir skipaðir í staðinn.Sjá einnig:Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristjáni Gunnari var sleppt úr haldi lögreglu á fimmtudag eftir að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar, en farið var fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Fjórar konur hafa nú tilkynnt Kristján Gunnar um meint kynferðisbrot. Hann var handtekinn á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var svo sleppt að lokinni yfirheyrslu og síðar handtekinn aftur að morgni jóladags vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum. Eins og áður sagði hafnaði hins vegar dómari kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald.
Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29
Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06