Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 15:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann álitlegasta. Með þessum hætti sé hægt að takmarka það að veiran berist inn til landsins með ferðamönnum, þó ekki sé hægt að útiloka að slíkt gerist. „Það eru gallar við allt sem okkur datt í hug að gera. Það sýnir bara það að við getum ekki haldið þessari veiru frá Íslandi,“ sagði Þórólfur eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þar sem breytingar á landamæraskimun voru kynntar. Hann nefnir sem dæmi ný smit í löndum sem hafa gripið til mun harðari aðgerða en Ísland. Til að mynda hefur fjöldi smita greinst í Nýja-Sjálandi eftir rúmlega hundrað daga án nýrra tilfella. Þórólfur segir besta kostinn í stöðunni vera að lágmarka áhættuna með skynsamlegum viðbrögðum á landamærum sem og innanlands. Þórólfur lagði fram níu valmöguleika í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Hann segir sínar tillögur byggja á sóttvarnasjónarmiðum en það sé undir ríkisstjórninni komið að leggja mat á kostina með tilliti til annarra hagsmuna. Heildarútkoman sé í þeirra höndum. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ sagði Þórolfur. Hann segir skimanir á landamærum hafa skilað miklum árangri til þessa. Með því að skima komufarþega við komuna til landsins hafi verið komið í veg fyrir að tæplega fimmtíu virk smit kæmust inn í landið. Hefði það ekki verið gert gæti staðan verið mun alvarlegri í ljósi þess hvernig staðan er núna eftir að eitt afbrigði veirunnar fór að smitast á milli manna. „Við erum að eiga við eina veiru sem einhvern veginn hefur komist inn, við vitum ekki hvernig. Við erum með 120 manns sem hafa smitast af henni og fjórar innlagnir á sjúkrahús, þar af einn á gjörgæslu sem þurfti öndunarvél.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann álitlegasta. Með þessum hætti sé hægt að takmarka það að veiran berist inn til landsins með ferðamönnum, þó ekki sé hægt að útiloka að slíkt gerist. „Það eru gallar við allt sem okkur datt í hug að gera. Það sýnir bara það að við getum ekki haldið þessari veiru frá Íslandi,“ sagði Þórólfur eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þar sem breytingar á landamæraskimun voru kynntar. Hann nefnir sem dæmi ný smit í löndum sem hafa gripið til mun harðari aðgerða en Ísland. Til að mynda hefur fjöldi smita greinst í Nýja-Sjálandi eftir rúmlega hundrað daga án nýrra tilfella. Þórólfur segir besta kostinn í stöðunni vera að lágmarka áhættuna með skynsamlegum viðbrögðum á landamærum sem og innanlands. Þórólfur lagði fram níu valmöguleika í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Hann segir sínar tillögur byggja á sóttvarnasjónarmiðum en það sé undir ríkisstjórninni komið að leggja mat á kostina með tilliti til annarra hagsmuna. Heildarútkoman sé í þeirra höndum. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ sagði Þórolfur. Hann segir skimanir á landamærum hafa skilað miklum árangri til þessa. Með því að skima komufarþega við komuna til landsins hafi verið komið í veg fyrir að tæplega fimmtíu virk smit kæmust inn í landið. Hefði það ekki verið gert gæti staðan verið mun alvarlegri í ljósi þess hvernig staðan er núna eftir að eitt afbrigði veirunnar fór að smitast á milli manna. „Við erum að eiga við eina veiru sem einhvern veginn hefur komist inn, við vitum ekki hvernig. Við erum með 120 manns sem hafa smitast af henni og fjórar innlagnir á sjúkrahús, þar af einn á gjörgæslu sem þurfti öndunarvél.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16
Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00