Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2020 19:00 Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. vísir/bára Félögin á Íslandi verða af miklum tekjum við það að mega ekki hafa áhorfendur á leikjum hjá sér. Þetta segir Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta. „Þetta er mikið högg en félögin eru fyrst og fremst þakklát að fá að spila fótbolta aftur og fá þessa undanþágu sem nær til þeirra. En við fengum á okkur þungt högg í vor og gripum til mikilla ráðstafana. Nú fáum við annað högg á okkur með að spila næstu umferðir sem eru framundan án áhorfenda. Það er dálítið mikið tjón fyrir okkur,“ sagði Haraldur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Margir af stærstu leikjum sumarsins eru á næstu vikum, leikir sem skila alla jafna miklu í kassann fyrir félögin. „Þetta eru 3-4 af stærstu leikjum sumarsins; KR-FH, KR-Valur, FH-Stjarnan og Víkingur-Breiðablik. Þetta eru leikir sem væru að öllu jöfnu að skila félögum hátt í þremur milljónum,“ sagði Haraldur. „Við höfum miklar áhyggjur af rekstrinum framundan ef þetta er komið til með að vera. En vonandi verða þetta ekki mikið meira en tvær vikur. Það eru landsleikir framundan og þá verður hlé á deildinni og það vinnur aðeins með okkur.“ Allt hundrað manna samkomur eru leyfðar á Íslandi. Haraldur segir að það hefði skipt félögin all nokkru að mega vera með áhorfendur á leikjum, þótt fáir væru. „Það hefði breytt heilmiklu. Félögin eru með 100-400 ársmiða sem þau eru búin að selja. Þetta fólk fær ekki að koma á völlinn þótt það sé búið að borga fyrir leikina. Það hefði skipt miklu að koma þessu fólki að,“ sagði Haraldur og bætti við að ársmiðahafar hefðu ekki beðið um endurgreiðslu á leiki sem þeir geta ekki sótt. „Nei, ég held að í grunninn séu þetta gallharðir félagsmenn sem standa með félaginu sínu í gegnum súrt og sætt.“ Haraldur segir að rekstur félaganna á Íslandi hafi gengið bærilega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það megi þó lítið út af bera. „Þetta hefur gengið betur en ég átti von á. Þetta var samstillt átak. En það sem var lagt upp með í vor var að geta spilað þessa leiki á eðlilegan máta,“ sagði Haraldur og benti á að hans félag, Víkingur, hefði orðið af tólf milljónum króna þegar blása þurfti Arion-mótið af. Haraldur segir ríki og sveitarfélög þurfi að rétta íþróttafélögunum hjálparhönd í þessu árferði. „Framlag ríkisins inn í íþróttahreyfinguna sem kom í vor, það er búið að loka á það. Þetta er samtal sem við þurfum að eiga við yfirvöld. Það er ljóst að íþróttafélögin þurfa meiri aðstoð,“ sagði Haraldur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Áhorfendabannið setur strik í reikning félaganna Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Félögin á Íslandi verða af miklum tekjum við það að mega ekki hafa áhorfendur á leikjum hjá sér. Þetta segir Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta. „Þetta er mikið högg en félögin eru fyrst og fremst þakklát að fá að spila fótbolta aftur og fá þessa undanþágu sem nær til þeirra. En við fengum á okkur þungt högg í vor og gripum til mikilla ráðstafana. Nú fáum við annað högg á okkur með að spila næstu umferðir sem eru framundan án áhorfenda. Það er dálítið mikið tjón fyrir okkur,“ sagði Haraldur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Margir af stærstu leikjum sumarsins eru á næstu vikum, leikir sem skila alla jafna miklu í kassann fyrir félögin. „Þetta eru 3-4 af stærstu leikjum sumarsins; KR-FH, KR-Valur, FH-Stjarnan og Víkingur-Breiðablik. Þetta eru leikir sem væru að öllu jöfnu að skila félögum hátt í þremur milljónum,“ sagði Haraldur. „Við höfum miklar áhyggjur af rekstrinum framundan ef þetta er komið til með að vera. En vonandi verða þetta ekki mikið meira en tvær vikur. Það eru landsleikir framundan og þá verður hlé á deildinni og það vinnur aðeins með okkur.“ Allt hundrað manna samkomur eru leyfðar á Íslandi. Haraldur segir að það hefði skipt félögin all nokkru að mega vera með áhorfendur á leikjum, þótt fáir væru. „Það hefði breytt heilmiklu. Félögin eru með 100-400 ársmiða sem þau eru búin að selja. Þetta fólk fær ekki að koma á völlinn þótt það sé búið að borga fyrir leikina. Það hefði skipt miklu að koma þessu fólki að,“ sagði Haraldur og bætti við að ársmiðahafar hefðu ekki beðið um endurgreiðslu á leiki sem þeir geta ekki sótt. „Nei, ég held að í grunninn séu þetta gallharðir félagsmenn sem standa með félaginu sínu í gegnum súrt og sætt.“ Haraldur segir að rekstur félaganna á Íslandi hafi gengið bærilega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það megi þó lítið út af bera. „Þetta hefur gengið betur en ég átti von á. Þetta var samstillt átak. En það sem var lagt upp með í vor var að geta spilað þessa leiki á eðlilegan máta,“ sagði Haraldur og benti á að hans félag, Víkingur, hefði orðið af tólf milljónum króna þegar blása þurfti Arion-mótið af. Haraldur segir ríki og sveitarfélög þurfi að rétta íþróttafélögunum hjálparhönd í þessu árferði. „Framlag ríkisins inn í íþróttahreyfinguna sem kom í vor, það er búið að loka á það. Þetta er samtal sem við þurfum að eiga við yfirvöld. Það er ljóst að íþróttafélögin þurfa meiri aðstoð,“ sagði Haraldur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Áhorfendabannið setur strik í reikning félaganna
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira