Hafnarfjarðarkirkja þéttsetin eftir slysið Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2020 19:15 Fjölmennt var í Hafnarfjarðarkirkju. Vísir/Sigurjón Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt. Tilkynning um að lítill jepplingur hafi farið fram af Óseyrarbryggju Hafnarfirði barst lögreglu skömmu eftir klukkan níu í gærkvöld. Þrír piltar voru í bilnum og var ljóst frá fyrstu stundu að um mjög alvarlegt slys var að ræða. Fjölmennt lið viðbragðsfólks sent að höfninni; fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu og björgunarsveita. Þannig komu alls átta kafarar að aðgerðum gærkvöldsins með beinum hætti, þar af voru þrír björgunarkafarar slökkviliðs sem hjálpuðu drengjunum upp úr ísilögðum sjónum, en tveir þeirra sátu enn fastir í jepplingnum þegar kafara bar að garði. Þeim þriðja hafði tekist að komast úr bílnum af sjálfsdáðum. Fimm sjúkrabílar voru auk þess kallaðir út, auk dælu- og körfubíls og þá var björgunarbátur á vegum Landsbjargar innan handar. Bíll drengjanna var hífður upp úr höfninni upp úr miðnætti. Lágur kantur er á Óseyrarbryggju, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu uppfyllir bryggjan öll öryggisskilyrði. Piltarnir voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar; þegar þangað var komið voru tveir þeirra fluttir á gjörgæsludeild og segir lögreglan ástand þeirra alvarlegt. Þriðji drengurinn var lagður inn á aðra deild spítalans og er líðan hans sögð eftir atvikum. Boðað var til bænastundar vegna slyssins í Hafnarfjarðarkirkju klukkan fimm síðdegis, en Fríkirkja bæjarins var jafnframt opnuð á öðrum tímanum í nótt þar sem fólki bauðst sálrænn stuðningur. Bekkir Hafnafjarðarkirkju voru þéttsettnir fjölskyldu, vinum og skólafélögum. Prestar hvöttu viðstadda til að halda þétt um hvert annað, tala saman um tilfinningar sínar og að styðja við fjölskyldur drengjanna þriggja. Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir „Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt. Tilkynning um að lítill jepplingur hafi farið fram af Óseyrarbryggju Hafnarfirði barst lögreglu skömmu eftir klukkan níu í gærkvöld. Þrír piltar voru í bilnum og var ljóst frá fyrstu stundu að um mjög alvarlegt slys var að ræða. Fjölmennt lið viðbragðsfólks sent að höfninni; fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu og björgunarsveita. Þannig komu alls átta kafarar að aðgerðum gærkvöldsins með beinum hætti, þar af voru þrír björgunarkafarar slökkviliðs sem hjálpuðu drengjunum upp úr ísilögðum sjónum, en tveir þeirra sátu enn fastir í jepplingnum þegar kafara bar að garði. Þeim þriðja hafði tekist að komast úr bílnum af sjálfsdáðum. Fimm sjúkrabílar voru auk þess kallaðir út, auk dælu- og körfubíls og þá var björgunarbátur á vegum Landsbjargar innan handar. Bíll drengjanna var hífður upp úr höfninni upp úr miðnætti. Lágur kantur er á Óseyrarbryggju, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu uppfyllir bryggjan öll öryggisskilyrði. Piltarnir voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar; þegar þangað var komið voru tveir þeirra fluttir á gjörgæsludeild og segir lögreglan ástand þeirra alvarlegt. Þriðji drengurinn var lagður inn á aðra deild spítalans og er líðan hans sögð eftir atvikum. Boðað var til bænastundar vegna slyssins í Hafnarfjarðarkirkju klukkan fimm síðdegis, en Fríkirkja bæjarins var jafnframt opnuð á öðrum tímanum í nótt þar sem fólki bauðst sálrænn stuðningur. Bekkir Hafnafjarðarkirkju voru þéttsettnir fjölskyldu, vinum og skólafélögum. Prestar hvöttu viðstadda til að halda þétt um hvert annað, tala saman um tilfinningar sínar og að styðja við fjölskyldur drengjanna þriggja.
Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir „Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
„Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44
Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31
Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27