Ekki í belti og sennilega ekki hæfur til að aka strætisvagninum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 17:33 Mynd frá vettvangi slyssins. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður strætisvagns sem lést eftir að hafa misst stjórn á bifreiðinni þann 5. júni 2018 á Ólafsfjarðarvegi hafi ekki verið hæfur til að aka bifreiðinni sökum heilsubrests og lyfjanotkunar. Ökumaðurinn var ekki í belti. Þetta er ein af niðurstöðum nefndarinnar en lokaskýrsla hennar vegna slyssins var gefin út í gær.Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Var hann á leið frá Siglufirði til Akureyrar.Þegar strætisvagninn var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar.Rúmir 100 metrar voru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór fyrst út af veginum þar til hún stöðvaðist.Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Árfarvegurinn sem rútan stöðvaðist í.Mynd/RNSA Ekki í belti Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti og telur nefndin mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Um borð var einnig níu ára drengur. Hann var spenntur í öryggisbelti og slasaðist lítillega. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða. Að mati nefndarinnar var ökuhæfi hans sennilega skert sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér við rannsókn málsins var maðurinn upplýstur af lækni um áhrif lyfjanna. Að mati nefndarinnar eru ákvæði í reglugerð um ökuskírteini sem hefðu sennilega getað komið í veg fyrir þetta slys, ef þeim væri framfylgt. Beinir nefndin því til Samgöngustofu að setja strax reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka í reglugerð um andlegt og líkamlegt hæfi. Þá er því einnig beint til Vegagerðarinnar að framkvæma öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á veginum. Auk þess telur nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni, að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar. Fjallabyggð Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður strætisvagns sem lést eftir að hafa misst stjórn á bifreiðinni þann 5. júni 2018 á Ólafsfjarðarvegi hafi ekki verið hæfur til að aka bifreiðinni sökum heilsubrests og lyfjanotkunar. Ökumaðurinn var ekki í belti. Þetta er ein af niðurstöðum nefndarinnar en lokaskýrsla hennar vegna slyssins var gefin út í gær.Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Var hann á leið frá Siglufirði til Akureyrar.Þegar strætisvagninn var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar.Rúmir 100 metrar voru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór fyrst út af veginum þar til hún stöðvaðist.Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Árfarvegurinn sem rútan stöðvaðist í.Mynd/RNSA Ekki í belti Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti og telur nefndin mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Um borð var einnig níu ára drengur. Hann var spenntur í öryggisbelti og slasaðist lítillega. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða. Að mati nefndarinnar var ökuhæfi hans sennilega skert sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér við rannsókn málsins var maðurinn upplýstur af lækni um áhrif lyfjanna. Að mati nefndarinnar eru ákvæði í reglugerð um ökuskírteini sem hefðu sennilega getað komið í veg fyrir þetta slys, ef þeim væri framfylgt. Beinir nefndin því til Samgöngustofu að setja strax reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka í reglugerð um andlegt og líkamlegt hæfi. Þá er því einnig beint til Vegagerðarinnar að framkvæma öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á veginum. Auk þess telur nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni, að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar.
Fjallabyggð Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25