Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 18:08 Frá vettvangi slyssins við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Þórður Grétarsson Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand í dag eru annars vegar frá Frakklandi og hins vegar Suður-Kóreu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi og eru báðar þyrlurnar nú lentar. Svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 14 í dag við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð, veginum lokað og þyrlur sendar á vettvang. Grímur Hergeirsson settur lögreglustjóri á Suðurlandi hafði ekki upplýsingar um það hvort einhver hinna alvarlega slösuðu væri í lífshættu. Þá er nú unnið að því að varpa ljósi á aðdraganda og ástæður slyssins en Grímur segir að skyggni hafi virst þokkalegt á vettvangi. Hálka hafi hins vegar verið töluvert en ekki er vitað hvort um framúrakstur hafi verið að ræða. „Það er allt sem bendir til þess að bílarnir hafi verið að koma úr gagnstæðum áttum og hinn farið yfir á öfugan vegarhelming og þeir lent í mjög hörðum árekstri, „front-front“-árekstri,“ segir Grímur en leggur þó áherslu á að ekkert sé alveg ljóst í þessum efnum. Tekið á móti slösuðum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvogi í dag.Stöð 2 Alls voru níu ferðamenn í bílunum tveimur, annars vegar frá Suður-Kóreu og hins vegar frá Frakklandi. Fjórir eru alvarlega slasaðir og þar af þrjú börn á aldrinum fimm til tíu ára. Grímur segir að öll börnin hafi verið í öðrum bílnum en hann hafði ekki fengið staðfest hvort þau séu frönsk eða suður-kóresk. „Við höfum verið í sambandi við sendiráðin og ræðismenn þessara þjóða,“ segir Grímur. Börnin voru flutt með annarri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi, ásamt einstaklingi sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Einn fullorðinn einstaklingur slasaðist einnig alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann. Tveir eru minna slasaðir og voru fluttir á sjúkrahús í sjúkrabílum. Viðbragðsaðilar voru enn á vettvangi slyssins nú um klukkan sex. Ekki var búið að draga bílana af vettvangi en Grímur gerir ráð fyrir að þeir verði fluttir fljótlega í hús. Þá segir hann vinnu á slysstað munu halda áfram inn í kvöldið en reynt verði að ljúka henni sem fyrst. Nánar verður fjallað um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu. Slysið varð við Háöldukvísl á Skeiðarársandi.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand í dag eru annars vegar frá Frakklandi og hins vegar Suður-Kóreu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi og eru báðar þyrlurnar nú lentar. Svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 14 í dag við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð, veginum lokað og þyrlur sendar á vettvang. Grímur Hergeirsson settur lögreglustjóri á Suðurlandi hafði ekki upplýsingar um það hvort einhver hinna alvarlega slösuðu væri í lífshættu. Þá er nú unnið að því að varpa ljósi á aðdraganda og ástæður slyssins en Grímur segir að skyggni hafi virst þokkalegt á vettvangi. Hálka hafi hins vegar verið töluvert en ekki er vitað hvort um framúrakstur hafi verið að ræða. „Það er allt sem bendir til þess að bílarnir hafi verið að koma úr gagnstæðum áttum og hinn farið yfir á öfugan vegarhelming og þeir lent í mjög hörðum árekstri, „front-front“-árekstri,“ segir Grímur en leggur þó áherslu á að ekkert sé alveg ljóst í þessum efnum. Tekið á móti slösuðum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvogi í dag.Stöð 2 Alls voru níu ferðamenn í bílunum tveimur, annars vegar frá Suður-Kóreu og hins vegar frá Frakklandi. Fjórir eru alvarlega slasaðir og þar af þrjú börn á aldrinum fimm til tíu ára. Grímur segir að öll börnin hafi verið í öðrum bílnum en hann hafði ekki fengið staðfest hvort þau séu frönsk eða suður-kóresk. „Við höfum verið í sambandi við sendiráðin og ræðismenn þessara þjóða,“ segir Grímur. Börnin voru flutt með annarri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi, ásamt einstaklingi sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Einn fullorðinn einstaklingur slasaðist einnig alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann. Tveir eru minna slasaðir og voru fluttir á sjúkrahús í sjúkrabílum. Viðbragðsaðilar voru enn á vettvangi slyssins nú um klukkan sex. Ekki var búið að draga bílana af vettvangi en Grímur gerir ráð fyrir að þeir verði fluttir fljótlega í hús. Þá segir hann vinnu á slysstað munu halda áfram inn í kvöldið en reynt verði að ljúka henni sem fyrst. Nánar verður fjallað um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu. Slysið varð við Háöldukvísl á Skeiðarársandi.VÍSIR/LANDMÆLINGAR
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12