4. eða 11. apríl gæti orðið risadagur fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 13:00 Roberto Firmino fagnar sigurmarki sínu á móti Tottenham. Getty/ Adam Davy Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Liverpool verði enskur meistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Í huga flestra er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær liðið tryggir sér titilinn. Liverpool er nú með fjórtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á auk þess leik inni á Manchester City sem situr í öðru sætinu. Liverpool á eftir sautján leiki og getur því mest náð 112 stigum. Manchester City á eftir sextán leiki og getur mest náð 95 stigum úr þessu. Liverpool verður því örugglega enskur meistari um leið og liðið nær í sitt 96. stig og vantar því enn 35 stig til að þess að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Þessi stigafjöldi er miðaður við það að City vinni alla sína leiki líka. Vinni Liverpool alla sína leiki þá getur liðið fyrst orðið enskur meistari 4. apríl næstkomandi eða með því að vinna leikinn á þeim degi sem er á móti Manchester City á Ethiad. Takist Liverpool og Manchester City báðum að vinna alla leiki sína þangað til þá verður Liverpool komið með 91 stig fyrir leikinn en City verður með 74 stig. Liverpool spilar einum leik fleira en City þangað til því liðið á leik inni vegna þáttöku sinnar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Vinni Liverpool innbyrðis leik liðanna þá mun muna tuttugu stigum á liðunum en Manchester City ætti þá bara eftir sex leiki. Það væru því bara átján stig eftir í pottinum fyrir lærisveina Pep Guardiola sem myndu ekki duga til að brúa bilið. Liverpool á því möguleika að verða meistari með sigri á Manchester City en verði jafntefli í leiknum mun þá muna sautján stigum á liðunum sem er ekki nóg. Liverpool gæti þá tryggt sér titilinn í næsta leik á eftir sem er á móti Aston Villa á Anfield 11. apríl. Tryggi Liverpool sér titilinn á öðrum af þessum tveimur leikdögum þá mun liðið slá met í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United tryggði sér enska titilinn 14. apríl 2001 en ekkert félag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið titilinn jafnfljótt á leiktíð. Allt er þetta miðað við það að Liverpool haldi áfram þessu ótrúlega gengi sínu. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum sem er magnað afrek í jafnsterkri deild og enska úrvalsdeildin er. Hvort Liverpool heldur sigurgöngunni áfram verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Liverpool verði enskur meistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Í huga flestra er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær liðið tryggir sér titilinn. Liverpool er nú með fjórtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á auk þess leik inni á Manchester City sem situr í öðru sætinu. Liverpool á eftir sautján leiki og getur því mest náð 112 stigum. Manchester City á eftir sextán leiki og getur mest náð 95 stigum úr þessu. Liverpool verður því örugglega enskur meistari um leið og liðið nær í sitt 96. stig og vantar því enn 35 stig til að þess að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Þessi stigafjöldi er miðaður við það að City vinni alla sína leiki líka. Vinni Liverpool alla sína leiki þá getur liðið fyrst orðið enskur meistari 4. apríl næstkomandi eða með því að vinna leikinn á þeim degi sem er á móti Manchester City á Ethiad. Takist Liverpool og Manchester City báðum að vinna alla leiki sína þangað til þá verður Liverpool komið með 91 stig fyrir leikinn en City verður með 74 stig. Liverpool spilar einum leik fleira en City þangað til því liðið á leik inni vegna þáttöku sinnar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Vinni Liverpool innbyrðis leik liðanna þá mun muna tuttugu stigum á liðunum en Manchester City ætti þá bara eftir sex leiki. Það væru því bara átján stig eftir í pottinum fyrir lærisveina Pep Guardiola sem myndu ekki duga til að brúa bilið. Liverpool á því möguleika að verða meistari með sigri á Manchester City en verði jafntefli í leiknum mun þá muna sautján stigum á liðunum sem er ekki nóg. Liverpool gæti þá tryggt sér titilinn í næsta leik á eftir sem er á móti Aston Villa á Anfield 11. apríl. Tryggi Liverpool sér titilinn á öðrum af þessum tveimur leikdögum þá mun liðið slá met í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United tryggði sér enska titilinn 14. apríl 2001 en ekkert félag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið titilinn jafnfljótt á leiktíð. Allt er þetta miðað við það að Liverpool haldi áfram þessu ótrúlega gengi sínu. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum sem er magnað afrek í jafnsterkri deild og enska úrvalsdeildin er. Hvort Liverpool heldur sigurgöngunni áfram verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira