Einelti á vinnustað hefur meiri líkamleg áhrif en áður var talið Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2020 16:00 Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Vísir/Getty Það hefur lengi verið vitað að áhrif eineltis geta verið mikil og langvarandi á andlega heilsu. Þetta á hvoru tveggja við einelti sem fólk verður fyrir í æsku eða sem fullorðið fólk í atvinnulífinu. Þá hefur verið talað um að líkamleg áhrif svipi oft til kvíða- og streitueinkenna, s.s. lystarleysi, ofát, svefntruflanir, magaverkir og fleira. Nú hafa rannsóknir sýnt að áhrif eineltis í vinnu hefur meiri áhrif á líkamlega heilsu en áður var vitað. Nýverið greindi BBC frá því að einelti í vinnunni leitt til þess að líkur á hjartavandamálum aukast og meiri líkur eru á að fólk fái sykursýki 2. Í rannsókn sem gerð var í háskólanum í Kaupmannahöfn voru gögn tæplega 80.000 einstaklinga í Svíþjóð og Danmörku skoðuð. Einstaklingarnir voru bæði karlar og konur á aldrinum 18-65 ára. Spurt var hvort viðkomandi einstaklingar hefðu upplifað einelti í vinnu. Síðan voru heilsufarsupplýsingar um viðkomandi skoðaðar og fylgst með þeim í fjögur ár. European Heart Journal birti niðurstöður rannsóknarinnar árið 2018. Því meira einelti, því meiri líkur á heilsubresti Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Heilsufarsupplýsingar viðkomandi mældust síðan þannig að hjá þessum einstaklingum voru 59% meiri líkur á að viðkomandi myndi glíma við hjartavandamál síðar á ævinni, jafnvel hjartaáfall. Því meira eða oftar sem viðkomandi hafði upplifað einelti, því meiri mældust líkurnar. Það sama gilti um bæði konur og karlmenn. Meiri líkur á hjartavandamálum voru þó ekki einu áhrifin á líkamlega heilsu því rannsóknin sýndi sömu fylgni þegar kom að líkum þess að einstaklingur þrói með sér sykursýki 2, eða áunna sykursýki. Þar sýndu niðurstöður að 46% meiri líkur væru á að einstaklingar sem höfðu upplifað einelti í vinnu, myndu fá sykursýki 2 næsta áratug á eftir. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um viðbrögð við einelti á vinnustöðum og þar segir m.a.: ,,Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.“ Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira
Það hefur lengi verið vitað að áhrif eineltis geta verið mikil og langvarandi á andlega heilsu. Þetta á hvoru tveggja við einelti sem fólk verður fyrir í æsku eða sem fullorðið fólk í atvinnulífinu. Þá hefur verið talað um að líkamleg áhrif svipi oft til kvíða- og streitueinkenna, s.s. lystarleysi, ofát, svefntruflanir, magaverkir og fleira. Nú hafa rannsóknir sýnt að áhrif eineltis í vinnu hefur meiri áhrif á líkamlega heilsu en áður var vitað. Nýverið greindi BBC frá því að einelti í vinnunni leitt til þess að líkur á hjartavandamálum aukast og meiri líkur eru á að fólk fái sykursýki 2. Í rannsókn sem gerð var í háskólanum í Kaupmannahöfn voru gögn tæplega 80.000 einstaklinga í Svíþjóð og Danmörku skoðuð. Einstaklingarnir voru bæði karlar og konur á aldrinum 18-65 ára. Spurt var hvort viðkomandi einstaklingar hefðu upplifað einelti í vinnu. Síðan voru heilsufarsupplýsingar um viðkomandi skoðaðar og fylgst með þeim í fjögur ár. European Heart Journal birti niðurstöður rannsóknarinnar árið 2018. Því meira einelti, því meiri líkur á heilsubresti Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Heilsufarsupplýsingar viðkomandi mældust síðan þannig að hjá þessum einstaklingum voru 59% meiri líkur á að viðkomandi myndi glíma við hjartavandamál síðar á ævinni, jafnvel hjartaáfall. Því meira eða oftar sem viðkomandi hafði upplifað einelti, því meiri mældust líkurnar. Það sama gilti um bæði konur og karlmenn. Meiri líkur á hjartavandamálum voru þó ekki einu áhrifin á líkamlega heilsu því rannsóknin sýndi sömu fylgni þegar kom að líkum þess að einstaklingur þrói með sér sykursýki 2, eða áunna sykursýki. Þar sýndu niðurstöður að 46% meiri líkur væru á að einstaklingar sem höfðu upplifað einelti í vinnu, myndu fá sykursýki 2 næsta áratug á eftir. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um viðbrögð við einelti á vinnustöðum og þar segir m.a.: ,,Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.“
Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira