Gera þarf átak í uppbyggingu á varnargörðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. janúar 2020 20:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal þeirra sem funduðu í ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/vilhelm Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. Atburðirnir fyrir vestan snerta málaflokka fjölda ráðuneyta og því var efnt til fundar ráðherranefndar um samræmingu málefna í ráðherrabústaðnum í dag. Þar komu saman fimm ráðherrar, fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, náttúruhamfaratryggingar og Rauða krossins. Fjármálaráðherra segir að bregðast þurfi hraðar við í uppbyggingu snjóflóðavarnargarða. „Ég held við þurfum að horfast í augu við að við erum eftir á í uppbygginu á varnarmannvirkjum," segir Bjarni Benediktsson. „Með núverandi framkvæmdahraða eru áratugir, jafnvel þrjátíu ár, í að við ljúkum uppbyggingu slíkra varnarmannvirkja alls staðar um landið. En fyrri áform gengu út á það að vera búin að þessu núna 2020. Þannig að mér sýnist að þar þurfum við að gera átak," segir Bjarni. Forsætisráðherra segir að einnig þurfi að skoða núverandi varnargarða. Sérstaklega ljósi þess að eitt flóðið á Flateyri hafi að hluta farið yfir garðinn. „Þetta varnarmannvirki er byggt á sínum tíma. Það byggir á þeim viðmiðum sem voru lögð til grundvallar þá. Þannig að sjálfsögðu verður farið yfir þau. Ekki bara á þessum stöðum, heldur almennt," segir Katrín Jakobsdóttir. Hún segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Nú þurfi að huga að íbúum og áfallahjálp. Þetta ýfi upp sár frá fyrri hamförum á svæðinu. „Það er það sem margir eru að endurupplifa þegar svona viðburðir verða. En um leið er það stórkostleg blessun að ekki hafi orðið manntjón. Og að ungu stúlkunni, þrátt fyrir að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni líður, að henni hafi verið bjargað," segir hún. Heilbrigðisráðherra tekur undir þetta. „Við erum að skoða og meta á stórum skala hvað þurfi að gera til lengri og skemmri tíma. Þá er ég að tala um sálfræðilegan stuðning og aðstoð við íbúa. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði gert vel," segir Svandís Svavarsdóttir. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. Atburðirnir fyrir vestan snerta málaflokka fjölda ráðuneyta og því var efnt til fundar ráðherranefndar um samræmingu málefna í ráðherrabústaðnum í dag. Þar komu saman fimm ráðherrar, fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, náttúruhamfaratryggingar og Rauða krossins. Fjármálaráðherra segir að bregðast þurfi hraðar við í uppbyggingu snjóflóðavarnargarða. „Ég held við þurfum að horfast í augu við að við erum eftir á í uppbygginu á varnarmannvirkjum," segir Bjarni Benediktsson. „Með núverandi framkvæmdahraða eru áratugir, jafnvel þrjátíu ár, í að við ljúkum uppbyggingu slíkra varnarmannvirkja alls staðar um landið. En fyrri áform gengu út á það að vera búin að þessu núna 2020. Þannig að mér sýnist að þar þurfum við að gera átak," segir Bjarni. Forsætisráðherra segir að einnig þurfi að skoða núverandi varnargarða. Sérstaklega ljósi þess að eitt flóðið á Flateyri hafi að hluta farið yfir garðinn. „Þetta varnarmannvirki er byggt á sínum tíma. Það byggir á þeim viðmiðum sem voru lögð til grundvallar þá. Þannig að sjálfsögðu verður farið yfir þau. Ekki bara á þessum stöðum, heldur almennt," segir Katrín Jakobsdóttir. Hún segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Nú þurfi að huga að íbúum og áfallahjálp. Þetta ýfi upp sár frá fyrri hamförum á svæðinu. „Það er það sem margir eru að endurupplifa þegar svona viðburðir verða. En um leið er það stórkostleg blessun að ekki hafi orðið manntjón. Og að ungu stúlkunni, þrátt fyrir að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni líður, að henni hafi verið bjargað," segir hún. Heilbrigðisráðherra tekur undir þetta. „Við erum að skoða og meta á stórum skala hvað þurfi að gera til lengri og skemmri tíma. Þá er ég að tala um sálfræðilegan stuðning og aðstoð við íbúa. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði gert vel," segir Svandís Svavarsdóttir.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira