Eigandi Blossa ÍS-225: "Það var skelfilegt að upplifa þetta“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 14:17 Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014. Facebook-síða Blossa ÍS-225 „Það er í raun ekki mikið að segja. Hann lá þarna við bryggjuna og það fór allt,“ segir Einar Guðbjartsson útgerðarmaður og einn eigenda bátsins Blossa ÍS-225 sem var í hópi sex báta sem sukku í Flateyrarhöfn í gærkvöldi. Einar segist hafa farið niður á höfn í gærkvöldi, eftir að flóðin féllu, og þá séð endann af bátnum standa upp úr sjónum. „Það er svo mikið af raftækjum og kerfum þarna, þannig að þetta er líklega meira eða minna allt ónýtt. Maður veit ekki hvernig er með skrokkinn, hvernig hann er. En það kemur líklega ekki í ljós fyrr en eftir einhverja daga,“ segir Einar. Einar á bátinn Blossa ásamt Guðrúnu Pálsdóttur, eiginkonu sinni, og syni þeirra sem jafnframt er skipstjóri. Fyrirtækið heitir Hlunnar og segir Einar að þar starfi sex, sjö manns. Fyrirtækið gerði út tvo báta, en annar þeirra var seldur síðasta haust. Einar Guðbjartsson í Önundarfirði.Facebook-síða Einars. Einar segir að hann hafi fengið sms í röðum í gærkvöldi – sjálfvirkar tilkynningar úr bátnum um að eldur væri í vélarrúmi og fleiri boð um að ekki væri allt með felldu. „Ég fór þá niður að höfn og þá var björgunarsveitin á staðnum. […] Það var skelfilegt að upplifa þetta.“ Hann segist ekki vera búinn að meta framhaldið. „Nei, við verðum bara bíða með að ná bátnum upp og taka stöðuna í framhaldi af því.“ Einar segir bæjarbúa vera í sjokki vegna snjóflóðanna. „Það létti samt mikið yfir mér þegar fréttir bárust af því að tekist hafi að bjarga unglingsstúlkunni og að ekkert manntjón hafi orðið.“ Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014. Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
„Það er í raun ekki mikið að segja. Hann lá þarna við bryggjuna og það fór allt,“ segir Einar Guðbjartsson útgerðarmaður og einn eigenda bátsins Blossa ÍS-225 sem var í hópi sex báta sem sukku í Flateyrarhöfn í gærkvöldi. Einar segist hafa farið niður á höfn í gærkvöldi, eftir að flóðin féllu, og þá séð endann af bátnum standa upp úr sjónum. „Það er svo mikið af raftækjum og kerfum þarna, þannig að þetta er líklega meira eða minna allt ónýtt. Maður veit ekki hvernig er með skrokkinn, hvernig hann er. En það kemur líklega ekki í ljós fyrr en eftir einhverja daga,“ segir Einar. Einar á bátinn Blossa ásamt Guðrúnu Pálsdóttur, eiginkonu sinni, og syni þeirra sem jafnframt er skipstjóri. Fyrirtækið heitir Hlunnar og segir Einar að þar starfi sex, sjö manns. Fyrirtækið gerði út tvo báta, en annar þeirra var seldur síðasta haust. Einar Guðbjartsson í Önundarfirði.Facebook-síða Einars. Einar segir að hann hafi fengið sms í röðum í gærkvöldi – sjálfvirkar tilkynningar úr bátnum um að eldur væri í vélarrúmi og fleiri boð um að ekki væri allt með felldu. „Ég fór þá niður að höfn og þá var björgunarsveitin á staðnum. […] Það var skelfilegt að upplifa þetta.“ Hann segist ekki vera búinn að meta framhaldið. „Nei, við verðum bara bíða með að ná bátnum upp og taka stöðuna í framhaldi af því.“ Einar segir bæjarbúa vera í sjokki vegna snjóflóðanna. „Það létti samt mikið yfir mér þegar fréttir bárust af því að tekist hafi að bjarga unglingsstúlkunni og að ekkert manntjón hafi orðið.“ Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014.
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20