Einn frægasti fótboltamaður Tyrkja í sögunni starfar nú sem Uber-bílstjóri í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 23:30 Hakan Sükur með verðlaun sem hann fékk árið 2014. Ári síðar var hann búinn að flýja land. Getty/ Tullio M. Puglia Hakan Sükur er langmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Hann átti flottan fótboltaferil og ætti að vera njóta góðs af því í „ellinni.“ Það vita eflaust færri að því að sú er ekki raunin eftir að kappinn flúði Tyrkland fyrir fimm árum. Hakan Sükur ætti að öllu eðlilegu að vera mikil goðsögn í heimalandi sínu en árið 2015 þá þoldi hann ekki lengur við í Tyrklandi og ákvað að flýja land. Hann missti allt sitt og varð að hefja algjörlega nýtt líf hinum megin við Atlantshafið. Hakan Sükur er nú 48 ára gamall og sagði sögu sína í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Hann missti allt sitt þegar hann yfirgaf Tyrkland. Var landets kung – nu kör han taxi: ▸ VM-hjältens nya liv i exil: ”Tagit allt ifrån mig” https://t.co/6cjohfZbGE— Nyheter (@Nyheter_) January 13, 2020 Undanfarin misseri hefur Hakan Sükur starfað sem Uber-bílstjóri í Washington í Bandaríkjunum auk þess að vinna fyrir sér sem bókasölumaður. „Þeir tóku allt sem ég átti. Nú er ég byrjaður að vinna aftur en ég á ekki neitt. Erdogan gerði allt upptækt. Frelsið mitt, réttinn til að skýra mína hlið, réttinn til að tjá mig og réttinn til að vinna,“ sagði Hakan Sükur meðal annars í viðtalinu. Hakan Sükur setti met á HM 2002 þegar hann skoraði fljótasta mark í sögu heimsmeistaramótsins. Hakan Sükur skoraði þá eftir 48 sekúndur í leik við Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið. Tyrkir náðu þriðja sætinu sem er besti árangur landsliðsins frá upphafi. Þeir hafa ekki komist á HM síðan. Fjórtán árum síðar yfirgaf Sükur Tyrkland og tyrkneska ríkisstjórnin svaraði því með því að frysta eigur hans og fangelsa föður hans. Það var ekki það eina. „Þeir hentu steinum í verslun konunnar, börnin mín voru áreitt á götunum og mér var hótað öllu illu eftir yfirlýsingar mínar,“ sagði Hakan Sükur. Hakan Sükur hafði stofnað kaffihús í Bandaríkjunum en varð að loka því vegna ofsókna eftir að aðdáandi tók mynd af sér með Hakan Sükur. Þegar aðdáandinn snéri til baka til Tyrklands þá fundu yfirvöld myndina af honum og Hakan Sükur á síma hans. Aðdáandinn þurfti að dúsa í fjórtán mánuði í fangelsi. Hakan #Sükür über seinen Weg vom Volkshelden zum „Staatsfeind“ in der #Türkei, den Ausschluss von #Galatasary, 14 Monate Haft für ein Selfie, seine neuen Jobs in den USA und über die Gerüchte um #Gülen (€)https://t.co/rOOQb8H2NC— Matthias Marburg (@BILD_Marburg) January 12, 2020 Ást Sükur á Tyrklandi hefur ekkert breyst, aðeins andúð hans út í þá sem stjórna landinu með harðri hendi. „Ég elska fánann og landið mitt,“ sagði Hakan Sükur. Faðir hans var látinn laus úr fangelsi eftir að það kom í ljós að hann var með krabbamein. Hakan Sükur skoraði alls 51 mark í 112 landsleikjum. Hann var fyrirliði í 34 landsleikjanna og hefur skorað 27 mörkum meira en næstmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Sükur lék einu sinni á móti Íslandi og skoraði þá tvö mörk í 5-0 sigri í undankeppni EM í október 1994. Sükur spilaði stærsta hluta ferils síns í heimalandinu en reyndi einnig fyrir sér á Ítalíu og í nokkra mánuði með Blackburn Rovers undir lok ferilsins. Fótbolti Tyrkland Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Sjá meira
Hakan Sükur er langmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Hann átti flottan fótboltaferil og ætti að vera njóta góðs af því í „ellinni.“ Það vita eflaust færri að því að sú er ekki raunin eftir að kappinn flúði Tyrkland fyrir fimm árum. Hakan Sükur ætti að öllu eðlilegu að vera mikil goðsögn í heimalandi sínu en árið 2015 þá þoldi hann ekki lengur við í Tyrklandi og ákvað að flýja land. Hann missti allt sitt og varð að hefja algjörlega nýtt líf hinum megin við Atlantshafið. Hakan Sükur er nú 48 ára gamall og sagði sögu sína í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Hann missti allt sitt þegar hann yfirgaf Tyrkland. Var landets kung – nu kör han taxi: ▸ VM-hjältens nya liv i exil: ”Tagit allt ifrån mig” https://t.co/6cjohfZbGE— Nyheter (@Nyheter_) January 13, 2020 Undanfarin misseri hefur Hakan Sükur starfað sem Uber-bílstjóri í Washington í Bandaríkjunum auk þess að vinna fyrir sér sem bókasölumaður. „Þeir tóku allt sem ég átti. Nú er ég byrjaður að vinna aftur en ég á ekki neitt. Erdogan gerði allt upptækt. Frelsið mitt, réttinn til að skýra mína hlið, réttinn til að tjá mig og réttinn til að vinna,“ sagði Hakan Sükur meðal annars í viðtalinu. Hakan Sükur setti met á HM 2002 þegar hann skoraði fljótasta mark í sögu heimsmeistaramótsins. Hakan Sükur skoraði þá eftir 48 sekúndur í leik við Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið. Tyrkir náðu þriðja sætinu sem er besti árangur landsliðsins frá upphafi. Þeir hafa ekki komist á HM síðan. Fjórtán árum síðar yfirgaf Sükur Tyrkland og tyrkneska ríkisstjórnin svaraði því með því að frysta eigur hans og fangelsa föður hans. Það var ekki það eina. „Þeir hentu steinum í verslun konunnar, börnin mín voru áreitt á götunum og mér var hótað öllu illu eftir yfirlýsingar mínar,“ sagði Hakan Sükur. Hakan Sükur hafði stofnað kaffihús í Bandaríkjunum en varð að loka því vegna ofsókna eftir að aðdáandi tók mynd af sér með Hakan Sükur. Þegar aðdáandinn snéri til baka til Tyrklands þá fundu yfirvöld myndina af honum og Hakan Sükur á síma hans. Aðdáandinn þurfti að dúsa í fjórtán mánuði í fangelsi. Hakan #Sükür über seinen Weg vom Volkshelden zum „Staatsfeind“ in der #Türkei, den Ausschluss von #Galatasary, 14 Monate Haft für ein Selfie, seine neuen Jobs in den USA und über die Gerüchte um #Gülen (€)https://t.co/rOOQb8H2NC— Matthias Marburg (@BILD_Marburg) January 12, 2020 Ást Sükur á Tyrklandi hefur ekkert breyst, aðeins andúð hans út í þá sem stjórna landinu með harðri hendi. „Ég elska fánann og landið mitt,“ sagði Hakan Sükur. Faðir hans var látinn laus úr fangelsi eftir að það kom í ljós að hann var með krabbamein. Hakan Sükur skoraði alls 51 mark í 112 landsleikjum. Hann var fyrirliði í 34 landsleikjanna og hefur skorað 27 mörkum meira en næstmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Sükur lék einu sinni á móti Íslandi og skoraði þá tvö mörk í 5-0 sigri í undankeppni EM í október 1994. Sükur spilaði stærsta hluta ferils síns í heimalandinu en reyndi einnig fyrir sér á Ítalíu og í nokkra mánuði með Blackburn Rovers undir lok ferilsins.
Fótbolti Tyrkland Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Sjá meira