Jonni: Er hreinn og beinn með það Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 29. janúar 2020 22:53 Jón Halldór Eðvaldsson. vísir/skjáskot Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00