Eigandi Leeds hraunaði yfir dómarana á Twitter er Leeds fór á toppinn | Rooney opnaði reikninginn fyrir Derby 28. janúar 2020 21:38 Leikmenn Leeds fagna í kvöld. vísir/getty Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar eftir 3-2 endurkomusigur gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall, 3-2, en Leeds lenti 2-0 undir. Shaun Hutchinson kom Millwall yfir á fjórðu mínútu og Jed Wallace tvöfaldaði forystuna fyrir úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Í stöðunni 2-0 birti eigandi Leeds, Andrea Radizzani, athyglisverða Twitter-færslu. Þar hraunaði hann yfir dómara leiksins og sagði dómgæsluna óásættanlega. Hann segist hafa séð margt en hann hafi ekki kynnst öðru eins og í kvöld. Þetta sé ekki boðlegt fyrir atvinnumannadeild og að dómararnir þurfi hjálp tækninnar. Speechless...in two years I have seen a lot but the level shown tonight is not acceptable for a professional league. Time to improve, use technology support and prepare professionals fit to work at the top level of football— Andrea Radrizzani (@andrearadri) January 28, 2020 Allt annað var að sjá lið Leeds í síðari hálfleik. Patrick Bamford minnkaði muninn á 48. mínútu og fjórtán mínútum síðar jafnaði Pablo Hernandez. Það var svo Bamford sem skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leeds á 67. mínútu er hann tryggði Leeds endurkomusigur. Lokatölur 3-2. Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Millwall sem er í 9. sætinu. Leeds er komið á topp deildarinnar með 55 stig því á sama tíma í kvöld tapaði WBA fyrir Cardiff á útivelli, 2-1. WBA er í 2. sætinu með 53 stig. Nottingham Forest er komið upp í 3. sætið og er nú einungis tveimur stigum á eftir WBA eftir 1-0 sigur á Brentford á útivelli í kvöld. Wayne Rooney opnaði markareikning sinn fyrir Derby er hann skoraði fyrsta mark leiksins er liðið tapaði 3-2 fyrir Luton. Wayne Rooney has scored his first goal in English football since for Everton against Swansea in December 2017 (had gone 21 apps for Derby & Everton without scoring) pic.twitter.com/96CRt6RzQP— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 28, 2020 Derby er í 16. sæti deildarinnar.Öll úrslit kvöldsins: Blackburn - QPR 2-1 Brentford - Nottingham Forest 0-1 Cardiff - WBA 2-1 Hull - Huddersfield 1-1 Leeds - Millwall 3-2 Luton - Derby 2-2 Wigan - Sheffield Wednesday 2-1 Reading - Bristol 0-1 Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar eftir 3-2 endurkomusigur gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall, 3-2, en Leeds lenti 2-0 undir. Shaun Hutchinson kom Millwall yfir á fjórðu mínútu og Jed Wallace tvöfaldaði forystuna fyrir úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Í stöðunni 2-0 birti eigandi Leeds, Andrea Radizzani, athyglisverða Twitter-færslu. Þar hraunaði hann yfir dómara leiksins og sagði dómgæsluna óásættanlega. Hann segist hafa séð margt en hann hafi ekki kynnst öðru eins og í kvöld. Þetta sé ekki boðlegt fyrir atvinnumannadeild og að dómararnir þurfi hjálp tækninnar. Speechless...in two years I have seen a lot but the level shown tonight is not acceptable for a professional league. Time to improve, use technology support and prepare professionals fit to work at the top level of football— Andrea Radrizzani (@andrearadri) January 28, 2020 Allt annað var að sjá lið Leeds í síðari hálfleik. Patrick Bamford minnkaði muninn á 48. mínútu og fjórtán mínútum síðar jafnaði Pablo Hernandez. Það var svo Bamford sem skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leeds á 67. mínútu er hann tryggði Leeds endurkomusigur. Lokatölur 3-2. Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Millwall sem er í 9. sætinu. Leeds er komið á topp deildarinnar með 55 stig því á sama tíma í kvöld tapaði WBA fyrir Cardiff á útivelli, 2-1. WBA er í 2. sætinu með 53 stig. Nottingham Forest er komið upp í 3. sætið og er nú einungis tveimur stigum á eftir WBA eftir 1-0 sigur á Brentford á útivelli í kvöld. Wayne Rooney opnaði markareikning sinn fyrir Derby er hann skoraði fyrsta mark leiksins er liðið tapaði 3-2 fyrir Luton. Wayne Rooney has scored his first goal in English football since for Everton against Swansea in December 2017 (had gone 21 apps for Derby & Everton without scoring) pic.twitter.com/96CRt6RzQP— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 28, 2020 Derby er í 16. sæti deildarinnar.Öll úrslit kvöldsins: Blackburn - QPR 2-1 Brentford - Nottingham Forest 0-1 Cardiff - WBA 2-1 Hull - Huddersfield 1-1 Leeds - Millwall 3-2 Luton - Derby 2-2 Wigan - Sheffield Wednesday 2-1 Reading - Bristol 0-1
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira