Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. janúar 2020 16:45 Þegar Stefán Eiríksson var lögreglustjóri stofnaði hann reikninga fyrir embættið á samfélagsmiðlum - sem skilaði lögreglunni nafnbótinni Vefhetja Vísir/LRH Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig á samfélagsmiðlum var eitt af því sem vóg þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans. Þetta segir Kári Jónasson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins. Hann segir nýráðinn útvarpsstjóra svo sannarlega hæfastan úr hópi umsækjenda og óttast því ekki stjórnin hafi bakað sér bótaskyldu, eins og aðrar stofnanir hafa gert með ráðningum sínum að undanförnu. Greint var frá því í dag að Stefán hafi verið hlutskarpastur 41 umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Ráðningarferlið hefur ekki verið óumdeilt, því stjórn Ríkisútvarpsins ákvað að gefa ekki upp hver sóttu um starfið. Það sögðu þau vera að ráðleggingu Capacent, sem aðstoðaði við ráðninguna, og myndi skila þeim hæfari umsækjendum. Að endingu var Stefán talinn þeirra hæfastur. Kári Jónasson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins Að sögn Kára liggur mikil vinna að baki ákvörðuninni og fjölmargir stjórnarfundir. Nítján umsækjendur voru kallaðir í viðtöl, sem fulltrúar Capacent og stjórnar RÚV sátu „og svo fækkaði og fækkaði í hópnum þangað til að þrír voru eftir á lokasprettinum“ segir Kári. Samkvæmt heimildum Vísis voru það fyrrnefndur Stefán, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem þóttu hlutskörpust. Aðspurður um hversu stór hluti þessa nítján manna hóps var boðaður í fleiri en eitt viðtal sagðist Kári ekki vera með fjöldann á takteinum. Óttast ekki bætur Ráðningar opinberra stofnanna hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu.Seðlabankinn er talinn hafa brotið jafnréttislög þegar bankinn réð upplýsingafulltrúa á síðasta ári og þá greiðir ríkið tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Aðspurður hvort stjórn Ríkisútvarpsins hafi, í ljósi þessarar umræðu, baktryggt sig við sambærilegri bótaskyldu, segir Kári að farið hafi verið eftir „öllum lögum og teljum þetta allt vera á beinu brautinni hjá okkur.“ Stjórnin telur sig því hafa raunverulega valið þann hæfasta til verksins - „eftir mikla yfirlegu og marga fundi,“ undirstrikar Kári. Stefán Eiríksson tekur við stjórnartaumunum í Efstaleiti þann 1. mars næstkomandi. Horft til umdeildra Facebook-síðu Í tilkynningu stjórnarinnar sem send var til fjölmiðla í dag segir hún að horft hafi verið til ýmissa þátta í vinnu sinni. Þeirra á meðal að leitað hafi verið eftir „öflugum leiðtoga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar.“ „Við áttum okkur á því að það eru þegar hafnir nýir tímar í miðlun. Þetta hófst með RÚV Núll og vefnum og öllu því. Það er mjög mikilvægt að stýra fyrirtækinu inn í þennan nýjan heim sem er sífellt að þróast,“ segir Kári. Í því samhengi nefnir Kári að nýi útvarpsstjórinn sé „auðvitað gamall blaðamaður, fyrst og fremst,“ og vísar þar til starfa Stefáns fyrir Morgunblaðið og Tímann á árum áður. Framganga Stefáns á samfélagsmiðlum hafi jafnframt lagt sitt lóð á vogarskálarnar. „Hann setti á fót mjög umdeilda Facebook-síðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og var algjör frumkvöðull í því,“ segir Kári. Umrædd Facebook-síða var stofnuð árið 2010, rétt eins og Twitter-aðgangur lögreglunnar. Þar að auki starfrækir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu reikninga á Pinterest, YouTube, Flickr og Livestream en það er ekki síst Instagram-síða lögreglunnar sem vakið hefur athygli - „ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar,“ eins og Kári kemst að orði. Fyrirferð lögreglunnar á samfélagsmiðlum skiluðu stofnuninni meðal annars tilnefningu til erlendra verðlauna og nafnbótinni „Vefhetja ársins“ á Nexpo-verðlaununum 2012. Stefán veitti verðlaununum viðtöku og sagði af því tilefni að það væri „mikilvægt í þessu starfi eins og öðru að vera maður sjálfur og koma til dyranna eins og maður er klæddur.“ Fjölmiðlar Lögreglan Ráðning útvarpsstjóra Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig á samfélagsmiðlum var eitt af því sem vóg þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans. Þetta segir Kári Jónasson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins. Hann segir nýráðinn útvarpsstjóra svo sannarlega hæfastan úr hópi umsækjenda og óttast því ekki stjórnin hafi bakað sér bótaskyldu, eins og aðrar stofnanir hafa gert með ráðningum sínum að undanförnu. Greint var frá því í dag að Stefán hafi verið hlutskarpastur 41 umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Ráðningarferlið hefur ekki verið óumdeilt, því stjórn Ríkisútvarpsins ákvað að gefa ekki upp hver sóttu um starfið. Það sögðu þau vera að ráðleggingu Capacent, sem aðstoðaði við ráðninguna, og myndi skila þeim hæfari umsækjendum. Að endingu var Stefán talinn þeirra hæfastur. Kári Jónasson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins Að sögn Kára liggur mikil vinna að baki ákvörðuninni og fjölmargir stjórnarfundir. Nítján umsækjendur voru kallaðir í viðtöl, sem fulltrúar Capacent og stjórnar RÚV sátu „og svo fækkaði og fækkaði í hópnum þangað til að þrír voru eftir á lokasprettinum“ segir Kári. Samkvæmt heimildum Vísis voru það fyrrnefndur Stefán, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem þóttu hlutskörpust. Aðspurður um hversu stór hluti þessa nítján manna hóps var boðaður í fleiri en eitt viðtal sagðist Kári ekki vera með fjöldann á takteinum. Óttast ekki bætur Ráðningar opinberra stofnanna hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu.Seðlabankinn er talinn hafa brotið jafnréttislög þegar bankinn réð upplýsingafulltrúa á síðasta ári og þá greiðir ríkið tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Aðspurður hvort stjórn Ríkisútvarpsins hafi, í ljósi þessarar umræðu, baktryggt sig við sambærilegri bótaskyldu, segir Kári að farið hafi verið eftir „öllum lögum og teljum þetta allt vera á beinu brautinni hjá okkur.“ Stjórnin telur sig því hafa raunverulega valið þann hæfasta til verksins - „eftir mikla yfirlegu og marga fundi,“ undirstrikar Kári. Stefán Eiríksson tekur við stjórnartaumunum í Efstaleiti þann 1. mars næstkomandi. Horft til umdeildra Facebook-síðu Í tilkynningu stjórnarinnar sem send var til fjölmiðla í dag segir hún að horft hafi verið til ýmissa þátta í vinnu sinni. Þeirra á meðal að leitað hafi verið eftir „öflugum leiðtoga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar.“ „Við áttum okkur á því að það eru þegar hafnir nýir tímar í miðlun. Þetta hófst með RÚV Núll og vefnum og öllu því. Það er mjög mikilvægt að stýra fyrirtækinu inn í þennan nýjan heim sem er sífellt að þróast,“ segir Kári. Í því samhengi nefnir Kári að nýi útvarpsstjórinn sé „auðvitað gamall blaðamaður, fyrst og fremst,“ og vísar þar til starfa Stefáns fyrir Morgunblaðið og Tímann á árum áður. Framganga Stefáns á samfélagsmiðlum hafi jafnframt lagt sitt lóð á vogarskálarnar. „Hann setti á fót mjög umdeilda Facebook-síðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og var algjör frumkvöðull í því,“ segir Kári. Umrædd Facebook-síða var stofnuð árið 2010, rétt eins og Twitter-aðgangur lögreglunnar. Þar að auki starfrækir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu reikninga á Pinterest, YouTube, Flickr og Livestream en það er ekki síst Instagram-síða lögreglunnar sem vakið hefur athygli - „ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar,“ eins og Kári kemst að orði. Fyrirferð lögreglunnar á samfélagsmiðlum skiluðu stofnuninni meðal annars tilnefningu til erlendra verðlauna og nafnbótinni „Vefhetja ársins“ á Nexpo-verðlaununum 2012. Stefán veitti verðlaununum viðtöku og sagði af því tilefni að það væri „mikilvægt í þessu starfi eins og öðru að vera maður sjálfur og koma til dyranna eins og maður er klæddur.“
Fjölmiðlar Lögreglan Ráðning útvarpsstjóra Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30
Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18