Sportpakkinn: Refirnir geta komist í úrslit í fyrsta sinn í 20 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2020 18:15 Jamie Vardy snýr aftur í kvöld. vísir/getty Það ræðst í kvöld og annað kvöld hvaða lið leika til úrslita í enska deildabikarnum. Aston Villa mætir Leicester City í kvöld og Manchester liðin, City og United, eigast við annað kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leik Villa og Leicester. Markahrókurinn Jamie Vardy verður með Leicester í kvöld. Hann meiddist í 4-1 sigri á West Ham á miðvikudaginn í síðustu viku og var ekki með þegar Leicester vann Brentford í ensku bikarkeppninni á laugardag. Vardy er markahæstur í úrvalsdeildinni, er búinn að skora 17 mörk en hefur ekki skorað í fimm síðustu leikjum. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, segir að þótt hann sé ekki búinn að jafna sig ætli hann að tefla honum fram. Kelechi Iheanacho gæti spilað með Vardy í framlínunni. Strákurinn skoraði gegn Brentford um helgina. Það var hans sjöunda mark í tólf leikjum á leiktíðinni. Nampalys Mendy og Wes Morgan verða ekki með en Wilfred Ndidi gæti spilað sinn fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli. Heilum 23 stigum munar á liðunum í úrvalsdeildinni. Villa er í 16. sæti en Leicester í því þriðja. Brasilíumaðurinn Wesley, sem Aston Villa keypti á 22 milljónir punda frá Club Brugge síðastliðið sumar, sleit krossbönd í hné á nýársdag og spilar ekki meira í vetur. Villa sótti annan leikmann í belgísku deildina, Mbwana Samatta kom til félagsins í síðustu viku. Hann var keyptur frá Genk á tíu milljónir punda. Aston Villa hefur átta sinnum komist í úrslit deildabikarsins, síðast fyrir 10 árum þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Síðast vann liðið deildabikarinn 1996, vann þá Leeds 3-0 í úrslitum. Það var fimmti sigur liðsins í deildabikarnum. Leicester hefur fimm sinnum komist í úrslit þessarar keppni, síðast fyrir 20 árum, vann þá Aston Villa í undanúrslitum og Tranmere Rovers í úrslitaleiknum, 2-1. Klippa: Sportpakkinn: Villa og Leicester berjast um sæti í úrslitaleiknum Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool Sjá meira
Það ræðst í kvöld og annað kvöld hvaða lið leika til úrslita í enska deildabikarnum. Aston Villa mætir Leicester City í kvöld og Manchester liðin, City og United, eigast við annað kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leik Villa og Leicester. Markahrókurinn Jamie Vardy verður með Leicester í kvöld. Hann meiddist í 4-1 sigri á West Ham á miðvikudaginn í síðustu viku og var ekki með þegar Leicester vann Brentford í ensku bikarkeppninni á laugardag. Vardy er markahæstur í úrvalsdeildinni, er búinn að skora 17 mörk en hefur ekki skorað í fimm síðustu leikjum. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, segir að þótt hann sé ekki búinn að jafna sig ætli hann að tefla honum fram. Kelechi Iheanacho gæti spilað með Vardy í framlínunni. Strákurinn skoraði gegn Brentford um helgina. Það var hans sjöunda mark í tólf leikjum á leiktíðinni. Nampalys Mendy og Wes Morgan verða ekki með en Wilfred Ndidi gæti spilað sinn fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli. Heilum 23 stigum munar á liðunum í úrvalsdeildinni. Villa er í 16. sæti en Leicester í því þriðja. Brasilíumaðurinn Wesley, sem Aston Villa keypti á 22 milljónir punda frá Club Brugge síðastliðið sumar, sleit krossbönd í hné á nýársdag og spilar ekki meira í vetur. Villa sótti annan leikmann í belgísku deildina, Mbwana Samatta kom til félagsins í síðustu viku. Hann var keyptur frá Genk á tíu milljónir punda. Aston Villa hefur átta sinnum komist í úrslit deildabikarsins, síðast fyrir 10 árum þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Síðast vann liðið deildabikarinn 1996, vann þá Leeds 3-0 í úrslitum. Það var fimmti sigur liðsins í deildabikarnum. Leicester hefur fimm sinnum komist í úrslit þessarar keppni, síðast fyrir 20 árum, vann þá Aston Villa í undanúrslitum og Tranmere Rovers í úrslitaleiknum, 2-1. Klippa: Sportpakkinn: Villa og Leicester berjast um sæti í úrslitaleiknum
Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool Sjá meira
Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti