Guardiola ósáttur með „Emptyhad“: Ég veit ekki af hverju var ekki fullt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 10:00 Það mættu mun færri en vanalega á Etihad leikvanginn um helgina en ekki þó alveg svona fáir. Getty/ Tim Goode Pep Guardiola talaði um lélega mætingu stuðningsmanna Manchester City á bikarleiknum á móti Fulham um helgina. Manchester City setti þar upp sýningu í 4-0 sigri á b-deildarliðinu. Það mættu reyndar 39.223 á leikinn sem var í þriðja sæti yfir þá leiki í enska bikarnum um helgina þar sem voru flestir áhorfendur. Í sjónvarpsútsendingu leiksins var það hins vegar mjög áberandi hversu mörg sæti voru auð og þar voru miklu færri en mæta vanalega á heimaleiki liðsins. Pep Guardiola was disappointed with Man City fans today. He hopes more of them turn up on Wednesday.https://t.co/XjIRNFGY33pic.twitter.com/1WDKrM0FeI— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2020 „Það var ekki fullt í dag og ég veit ekki af hverju,“ sagði Pep Guardiola en vonaðist eftir því að fleiri myndu mæta í vikunni á seinni undanúrslitaleik liðsins á móti Manchester United í enska deildabikarnum. „Þar fáum við tækifæri til að tryggja okkur leik á Wembley þriðja árið í röð. Vonandi koma stuðningsmennirnir okkar og fleiri heldur en í dag,“ sagði Guardiola en Manchester City er í góðum málum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. „Vonandi getur stuðningsfólkið stutt okkur meira og hjálpað okkur að spila þennan leik af skynsemi,“ sagði Guardiola. Það fór eflaust ekki vel í harða stuðningsmenn félagsins að lesa um „Emptyhad“ í stað Ethiad á samfélasmiðlum í kringum leikinn. Miðaverðið á leikinn um helgina var frá 10 til 35 pundum fyrir fullorða og frá 1 til 20 pundum fyrir krakka sem eru ekki orðnir átján ára. Það er frá 1600 til 5700 krónur fyrir fullorðna og frá 163 til 3200 krónum fyrir börn. Það hafa komið 54.391 manns að meðaltali á deildarleiki Manchester City í vetur og yfir 50 þúsund hafa komið að meðaltali á leiki liðsins í Meistaradeildinni. Þessi aðsókn á móti er því stór breyting frá því og líka frá fyrsta bikarleik tímabilsins á móti Port Vale þar sem mættur 52.433 eða 13.210 fleiri en á móti Fulham um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guardiola hefur gagnrýnt stuðninginn frá Manchester City fólki því hann var líka vonsvikinn með að félagið seldui aðeins 25 af 30 þúsund miðum sem það fékk á undanúrslit enska bikarsins á móti Brighton á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Pep Guardiola talaði um lélega mætingu stuðningsmanna Manchester City á bikarleiknum á móti Fulham um helgina. Manchester City setti þar upp sýningu í 4-0 sigri á b-deildarliðinu. Það mættu reyndar 39.223 á leikinn sem var í þriðja sæti yfir þá leiki í enska bikarnum um helgina þar sem voru flestir áhorfendur. Í sjónvarpsútsendingu leiksins var það hins vegar mjög áberandi hversu mörg sæti voru auð og þar voru miklu færri en mæta vanalega á heimaleiki liðsins. Pep Guardiola was disappointed with Man City fans today. He hopes more of them turn up on Wednesday.https://t.co/XjIRNFGY33pic.twitter.com/1WDKrM0FeI— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2020 „Það var ekki fullt í dag og ég veit ekki af hverju,“ sagði Pep Guardiola en vonaðist eftir því að fleiri myndu mæta í vikunni á seinni undanúrslitaleik liðsins á móti Manchester United í enska deildabikarnum. „Þar fáum við tækifæri til að tryggja okkur leik á Wembley þriðja árið í röð. Vonandi koma stuðningsmennirnir okkar og fleiri heldur en í dag,“ sagði Guardiola en Manchester City er í góðum málum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. „Vonandi getur stuðningsfólkið stutt okkur meira og hjálpað okkur að spila þennan leik af skynsemi,“ sagði Guardiola. Það fór eflaust ekki vel í harða stuðningsmenn félagsins að lesa um „Emptyhad“ í stað Ethiad á samfélasmiðlum í kringum leikinn. Miðaverðið á leikinn um helgina var frá 10 til 35 pundum fyrir fullorða og frá 1 til 20 pundum fyrir krakka sem eru ekki orðnir átján ára. Það er frá 1600 til 5700 krónur fyrir fullorðna og frá 163 til 3200 krónum fyrir börn. Það hafa komið 54.391 manns að meðaltali á deildarleiki Manchester City í vetur og yfir 50 þúsund hafa komið að meðaltali á leiki liðsins í Meistaradeildinni. Þessi aðsókn á móti er því stór breyting frá því og líka frá fyrsta bikarleik tímabilsins á móti Port Vale þar sem mættur 52.433 eða 13.210 fleiri en á móti Fulham um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guardiola hefur gagnrýnt stuðninginn frá Manchester City fólki því hann var líka vonsvikinn með að félagið seldui aðeins 25 af 30 þúsund miðum sem það fékk á undanúrslit enska bikarsins á móti Brighton á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira