Jürgen Klopp: Enginn úr aðalliði Liverpool mun spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 08:00 Jürgen Klopp í leiknum á móti Shrewsbury Town í gær. Þrátt fyrir jafntefli þá gæti þetta orðið síðasti bikarleikur Klopp á þessu tímabili. Getty/James Baylis Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town í gær og ljóst að það yrði annar leikur varð knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp að taka erfiða ákvörðun - trufla vetrarfrí leikmanna sinna eða mæta í endurtekna leikinn með varalið. Jürgen Klopp var fljótur að láta fjölmiðla vita um ákvörðun sína. Eftir leikinn gaf þýski stjórinn það út að enginn úr aðalliði Liverpoool muni spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Town. Jurgen Klopp says that no senior players will be involved in the FA Cup fourth round replay and he won’t manage the team. Neil Critchley will be in charge #LFC— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020 Klopp gerði níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn á móti Shrewsbury Town í gær en þar voru samt öflugir leikmenn inn á milli og er þrjár stjörnur komu inn á sem varamenn. Það verður ekkert veikara lið í seinni leiknum heldur algjört varalið eins og í deildabikarleiknum fræga á móti Aston Villa fyrr í vetur þegar Liverpool var að keppa í heimsmeistarakeppni félagsliða á sama tíma. „Ég sagði við strákana fyrir tveimur vikur að við munum fara í vetrarfrí sem þýðir það að við verðum ekki þarna. Það er ekki hægt að líta svo á að okkur sé alveg sama um þetta. Ég veit líka að þetta er ekki vinsæl ákvörðun en svona sé ég þetta,“ sagði Jürgen Klopp. Hann sjálfur mun heldur ekki vera á staðnum. "I can't believe Jurgen Klopp won't take charge of the team and the youth team will be playing. I'm really disappointed." Jurgen Klopp and Liverpool's first team won't feature in their replay with Shrewsbury. Thoughts? Watch #FACup highlightshttps://t.co/my4ePMPVrXpic.twitter.com/m76KP9SXhD— Match of the Day (@BBCMOTD) January 26, 2020 Liverpool er eitt af fjórum úrvalsdeildarliðum sem þurfa að spila aftur eftir jafntefli um helgina en hin eru Newcastle, Tottenham og Southampton. Vetrarfrí Liverpool er frá 2. til 16. febrúar en endurtekni leikurinn við Shrewsbury Town á að fara fram 4. eða 5. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn þar sem verður vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni en enska bikarkeppnin ákvað samt að setja endurtekna leiki á í því. Það var Jürgen Klopp mjög ósáttur með frá byrjun og hefur nú sýnt það í verki. FT: Shrewsbury 2 #LFC 2. The nightmare result for Klopp. A replay at Anfield. The Reds only have themselves to blame after a wretched second-half display. Cummings’ double leading the hosts’ fightback. Youngsters can hold their heads high after that, senior players not so much. pic.twitter.com/rap4Prk78e— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020 Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town í gær og ljóst að það yrði annar leikur varð knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp að taka erfiða ákvörðun - trufla vetrarfrí leikmanna sinna eða mæta í endurtekna leikinn með varalið. Jürgen Klopp var fljótur að láta fjölmiðla vita um ákvörðun sína. Eftir leikinn gaf þýski stjórinn það út að enginn úr aðalliði Liverpoool muni spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Town. Jurgen Klopp says that no senior players will be involved in the FA Cup fourth round replay and he won’t manage the team. Neil Critchley will be in charge #LFC— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020 Klopp gerði níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn á móti Shrewsbury Town í gær en þar voru samt öflugir leikmenn inn á milli og er þrjár stjörnur komu inn á sem varamenn. Það verður ekkert veikara lið í seinni leiknum heldur algjört varalið eins og í deildabikarleiknum fræga á móti Aston Villa fyrr í vetur þegar Liverpool var að keppa í heimsmeistarakeppni félagsliða á sama tíma. „Ég sagði við strákana fyrir tveimur vikur að við munum fara í vetrarfrí sem þýðir það að við verðum ekki þarna. Það er ekki hægt að líta svo á að okkur sé alveg sama um þetta. Ég veit líka að þetta er ekki vinsæl ákvörðun en svona sé ég þetta,“ sagði Jürgen Klopp. Hann sjálfur mun heldur ekki vera á staðnum. "I can't believe Jurgen Klopp won't take charge of the team and the youth team will be playing. I'm really disappointed." Jurgen Klopp and Liverpool's first team won't feature in their replay with Shrewsbury. Thoughts? Watch #FACup highlightshttps://t.co/my4ePMPVrXpic.twitter.com/m76KP9SXhD— Match of the Day (@BBCMOTD) January 26, 2020 Liverpool er eitt af fjórum úrvalsdeildarliðum sem þurfa að spila aftur eftir jafntefli um helgina en hin eru Newcastle, Tottenham og Southampton. Vetrarfrí Liverpool er frá 2. til 16. febrúar en endurtekni leikurinn við Shrewsbury Town á að fara fram 4. eða 5. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn þar sem verður vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni en enska bikarkeppnin ákvað samt að setja endurtekna leiki á í því. Það var Jürgen Klopp mjög ósáttur með frá byrjun og hefur nú sýnt það í verki. FT: Shrewsbury 2 #LFC 2. The nightmare result for Klopp. A replay at Anfield. The Reds only have themselves to blame after a wretched second-half display. Cummings’ double leading the hosts’ fightback. Youngsters can hold their heads high after that, senior players not so much. pic.twitter.com/rap4Prk78e— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira