Fréttir af andláti Kobe Brynt hafa greinilega borist til eyrna Neymar og annarra leikmanna en hann fagnaði öðru marki sínu í leik kvöldsins með því að mynda tölurnar tvo og fjóra með fingrum sínum. Kobe gerði treyju númer 24 ódauðlega hjá Lakers á sínum tíma.
Neymar hefur ávallt verið mikill aðdáandi Kobe og öfugt. Kobe kom meira að segja og horfði á æfingu hjá PSG á sínum tíma.

Að leik kvöldsins þá vann PSG nokkuð þægilegan 2-0 útisigur á Lille þar sem Neymar gerði bæði mörkin. Það fyrra á 28. mínútu og það síðara úr vítaspyrnu á 52. mínútu. Það var eftir síðara markið sem Neymar vottaði Kobe virðingu sína.
PSG er sem fyrr á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar með 52 stig, 10 stigum á undan Marseille sem er í 2. sæti. Lille er í sem stendur í 7. sæti með 31 stig.
Neymar just dedicated goal to Kobe pic.twitter.com/34GMbuf5Uz
— Sam's Army Podcast (@samsarmy) January 26, 2020