Fimm staðfest tilfelli af Wuhan-veirunni í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 21:47 Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum. Getty Fimm eru smitaðir af Wuhan-veirunni svokölluðu í Bandaríkjunum. Tvö ný tilfelli voru staðfest í dag en þrír höfðu greinst með veiruna í landinu fyrir. Veiran er nýtt afbrigði af kórónaveiru og þykir sérstaklega skæð í ljósi þess að smitaðir geta smitað aðra áður en einkenni koma fram. Þetta kemur fram á vef AP-fréttaveitunnar.Sjá einnig: Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Allir þeir sem smitaðir eru í Bandaríkjunum eiga það sameiginlegt að hafa ferðast til borgarinnar Wuhan. Tvö ný tilfelli komu upp í dag, eitt í Los Angeles og annað í Arizonaríki. Sá sem greindist í Arizona er ekki sagður alvarlega veikur og hefur verið settur í einangrun til þess að forðast frekari útbreiðslu. Hin þrjú tilfellin hafa komið upp í Kaliforníu, Washingtonríki og Chicago. Engin dauðsföll hafa orðið vegna veirunnar í Bandaríkjunum enn sem komið er en tala látinna í Kína er komin upp í 56 og talið er að yfir tvö þúsund séu smitaðir. Veiran getur valdið alvarlegum lungnasýkingum og einkenni eru meðal annars kvef, hósti og hiti. Talið er að veiran eigi upptök sín í dýrum, nánar tiltekið á matarmarkaði í borginni Wuhan, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. Þá hefur nú verið staðfest að meðgöngutími veirunnar í mönnum, þ.e. tíminn frá smiti og þar til einkenni koma fram, sé á bilinu einn til fjórtán dagar. Á þessu tímabili er fólk því ekki endilega meðvitað um að það hafi smitast af veirunni en getur um leið smitað aðra af henni. Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fimm eru smitaðir af Wuhan-veirunni svokölluðu í Bandaríkjunum. Tvö ný tilfelli voru staðfest í dag en þrír höfðu greinst með veiruna í landinu fyrir. Veiran er nýtt afbrigði af kórónaveiru og þykir sérstaklega skæð í ljósi þess að smitaðir geta smitað aðra áður en einkenni koma fram. Þetta kemur fram á vef AP-fréttaveitunnar.Sjá einnig: Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Allir þeir sem smitaðir eru í Bandaríkjunum eiga það sameiginlegt að hafa ferðast til borgarinnar Wuhan. Tvö ný tilfelli komu upp í dag, eitt í Los Angeles og annað í Arizonaríki. Sá sem greindist í Arizona er ekki sagður alvarlega veikur og hefur verið settur í einangrun til þess að forðast frekari útbreiðslu. Hin þrjú tilfellin hafa komið upp í Kaliforníu, Washingtonríki og Chicago. Engin dauðsföll hafa orðið vegna veirunnar í Bandaríkjunum enn sem komið er en tala látinna í Kína er komin upp í 56 og talið er að yfir tvö þúsund séu smitaðir. Veiran getur valdið alvarlegum lungnasýkingum og einkenni eru meðal annars kvef, hósti og hiti. Talið er að veiran eigi upptök sín í dýrum, nánar tiltekið á matarmarkaði í borginni Wuhan, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. Þá hefur nú verið staðfest að meðgöngutími veirunnar í mönnum, þ.e. tíminn frá smiti og þar til einkenni koma fram, sé á bilinu einn til fjórtán dagar. Á þessu tímabili er fólk því ekki endilega meðvitað um að það hafi smitast af veirunni en getur um leið smitað aðra af henni.
Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32
Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30
Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34