Níu ungar konur og sjálfbærnisráðstefnan Karen Björk Eyþórsdóttir skrifar 27. janúar 2020 07:00 Ég hafði aldrei hugsað neitt mikið út í það hvað maður getur haft mikil áhrif sem starfsmaður fyrirtækis fyrr en síðasta sumar. Ég sá um verkefnastýringu fyrir viðburðinn Responsibility Day hjá sjálfbærnisskrifstofu Copenhagen Business School þar sem við unnum með fyrirtækinu Grundfos. Þau sérhæfa sig í vatnslausnum á heimsvísu og við unnum með þeim að ansi áhugaverðu verkefni. Hugsandi yfir kaffibollanum í hádegispásunni sinni fór einn starfsmaður Grundfos, Mikael Lundgren, að velta fyrir sér þeirri hugmynd að starfsmenn fyrirtækisins gætu auðveldlega safnað í styrktarsjóð til þess að setja upp sjálfbærar vatnsdælur þar sem þeirra væri mest þörf. Hann kynnti hugmyndina fyrir yfirmönnum sínum og síðastliðin 10 ár hefur verkefnið Water2Life byggt bráðsniðugar og sjálfbærar vatnsdælur þar sem skortur er á ferskvatni í heiminum og hjálpað milljónum manna. Í fræðigrein Alan L. Frohman, The Power of Personal Inititative segir að í stórfyrirtækjum á borð við Google, Colgate og Gillette hafa stórar og jákvæðar breytingar einnig átt sér stað sem sprottnar hafa verið frá frumkvæði starfsfólks. Það er nefnilega ekki bara hlutverk stjórnvalda og einstaklinga að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu, innanlands og í alþjóðasamfélaginu, heldur líka – og jafnvel einna helst – fyrirtækja. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu næstkomandi fimmtudag, þann 30. janúar. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem stærsti viðburður um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi og þar verður unnið með gróskuhugsun og nýsköpun á meðal margra af leiðandi fyrirtækjum viðskiptalífsins, hérlendis og erlendis. Einn mikilvægasti áherslupunktur ráðstefnunnar er einmitt að efla íslensk fyrirtæki – og hvern og einn einasta starfsmann þeirra - til þess að taka frumkvæði og setja drauma í verk. Allt sem þú gerir hefur áhrif! Við erum hópur af níu ungum konum sem höfum lagt ráðstefnunni lið við hin ýmsu verkefni, til dæmis að minnka kolefnisspor hennar eins mikið og mögulegt er. Það kom okkur t.d. mikið á óvart hve ódýrt það reyndist að kolefnisjafna allt umfang viðburðarins, sem voru 4,54 tonn af CO2, og ákváðum við því að kolefnisjafna það sem nemur þreföldu kolefnisspori hennar. En ekki er nóg að setja bara plástur á það kolefnisspor sem myndast hefur heldur þarf enn fremur að gæta þess að það verði eins lítið og hægt er til að byrja með. Eftirfarandi skref voru tekin: Boðið verður upp á grænmetisfæði og reynt var eftir fremsta megni að nota íslenskt hráefni. Annars voru hráefni frá löndum valin með sem stystum flutningafjarlægðum eða komu í sem stærstum pakkningum til þess að lágmarka plastnotkun. Viðburðarsalurinn var valinn m.a. vegna umhverfisstefnu þeirra þar sem stærstur hluti úrgangs ráðstefnunnar brotnar niður á 30 dögum, langflest önnur aðföng viðburðarins eru endurnýtanleg og öllum matarafgöngum verða komið áfram þangað sem ekki veitir af í samfélaginu. Einnig eru þátttakendur hvattir til þess að koma með eigin ritföng, fjölnota drykkjarmál og nýta vistvænar samgöngur eða safnast saman í einkabíla. Þó að þú sjáir ekki um viðburði hjá þínu fyrirtæki er þó hægt af yfirfæra mörg af þessum skrefum á daglega verkferla. Ef þú ert með hugmynd en veist ekki hvernig þú átt að útfæra hana, heyrðu í Festu og fáðu aðstoð! Margt smátt gerir eitt stórt og sért þú starfsmaður fyrirtækis sem getur gert betur, hvet ég þig eindregið til þess að hefja upp þína raust og vera afl til breytinga! Það geta allir verið Mikael Lundgren frá Grundfos og einfaldar breytingar geta oft skilað miklum og jákvæðum áhrifum! Internetið er stútfullt af góðum upplýsingum og það býr hugmyndasmiður í okkur öllum – leystu hann úr læðingi! Höfundur er með B.Sc-gráðu úr Business Administration & Service Management. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég hafði aldrei hugsað neitt mikið út í það hvað maður getur haft mikil áhrif sem starfsmaður fyrirtækis fyrr en síðasta sumar. Ég sá um verkefnastýringu fyrir viðburðinn Responsibility Day hjá sjálfbærnisskrifstofu Copenhagen Business School þar sem við unnum með fyrirtækinu Grundfos. Þau sérhæfa sig í vatnslausnum á heimsvísu og við unnum með þeim að ansi áhugaverðu verkefni. Hugsandi yfir kaffibollanum í hádegispásunni sinni fór einn starfsmaður Grundfos, Mikael Lundgren, að velta fyrir sér þeirri hugmynd að starfsmenn fyrirtækisins gætu auðveldlega safnað í styrktarsjóð til þess að setja upp sjálfbærar vatnsdælur þar sem þeirra væri mest þörf. Hann kynnti hugmyndina fyrir yfirmönnum sínum og síðastliðin 10 ár hefur verkefnið Water2Life byggt bráðsniðugar og sjálfbærar vatnsdælur þar sem skortur er á ferskvatni í heiminum og hjálpað milljónum manna. Í fræðigrein Alan L. Frohman, The Power of Personal Inititative segir að í stórfyrirtækjum á borð við Google, Colgate og Gillette hafa stórar og jákvæðar breytingar einnig átt sér stað sem sprottnar hafa verið frá frumkvæði starfsfólks. Það er nefnilega ekki bara hlutverk stjórnvalda og einstaklinga að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu, innanlands og í alþjóðasamfélaginu, heldur líka – og jafnvel einna helst – fyrirtækja. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu næstkomandi fimmtudag, þann 30. janúar. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem stærsti viðburður um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi og þar verður unnið með gróskuhugsun og nýsköpun á meðal margra af leiðandi fyrirtækjum viðskiptalífsins, hérlendis og erlendis. Einn mikilvægasti áherslupunktur ráðstefnunnar er einmitt að efla íslensk fyrirtæki – og hvern og einn einasta starfsmann þeirra - til þess að taka frumkvæði og setja drauma í verk. Allt sem þú gerir hefur áhrif! Við erum hópur af níu ungum konum sem höfum lagt ráðstefnunni lið við hin ýmsu verkefni, til dæmis að minnka kolefnisspor hennar eins mikið og mögulegt er. Það kom okkur t.d. mikið á óvart hve ódýrt það reyndist að kolefnisjafna allt umfang viðburðarins, sem voru 4,54 tonn af CO2, og ákváðum við því að kolefnisjafna það sem nemur þreföldu kolefnisspori hennar. En ekki er nóg að setja bara plástur á það kolefnisspor sem myndast hefur heldur þarf enn fremur að gæta þess að það verði eins lítið og hægt er til að byrja með. Eftirfarandi skref voru tekin: Boðið verður upp á grænmetisfæði og reynt var eftir fremsta megni að nota íslenskt hráefni. Annars voru hráefni frá löndum valin með sem stystum flutningafjarlægðum eða komu í sem stærstum pakkningum til þess að lágmarka plastnotkun. Viðburðarsalurinn var valinn m.a. vegna umhverfisstefnu þeirra þar sem stærstur hluti úrgangs ráðstefnunnar brotnar niður á 30 dögum, langflest önnur aðföng viðburðarins eru endurnýtanleg og öllum matarafgöngum verða komið áfram þangað sem ekki veitir af í samfélaginu. Einnig eru þátttakendur hvattir til þess að koma með eigin ritföng, fjölnota drykkjarmál og nýta vistvænar samgöngur eða safnast saman í einkabíla. Þó að þú sjáir ekki um viðburði hjá þínu fyrirtæki er þó hægt af yfirfæra mörg af þessum skrefum á daglega verkferla. Ef þú ert með hugmynd en veist ekki hvernig þú átt að útfæra hana, heyrðu í Festu og fáðu aðstoð! Margt smátt gerir eitt stórt og sért þú starfsmaður fyrirtækis sem getur gert betur, hvet ég þig eindregið til þess að hefja upp þína raust og vera afl til breytinga! Það geta allir verið Mikael Lundgren frá Grundfos og einfaldar breytingar geta oft skilað miklum og jákvæðum áhrifum! Internetið er stútfullt af góðum upplýsingum og það býr hugmyndasmiður í okkur öllum – leystu hann úr læðingi! Höfundur er með B.Sc-gráðu úr Business Administration & Service Management.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun