Spánverjar Evrópumeistarar 2020 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 17:15 Spánverjar eru Evrópumeistarar 2020. Vísir/Getty Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir tveggja marka sigur á Króötum í frábærum úrslitaleik. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Annað skiptið í röð sem Spánverjar landa Evrópumeistaratitlinum. Króatar, sem unnu Norðmenn á eftirminnilegan hátt í tvíframlengdum undanúrslitaleik, byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0 snemma leiks. Annars var leikurinn í járnum nær allt til enda en eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 5-5. Varnarleikur beggja liða var frábær í dag en ljóst að sóknarleikurinn var orðinn pínu stífur og stirður eftir álagið síðustu daga. Króatar komust svo aftur tveimur mörkum yfir, 8-6, eftir að staðan hafði verið jöfn 6-6. Domagoj Duvnjak þá með fjögur af átta mörkum Króata. Eftir það fór allt í baklás hjá Króötum á meðan Spánverjar spýttu í lófana en þeir skoruðu næstu fjögur mörk leiksins. Þegar skammt var til hálfleiks leiddu Spánverjar með einu marki, staðan þá 11-10. Króatar náðu hins vegar að jafna metin þegar fyrri hálfleikur var í þann mund að renna út en samt sem áður tókst Spánverjum að skora þökk sé góðu skoti Raúl Entrerríos alveg í blálokin. Staðan því 12-11 er liðin gengu til búningsherbergja. Spánverjar gátu þakkað Pérez De Vargas í markinu en hann varði sex af þeim átta skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik. NOTHING is getting past All-star Team goalkeeper @PerezdVargas right now - 6 saves from 8 shots @RFEBalonmano#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/aMNjYR8i7q— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Some half-time stats for the fact fans - @HRStwitt making more passes, @RFEBalonmano more efficient#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/4EiyrKSig6— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Spánverjar komust tveimur mörkum yfir snemma í síðari hálfleik. Tvö mörk uðru fjögur skömmu síðar en í tvígang var enginn í marki Króata. Aleix Gomez Abello nýtti sér það en hann skoraði þrjú mörk í röð fyrir Spánverja sem komust mest fjórum mörkum yfir, staðan þá 16-12. Króatar eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og tókst þeim að minnka muninn jafnt og þétt þangað til staðan var allt í einu orðin 18-18 og skammt til leiksloka. Á þeim tímapunkti stefndi allt í að Króatar væru á leið í framlengingu annan leikinn í röð. Þeir komust svo yfir í stöðunni 19-18 og höfðu þá skorað þrjú mörk í röð. Raunar var það þannig að eftir að Króatar jöfnuðu í 18-18 var ekki skorað í fímm mínútur í leiknum. Spennustigið greinilega mjög hátt. Spánverjar skoruðu í kjölfarið tvö mörk og komust 20-19 yfir en Króatar voru fljótir að hugsa og tóku snögga miðju þar sem enginn var í marki Spánar og skoraði Ilija Brozović með skoti frá miðju. Reyndist það síðasta mark Króata í leiknum en þeir fóru illa að ráði sínu undir lok leiks og fór það svo að Spánverjar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér þar með Evrópumeistaratitilinn, annað skiptið í röð. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Spánverjar verðugir meistarar en þeir töpuðu ekki leik allt mótið. Eini leikurinn sem þeir unnu ekki var jafntefli við Króata í milliriðli. Er þetta í 3. sinn sem Króatar tapa úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta. .@AlexDujshebaev scores the winning goal and secures @RFEBalonmano their second EHF EURO title#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/hNPAXYjS0B— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Watch the Game Highlights from Spain vs. Croatia, 01/26/2020 pic.twitter.com/2PCRoq819d— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 EM 2020 í handbolta Spánn Tengdar fréttir Hituðu upp á „fan zone“ fyrir undanúrslitaleikinn: „Þetta er til skammar“ Undirbúningur Spánverja og Slóvena fyrir undanúrslitaleik liðanna var óhefðbundinn. 25. janúar 2020 11:15 Norðmenn tryggðu sér bronsið með öruggum sigri á Slóvenum | Þýskaland náði 5. sætinu Bronsið á Evrópumótinu í handbolta er Norðmanna að þessu sinni eftir átta marka sigur á Slóvenum í dag, lokatölur 28-20. Fyrr í dag tryggðu Þjóðverjar sér svo 5. sætið með sigri á Portúgal. Fréttin hefur verið uppfærð. 25. janúar 2020 20:45 Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa? Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28. 25. janúar 2020 21:30 Duvnjak valinn bestur á EM 2020 Búið er að velja besta leikmann EM 2020 í handbolta og úrvalslið mótsins. 26. janúar 2020 11:12 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir tveggja marka sigur á Króötum í frábærum úrslitaleik. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Annað skiptið í röð sem Spánverjar landa Evrópumeistaratitlinum. Króatar, sem unnu Norðmenn á eftirminnilegan hátt í tvíframlengdum undanúrslitaleik, byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0 snemma leiks. Annars var leikurinn í járnum nær allt til enda en eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 5-5. Varnarleikur beggja liða var frábær í dag en ljóst að sóknarleikurinn var orðinn pínu stífur og stirður eftir álagið síðustu daga. Króatar komust svo aftur tveimur mörkum yfir, 8-6, eftir að staðan hafði verið jöfn 6-6. Domagoj Duvnjak þá með fjögur af átta mörkum Króata. Eftir það fór allt í baklás hjá Króötum á meðan Spánverjar spýttu í lófana en þeir skoruðu næstu fjögur mörk leiksins. Þegar skammt var til hálfleiks leiddu Spánverjar með einu marki, staðan þá 11-10. Króatar náðu hins vegar að jafna metin þegar fyrri hálfleikur var í þann mund að renna út en samt sem áður tókst Spánverjum að skora þökk sé góðu skoti Raúl Entrerríos alveg í blálokin. Staðan því 12-11 er liðin gengu til búningsherbergja. Spánverjar gátu þakkað Pérez De Vargas í markinu en hann varði sex af þeim átta skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik. NOTHING is getting past All-star Team goalkeeper @PerezdVargas right now - 6 saves from 8 shots @RFEBalonmano#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/aMNjYR8i7q— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Some half-time stats for the fact fans - @HRStwitt making more passes, @RFEBalonmano more efficient#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/4EiyrKSig6— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Spánverjar komust tveimur mörkum yfir snemma í síðari hálfleik. Tvö mörk uðru fjögur skömmu síðar en í tvígang var enginn í marki Króata. Aleix Gomez Abello nýtti sér það en hann skoraði þrjú mörk í röð fyrir Spánverja sem komust mest fjórum mörkum yfir, staðan þá 16-12. Króatar eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og tókst þeim að minnka muninn jafnt og þétt þangað til staðan var allt í einu orðin 18-18 og skammt til leiksloka. Á þeim tímapunkti stefndi allt í að Króatar væru á leið í framlengingu annan leikinn í röð. Þeir komust svo yfir í stöðunni 19-18 og höfðu þá skorað þrjú mörk í röð. Raunar var það þannig að eftir að Króatar jöfnuðu í 18-18 var ekki skorað í fímm mínútur í leiknum. Spennustigið greinilega mjög hátt. Spánverjar skoruðu í kjölfarið tvö mörk og komust 20-19 yfir en Króatar voru fljótir að hugsa og tóku snögga miðju þar sem enginn var í marki Spánar og skoraði Ilija Brozović með skoti frá miðju. Reyndist það síðasta mark Króata í leiknum en þeir fóru illa að ráði sínu undir lok leiks og fór það svo að Spánverjar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér þar með Evrópumeistaratitilinn, annað skiptið í röð. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Spánverjar verðugir meistarar en þeir töpuðu ekki leik allt mótið. Eini leikurinn sem þeir unnu ekki var jafntefli við Króata í milliriðli. Er þetta í 3. sinn sem Króatar tapa úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta. .@AlexDujshebaev scores the winning goal and secures @RFEBalonmano their second EHF EURO title#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/hNPAXYjS0B— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Watch the Game Highlights from Spain vs. Croatia, 01/26/2020 pic.twitter.com/2PCRoq819d— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020
EM 2020 í handbolta Spánn Tengdar fréttir Hituðu upp á „fan zone“ fyrir undanúrslitaleikinn: „Þetta er til skammar“ Undirbúningur Spánverja og Slóvena fyrir undanúrslitaleik liðanna var óhefðbundinn. 25. janúar 2020 11:15 Norðmenn tryggðu sér bronsið með öruggum sigri á Slóvenum | Þýskaland náði 5. sætinu Bronsið á Evrópumótinu í handbolta er Norðmanna að þessu sinni eftir átta marka sigur á Slóvenum í dag, lokatölur 28-20. Fyrr í dag tryggðu Þjóðverjar sér svo 5. sætið með sigri á Portúgal. Fréttin hefur verið uppfærð. 25. janúar 2020 20:45 Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa? Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28. 25. janúar 2020 21:30 Duvnjak valinn bestur á EM 2020 Búið er að velja besta leikmann EM 2020 í handbolta og úrvalslið mótsins. 26. janúar 2020 11:12 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Hituðu upp á „fan zone“ fyrir undanúrslitaleikinn: „Þetta er til skammar“ Undirbúningur Spánverja og Slóvena fyrir undanúrslitaleik liðanna var óhefðbundinn. 25. janúar 2020 11:15
Norðmenn tryggðu sér bronsið með öruggum sigri á Slóvenum | Þýskaland náði 5. sætinu Bronsið á Evrópumótinu í handbolta er Norðmanna að þessu sinni eftir átta marka sigur á Slóvenum í dag, lokatölur 28-20. Fyrr í dag tryggðu Þjóðverjar sér svo 5. sætið með sigri á Portúgal. Fréttin hefur verið uppfærð. 25. janúar 2020 20:45
Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa? Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28. 25. janúar 2020 21:30
Duvnjak valinn bestur á EM 2020 Búið er að velja besta leikmann EM 2020 í handbolta og úrvalslið mótsins. 26. janúar 2020 11:12