Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2020 11:55 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. Hann segir útilokað að sjávarútvegurinn taki þátt í að fjármagna rannsóknir á lífríki sjávar. Nóg sé um gjöld á greinina og skrítið að nefna fleiri. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson kom úr tólf daga leiðangri ásamt fjórum öðrum skipum í gær þar sem leitað var að loðnu. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri sagði að á sínum ferli hefði hann aldrei fundið svo lítið magn loðnu og í þessum túr. Febrúarleiðangurinn sé eftir og því eigi ekki að gefa upp alla von en útlitið sé ekki bjart um að mælt verði með loðnuveiðum í ár. Það væri þá annað árið í röð sem loðnubrestur verður hér. Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegsráðherra. „Ef að þetta gengur eftir svona ég ítreka það að við eigum febrúarleiðangurinn en ef þetta verður svona þá hefur þetta áhrif á þjóðarbúið og fyrirtæki og samfélög sem að sem þau starfa innan.“ Aðspurður um hvort að stjórnvöld myndu grípa inn í og aðstoða samfélög sem yrðu mögulega fyrir áföllum ef það yrði loðnubrestur segir Kristján: „Það er allt til umræðu í þeim efnum en umræðan hefur ekki náð þangað því leit ekki lokið en fordæmi fyrir inngripi stjórnvalda þegar áföll verða í atvinnulífinu síðasta inngrip er samfélagið á Suðurnesjum þegar flugfélagið Wow fór í gjaldþrot.“ Fram kom í fréttum í gær að mikilvægt væri að rannsaka mun betur hvað væri að gerast í sjónum kringum Ísland vegna loftslagsbreytinga. Kristján segir að ríkisstjórnin hafi sett á annað hundrað milljónir í loðnurannsóknir hjá Hafrannsóknarstofnun og þeir fjármunir eigi að nýtast í meiri rannsóknir. Í samtali fréttastofu við vísindamenn hafa þeir bent á að Norðmenn hafi sett gjald á sjávarútvegsfyrirtæki þar um að þau taki þátt í að greiða fyrir rannsóknir á hafinu og lífríki sjávar. Kristján Þór segir útilokað að það yrði gert hér á landi. Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. Hann segir útilokað að sjávarútvegurinn taki þátt í að fjármagna rannsóknir á lífríki sjávar. Nóg sé um gjöld á greinina og skrítið að nefna fleiri. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson kom úr tólf daga leiðangri ásamt fjórum öðrum skipum í gær þar sem leitað var að loðnu. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri sagði að á sínum ferli hefði hann aldrei fundið svo lítið magn loðnu og í þessum túr. Febrúarleiðangurinn sé eftir og því eigi ekki að gefa upp alla von en útlitið sé ekki bjart um að mælt verði með loðnuveiðum í ár. Það væri þá annað árið í röð sem loðnubrestur verður hér. Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegsráðherra. „Ef að þetta gengur eftir svona ég ítreka það að við eigum febrúarleiðangurinn en ef þetta verður svona þá hefur þetta áhrif á þjóðarbúið og fyrirtæki og samfélög sem að sem þau starfa innan.“ Aðspurður um hvort að stjórnvöld myndu grípa inn í og aðstoða samfélög sem yrðu mögulega fyrir áföllum ef það yrði loðnubrestur segir Kristján: „Það er allt til umræðu í þeim efnum en umræðan hefur ekki náð þangað því leit ekki lokið en fordæmi fyrir inngripi stjórnvalda þegar áföll verða í atvinnulífinu síðasta inngrip er samfélagið á Suðurnesjum þegar flugfélagið Wow fór í gjaldþrot.“ Fram kom í fréttum í gær að mikilvægt væri að rannsaka mun betur hvað væri að gerast í sjónum kringum Ísland vegna loftslagsbreytinga. Kristján segir að ríkisstjórnin hafi sett á annað hundrað milljónir í loðnurannsóknir hjá Hafrannsóknarstofnun og þeir fjármunir eigi að nýtast í meiri rannsóknir. Í samtali fréttastofu við vísindamenn hafa þeir bent á að Norðmenn hafi sett gjald á sjávarútvegsfyrirtæki þar um að þau taki þátt í að greiða fyrir rannsóknir á hafinu og lífríki sjávar. Kristján Þór segir útilokað að það yrði gert hér á landi.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15