Risavél Boeing hélt í sitt fyrsta flug Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 21:00 Frá Paine Field fyrr í kvöld. Getty Risavélin Boeing 777X, ný tegund bandaríska flugfélagsins, hélt í jómfrúarflug sitt frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í kvöld. Er um tilraunaflug að ræða sem áætlað er að standi í nokkrar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Paine Field flugvellinum, norður af Seattle klukkan 10:10 fyrir hádegi að staðartíma, eða 18:10 að íslenskum tíma. Lágskýjað var á svæðinu. Upphaflega átti vélin að taka á loft í gær þar sem um átta þúsund starfsmenn Boeing höfðu safnast saman á flugvellinum til að fylgjast með, en ákveðið var að fresta fluginu þá vegna slæms veðurs. Mun færri komu saman þegar vélin tók á loft í dag. Vænghafið 71,6 metrar Vélin nefnist 777-9X og er stærri gerðin af tveimur tegundum í línunni. Reiknað er með að hún lendi aftur á flugvallasvæði Boeing í Seattle síðar í kvöld. Vænghafið er rétt tæp Hallgrímskirkja.getty Í frétt Seattle Times kemur fram að vélin sé með stærstu vængi sem Boeing hefur hannað, en vænghafið er 71,6 metrar. Flugvélahreyflarnir, GE9X, eru þeir stærstu sem hafa verið smíðaðir. 777X-vélar Boeing voru kynntar á flugsýningu í Dúbaí árið 2013. Nokkuð hefur dregið úr eftirspurn eftir svo stórum farþegaþotum, auk þess að einhver flugfélög hafa leitað á náðir annarra flugvélaframleiðanda í kjölfar vandræða Boeing síðustu misserin. 777-9X verður stærsta farþegaþotan á markaðnum eftir að Airbus hætti að taka við nýjum pöntunum af A380, en vélarnar eiga að geta tekið 400 til 425 farþega og er drægi vélarinnar um 13.500 kílómetrar.Uppfært 22:42: Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 22 að íslenskum tíma. Boeing 777x svífur um loftin.Getty Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Risavélin Boeing 777X, ný tegund bandaríska flugfélagsins, hélt í jómfrúarflug sitt frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í kvöld. Er um tilraunaflug að ræða sem áætlað er að standi í nokkrar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Paine Field flugvellinum, norður af Seattle klukkan 10:10 fyrir hádegi að staðartíma, eða 18:10 að íslenskum tíma. Lágskýjað var á svæðinu. Upphaflega átti vélin að taka á loft í gær þar sem um átta þúsund starfsmenn Boeing höfðu safnast saman á flugvellinum til að fylgjast með, en ákveðið var að fresta fluginu þá vegna slæms veðurs. Mun færri komu saman þegar vélin tók á loft í dag. Vænghafið 71,6 metrar Vélin nefnist 777-9X og er stærri gerðin af tveimur tegundum í línunni. Reiknað er með að hún lendi aftur á flugvallasvæði Boeing í Seattle síðar í kvöld. Vænghafið er rétt tæp Hallgrímskirkja.getty Í frétt Seattle Times kemur fram að vélin sé með stærstu vængi sem Boeing hefur hannað, en vænghafið er 71,6 metrar. Flugvélahreyflarnir, GE9X, eru þeir stærstu sem hafa verið smíðaðir. 777X-vélar Boeing voru kynntar á flugsýningu í Dúbaí árið 2013. Nokkuð hefur dregið úr eftirspurn eftir svo stórum farþegaþotum, auk þess að einhver flugfélög hafa leitað á náðir annarra flugvélaframleiðanda í kjölfar vandræða Boeing síðustu misserin. 777-9X verður stærsta farþegaþotan á markaðnum eftir að Airbus hætti að taka við nýjum pöntunum af A380, en vélarnar eiga að geta tekið 400 til 425 farþega og er drægi vélarinnar um 13.500 kílómetrar.Uppfært 22:42: Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 22 að íslenskum tíma. Boeing 777x svífur um loftin.Getty
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira